Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 12
Kristín Ágústsdóttir situr í umhverfisnefnd UMFÍ Öflugt starf í öflugri nefnd Umhverfisnefnd Ungmennafélags íslands hefur verið ákaflega öflug frá því hún tók til starfa snemma á þessu ári. Mikið hefur verið gert og mikið er framundan. Skinfaxi hafði samband við Kristínu Ágústsdóttur sem á sæti í nefndinni og ræddi við hana um nefndina og umhverfismál. Texti: Skapti Örn Jónsson Ef þú segir mér aðeins frá sjálfri þér, störfum þínum innan UMFÍ núna og í gegnum tíðina. ,,Ég er borin og barnfæddur Norðfirðingur og hef lengst af átt heima í Neskaupstað, fyrir utan háskólaárin í Reykajvík og nokkur tímabil þar sem ég lagðist í ferðalög um heiminn," sagði Kristín sem er tveggja barna móðir, eiginkona, landfræðingur sem starfar hjá Náttúrustofu Austurlands, „Eins og aðrir norðfirðingar var ég á árum áður í blaki með meistaraflokki Þróttar, Ég hef afskaplega lítið starfað innan UMFÍ fram að þessu, fyrir utan kannski tímatöku í sundkeppnum hér á árum áður," sagði Kristín. Hvert er starf Umhverfisnefndarinnar? „Starfið felst fyrst og fremst í því að sinna því hlutverki umhverfisnefndar UMFÍ að endurskoða umhverfisstefnu UMFÍ, vinnan að umhverfisverkefhum og umhverfisbótum hvers konar í starfi UMFÍ og fræða almenning um umhverfi sitt," sagði Kristín. Ef þú segir mér í fáum orðum hver umhverfisstefna UMFÍ er? „Að gera fólk meðvitað um áhrif sín á umhverfi sitt og vekja með því áhuga á að ganga um landið og umhverfið með virðingu," sagði hún.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.