Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 19
Afmælisbörnm UMSB og UMSI<
90 ár er nokkuð hár aldur, en félagið hefur
sjálfsagt eflst og styrkst með hverju árinu
sem líður og hár aldur gerir því ekkert
nema gott. Hvernig hefur félagið dafnað á
þessum áratugum sem liðnir eru frá
stofnun þess? ,,Sambandið hefur já, vaxið og
da&iað. Fleiri greinar eru stundaðar og má segja
að öll innanhúss aðstaða sé orðin takmarkandi
þáttur hvað varðar iðkun íþrótta í Borgarnesi, þó
aðstaða fyrir utanhúss íþróttir sé góð. Að vísu
vantar enn 18 holu golfvöll því mikill uppgangur
er í þeirri grein hér eins og svo víða
annarsstaðar. Sambandið hefur árlega séð um
framkvæmd á einu til tveimur íslandsmótum eftir
að Landsmót UMFÍ var haldið á svæðinu árið
1997. Félagsstarf hefur einnig aukist á vissan hátt
í gegnum ýmsar uppákomur eins og ljóðakvöld,
sönglagakeppni, spilakvöld, uppfærslu leikrita,
gönguverkefna, o.fl. Á meðan einstök aðildafélög
hafa lagst að mestu af, hafa einstaklingar skráð
sig í næstu félög og jafnvel stofnað ný. Þannig var
Umf. Bifröst stofnað nú í haust sem er afskaplega
ánægjulegt og sýnir áhuga fólks í að efla
ungmennafélagsandann. Engann billbug er því
að finna á sambandinu eftr 90 ára starfssemi."
Hafa orðið einhverjar veigamiklar
breytingar á starfsemi félagsins í gegnum
árin og hefur teygst eitthvað á landa-
mörkum UMSB á þessum tíma? ,,í sjálfu sér
hafa landamörk UMSB ekki mikið breyst í
gengum tíðina. Þó má segja að við undirritun
samnings við UMFÍ um stofnun Þjónustu-
miðstöðvar UMFÍ í Borgarnesi hafi starfsvett-
vangurinn breyst. Skrifstofa UMSB sér um rekstur
Þjónustumiðstöðvarinnar sem þjónar svæði Umf.
Skipaskaga á Akranesi, UMSB, Héraðssambands
Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH),
Ungmennasambands Dalamanna og N-Breið-
firðinga(UDN) og Ungmennasambands V-
Húnvetninga (USVH). Þannig hefur skrifstofan
staðið fyrir sameiginlegum kynnisferðum,
námskeiðum og fræðslufundum fyrir allt svæðið.
Auk þess hefur UMSB unnið í góðri samvinnu við
HSH í tengslum við íþróttaæfingar og íþrótta-
mót/keppnisferðir.
Og félagið hefur átt sína afreksmenn í
gegnum tíðina? , ,UMSB hefur átt nokkuð
þekkta afreksmenn í gengum tíðina, og erfitt
getur verið að gera grein fyrir þeim öllum. Nefiia
mætti þó nokkra eins og ólympíufarana Jón
Diðriksson, Einar Vilhjálmsson, írisi Grönfelt og
Einar Trausta Sveinsson, ásamt öðrum
stórmeisturum eins og Reyni Aðalsteinssyni,
Benedikt Líndal, og þannig mætti áfram telja. Nú
mætti nefna nokkra efnilega unga afreksmenn
eins og Gauta Jóhannesson hlaupara og Sigurkarl
Gústavsson frjálsíþróttamann er munu stefna hátt
á næstu árum. Einnig má finna upprennandi
stjörnur í ýmsum öðrum íþróttagreinum sem
gaman verður að fylgjast með."
Það eru 11 virk félög starfandi innan UMSB,
eru þau lík að eðlisfari eða er innri
starfsemi þeirra ólík? ,,Að nokkur leyti eru
aðildafélögin frábrugðin hvert öðru þó í grunnin
standi þau flest fyrir fjölbreyttu íþróttastarfi á
sumrin. Þannig má kannski segja að ljóða- og
vísnakvöld séu aðalsmerki eins félagsins á
meðan, lögð er áhersla á spilakvöld hjá öðrum,
leikstarf, þjóðdansa, merkingu gönguleiða,
öldungablak o.fl. hjá enn öðrum. Aðeins eitt
aðildafélag, þ.e. Umf. Skallagrímur hefur yfir að
ráða mismunandi deildum fyrir nær allar helstu
íþróttagreinar. Hjá öðrum falla greinarnar innan
iþróttanefnda Ungmennafélaganna. Nokkur aðild-
arfélög sambandsins eru sérgreinafélög eins og
golfklúbburinn og hestamannafélögin tvö.“
Að sama skapi eru 5 félög innan UMSB,
Umf. Björn Hítdælakappi, Umf. Borg, Umf.
Brúin, Umf. Haukur og Umf. Vísir sem hafa
ekki verið starfandi um skeið. Munu þau
vakna úr dvala eða er ekki aftur snúið? ,, Af
þessum félögum má segja að tvö þeirra voru
mjög virk hér fyrir örfáum árum og hafa því
valdið okkur nokkru hugarangri þar sem innan
þeirra eru krakkar sem eru virkilega efnilegir
íþóttamenn. Foreldrar gera sér oft ekki grein fyrir
því að krakkar þurfi að vera skráðir í virku félagi
til að fá hagstæðari kjör á æfingar og til að teljast
fullgildir þátttakendur á mótum. Hinsvegar má
segja að þegar ungmennafélögin eru í lægð er
oft annað félagsstarf í fullum gangi, s.s. starf
kvenfélaganna á svæðinu sem sjá um fjölbeytta
afþreyingu fyrir mismunandi aldurshópa. Þeir
einstaklingar sem ætla sér að ná langt í íþróttum
skrá sig yfir i önnur virkari félög sem halda vel
utanum viðkomandi íþróttagreinar,"
Nú ert þú búin að vera formaður félagsins
frá 1998 - er þetta skemmtilegt og gefandi
starf? „Þetta er að sjálfsögðu mikil vinna,
sérstakega ef maður ætlar að halda við því starfi
sem er í gangi sem og að efla það. Hins vegar er
þetta starf einnig til þess fallið að efla og þroska
sjálfan sig, hvað varðar mannleg samskipti,
fundarsköp, ræðumennsku, það að koma fram,
verkefnisstjórnun, en þó þannig að viðkomandi
ræður nokkuð ferðinni sjálfúr. Eitt það
skemmtilegasta er þó að kynnast svo mörgu
skemmtilegu og góðu fólki sem í íþrótta- og
ungmennafélagshreyfmgunni starfar. Ef ekki væri
vettvangur fyrir allt þetta fólk sem starfar innan
hreyfinganna í sjálfboðavinnu til að hittast,
kynnast hvert öðru og öðrum, væri vonlaust að
halda úti starfinu eins og það er uppbyggt í
dag!"
Ertu farin að huga að aldarafmæli Ung-
mennasambandsins í Borgarfirði? ,Við
erum farin að skipuleggja það í kollinum og á
næstu mánuðum verður tekið fyrsta skrefið í því
að undirbúa aldarafmælið, en stefnt er að því að
skrá sögu sambandsins."
Og þú lofar mikilli hátíðarveislu það árið?
,,Þó ég verði líklega ekki við stjórnvölin treysti ég
Borgfirðingum fullkomlega til að halda veglega
hátíðarveislu á aldar afmæli Ungmennasam-
bands Borgfirðinga og það með eftirminnilegum
hætti, því ekki skortir á hæfileika héraðsbúa né
áhuga þeirra á góðum skemmtunum!"
'Að nokkur leiti eru
aðildafélögin frá-
brugðin hvert öðru
þó í grunnin standi
þau flest fyrir fjöl-
breyttu íþróttastarfi
á sumrin. Þannig
má kannski segja
að ljóða- og vísna-
kvöld séu aðals-
merki eins félagsins
á meðan, lögð er
áhersla á spilakvöld
hjá öðrum, leikstarf,
þjóðdansa, merk-
ingu gönguleiða,
öldungablak o.fl.
hjá öðrum' - Ásdís