Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 7
Stuttar fiéttir Stuttai fiéttii Stuttai fiéttii Nám í íþróttaháskóla í Danmörku Á síðustu árum hefur alltaf ver- ið erfiðara og erfiðara að fá menntaða þjálfara til starfa. Til þess að aðstoða félögin í þessu hefur UMFÍ ákveðið að styrkja 4 ungmenni til 6 mánaða náms við íþróttalýðháskólann í Sön- derborg í Danmörku. Valdimar Gunnarsson fræðslustjóri UMFÍ fór í heimsókn í skólann og náðst hafa góðir samningar um að taka við íslenskum ung- mennum til náms þar næstu árin og mun UMFÍ styrkja þessar ferðir. Nú eftir áramót munu fyrstu fjögur ungmennin fara utan og dvelja þar fram í júní. Þetta á eflaust eftir að verða góð vítamínsprauta fyrir þau félög sem fá þessi ung- menni til starfa eftir slíkt nám. Leiðtogaþjálfun leiðtogaskólans Tuttugu nemendur Leiðtoga- skólans sátu í nóvember fyrri hluta leiðtogaþjálfunarnám- skeiðs sem haldið var í Þjón- ustumiðstöð UMFÍ. Seinni hluti námskeiðsins verður haldinn í febrúar. Nemendurnir eru víðs vegar af landinu, bæði úr ung- mennafélagshreyfingunni, frá sveitarfélögum og öðrum fé- lagasamtökum. Fyrirlesarar í þessum hluta námskeiðsins hafa verið Guðrún Bachman, Gísli Blöndal, Jóhann Ingi Gunnarsson og Rannveig Ein- arsdóttir. Fyrirlestrarnir hafa fjallað um framkomu, fjölmið- la, ræðulist, leiðtoga og hlut- verk þeirra. Margt hefur verið til gamans gert á námskeiðinu, farið á skauta, í skotkeppni, karaoke, ýmsa leiki og verk- efni. Karaoke keppnin var æsi- spennandi og söngvararnir hver öðrum betri. Formannanámskeið Leiðtogaskólans. Formannanámskeið Leiðtoga- skólans var haldið í byrjun nóvember. Farið var yfir hlut- verk formanna í félögum. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru margir þeim sömu og í leiðtogaþjálfuninni. Fimmtán nemendur sátu námskeiðið. Farið var í ýmsa afþreyingu og leiki og keppni á milli liða. Eftir áramót verða héraðssam- bönd heimsótt með formanna- námskeiðið. Styrkur til tölvukaupa Ungmennafélag íslands mun styrkja hvert héraðssamband og ungmennafélag um kr. 10.000 til tölvukaupa. Styrkur- inn er veittur um leið og samstarf við ATV er kynnt en náðst hafa samningar við ATV um hagstætt verð á tölvubún- aði fyrir hreyfinguna. Tilboðið gildir fyrir héraðssambönd, ungmennafélög, deildir og ráð innan þeirra, sem og alla stjórn- armenn í hreyfingunni. Styrk- urinn nær þó eingöngu til hér- aðssambanda og ungmenna- félaga og getur því numið allt að tæpum þrem milljónum króna. I þessu samstarfi er boðið upp á ýmsan tölvubúnað sem ætti að nýtast félögum vel. Má þar nefna fartölvur, borð- tölvur, stafrænar myndavélar, prentara, skanna og ýmsan arvnan smábúnað. Nánari upp- lýsingar má sjá um samstafið á heimasíðu UMFÍ, auk þess sem bæklingi verður dreift á næstu dögum og þá hefur verið sendur út tölvupóstur á héraðs- sambönd og ungmennafélög. Einnig er í þessu tölublaði Skin- faxa viðtal við Tryggva Þor- steinsson sölustjóra ATV. Play the Game Play the Game ráðstefnan var haldin í Kaupmannahöfn á dögunum. Ráðstefnan var haldin af DGI, ISCA og alþjóð- legum samtökum blaðamanna. Danski menntamálaráðherrann setti ráðstefnuna og lýsti yfir ánægju sinni með fjölda gesta, viðfangsefni ráðstefnunar og starf almenningsíþróttasam- taka. Alls sóttu um 300 blaða- menn, fulltrúar íþróttasamtaka og háskóla um allan heim ráðstefnuna. Ráðstefnan stóð í fimm daga og fluttir voru um 60 fyrirlestrar. Viðfangsefni ráðstefnunnar voru íþróttir og fjölmiðlar, íþróttir og stjórn- mál, valdabarátta í íþróttum, fjármögnun íþrótta, konur í íþróttum og munur á afreks- íþróttum og almenningsíþrótt- um. Fyrirlestrarnir voru margir hverjir mjög áhugaverðir og beinskeyttir. M.a. kom fram hörð gagnrýni á Alþjóðlega knattspyrnusambandið (FIFA) og Alþjóðlegu Olympíunefnd- ina, fyrir spillingu í starfi. Þar fór fremstur í flokki enski rannsóknarblaðamaðurinn Andrew Jennings. Páll Guð- mundsson upplýsingastjóri UMFÍ sótti ráðstefnuna. Formannfundir Formaður UMFÍ og starfsmenn hafa að undanförnu setið for- mannafundi hjá hérðaðssam- böndum víða um land. Meðal annars hafa verið heimsóttir formannafundir hjá UMSB, HSÞ, HSK, USVS og auk þess nokkur önnur héraðssambönd og ungmennafélög verið heim- sótt. Á þessum fundum hefur verið góð umræða, meðal annars um starf félaganna auk þess sem félögum hafa verið kynnt þau verkefni sem eru í gangi hjá UMFÍ þessa dagana. Hættum að reykja Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur milli UMFÍ og Jóhanns G. Jóhanns- sonar um hvatningarátakið HÆTTUM AÐ REYKJA. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög, fyrirtæki og samtök ákveðið að koma að verkefninu. Verkefnið snýst meðal annars um að koma í veg fyrir reykingar barna og unglinga, hvetja þá sem að reykja til að hætta því og taka upp sparnað sem nemur reykingunum. I tengsl- um við verkefnið mun m.a. koma út geisladiskur með antireykingalögum Jóhanns G. sem ungmennafélögum mun standa til boða að selja í endursölu til fjáröflunar. Þá verður tekið þátt í dagskrá á Reyklausum degi í vor, unnið að getraunasamkeppni, og unnið með lög og texta í tengslum við heimsóknir UMFI í skóla landsins í vor. Viðtal er við Jóhann í þessu tölublaði Skinfaxa. 4.000 göngumenn á fjöll Tæplega 4000 göngugarpar tóku þátt í gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið. Nú hefur verið lokið við að skrá niður þátttöku allra þeirra sem rituðu nöfn sín í gestabækurnar sem settar voru á topp 18 fjalla í sumar. Dregið verður úr hópi þátttakenda og hljóta 10 heppnir göngugarpar verðlaun frá UMFÍ., 10.000 kr. vöruúttekt í versluninni Everest. Unglingalandsmótið um næstu verslunarmannahelgi Samþykkt var á 33. sambands- ráðsfundi sem haldið var að Kirkjubæjarklaustri að halda Unglingalandsmót um næstu verslunarmannahelgi. Frestur til að sækja um að halda Unglingalandsmót að ári rann út 1. desember nk. Fimm héraðssambönd hafa sótt um að halda mótið. Hér- aðssamböndin eru: UMSE sem sækir um að halda mótið á Dalvík, HSV sem sækir um að halda mótið á Isafirði, Fjölnir í Grafarvogi, UIA sem sækir um að halda rnótið á Egilsstöðum og HSÞ sem sækir um að halda mótið á Húsavík. Menntamálaráðherra í heimsókn Tómas Ingi Olrich menntamál- aráðherra kom á haustdögum í heimsókn í Þjónustumiðstöð UMFI og átti fund með fram- kvæmdastjórn UMFÍ, ásamt varaformanni og gjaldkera. Á fundinum var ráðherra kynnt starfsemi UMFI og helstu verk- efni.Málefni UMFÍ heyra undir menntamálaráðherra og því mikilvægt og um leið ánægju- legt að fá tækifæri til að kynna honum starf hreyfingarinnar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.