Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 16
Ungmennafélagi genr það gott í Noregi / Arni Gautur Arason knattspyrnumaöur og lögfræöinemi Það er náttúrulega líf eftir boltann Það hefur verið í nógu að snúast hjá Árna Gauti Arasyni, markverði Rosenborg og íslenska landsliðsins í knattspyrnu undanfarin ár. Árni hefur staðið í ströngu á milli stanganna auk þess sem hann hefur verið í fullu námi með boltanum. Hann hefur leikið undanfarin 5 ár með Rosenborg, eða allt frá þvi að hann yfirgaf UMF Stjörnuna 1997 og verið aðalmarkvörður liðsins síðustu þrjú árin. Öll fimm árin hefur hann hampað Noregsmeistaratitli og að auki hefur hann leikið yfir 20 leiki í Meistaradeild Evrópu á móti þeim bestu í heimi. Árna er reyndar margt til lista lagt annað en að leika fótbolta en í janúar á næsta ári mun hann útskrifast sem lögfræðingur frá Háskóla íslands. Valdimar Kristófersson ræddi við Árna um boltann og námið. Texti: Valdimar Tryggvi Iiristófersson Myndir: Sigurjón Ragnar Rosenborg var að vinna sinn 11 meistaratitil á jafn mörg- um árum. Er enginn sem getur ógnað ykkur? „Þetta er búin að vera ótrúleg sigurganga en það verður alltaf erfiðara og erfiðara að vinna með hverju árinu sem líður. Ég reikna með að lið eins og Molde, Viking og Stabæk eigi eftir að ógnað okkur verulega á næsta ári.“ Verður þetta ekkert leiðinlegt til lengdar og er þetta ekki slæmt fyrir norska lcnattspyrnu að þið skulið einoka deildina? „Maður verður aldrei leiður á að vinna titla í knatt- spyrnu. Eflaust leiðinlegt fyrir hina í Noregi en það er ekki okkar vandamál. Það er mjög gott fyrir norska knattspyrnu að hafa eitt lið sem er í fararbroddi og sem nær góðum árangri gegn stórliðunum í Evrópu." Þið hafið verið með í Meistaradeildinni undanfarin 8 ár og spilað á móti sterkustu liðum heims t.a.m. Juventus og Inter Milan. Er ekki mikil upplifun og reynsla að fá að spila á móti slíkum liðum? „Það er náttúrulega meiriháttar upplifun að spila þessa leiki og að sjálfsögðu mjög góð reynsla fyrir mann að fá að spila gegn bestu leikmönnum heims. Þessir leikir eiga eftir að lifa í minningunni langt fram í elli." Ykkur hefur gengið þokkalega í Meistaradeildinni undan- farin ár. Eru ekki miklir peningar í spilinu fyrir félagið að komast alltaf upp úr forkeppninni? „Það eru mjög miklir peningar fyrir að komast í Meistaradeildina og mjög mikilvægt fyrir fjárhagslegan grundvöll félagsins að vera með þar. Ég er ekki með nákvæmar tölur en mig minnir að það sé verið að tala um hátt í milljarð." Það er mikil keyrsla á þér í boltanum en þú stundar einnig lögfræðinámi utanskóla við Háskóla íslands - hvernig hefur gengið að blanda þessu saman? , ,Þetta hefur gengið bærilega og nú er loksins farið að sjá fyrir endann á þessu. Ég reikna með að útskrifast í janúar. Þetta hefur verið frekar erfitt að samræma námið og boltann á köflum en ég er mjög ánægður með að hafa haldið áfram námi því það er náttúrulega líf eftir boltann líka.“ Þú ert um þessar mundir að skrifa ritgerðina sem þú átt að skila í janúar - snýst hún að einhverju leyti að knattspyrn- unni? „Nei, ritgerðin er á sviði höfundaréttar. Það er nóg um að vera í fótboltanum án þess að ég sé einnig að blanda honum við námið." Þannig að þú setur stefnuna á lögfræði þegar knattspyrnu- iðkun lýkur? „Ég reikna með því en maður veit svo sem aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég vona að ég geti haldið áfram sem lengst í fótboltanum Þú kannt væntanlega vel við þig í Þrándheimi - Þetta er 5 árið þitt með liðinu? „Já, ég kann mjög vel við mig í Þránd- heimi, búinn að koma mér vel fyrir og svo er andrúmslofdð í kringum liðið frábært."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.