Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 21
Afmælisbörnin UMSB og UMSK öðru. Úthlutar úr afrekssjóði og lottó tekjum og veitir viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Þá aðstoðar það við samskipti við sveitarfélögin sé þess óskað.Við eigum 200m2 tjald sem við leigjum félögunum fyrir lítið. Og svo styrkjum við þá sem fara á ULM og sjáum um nánast allan undirbúning og kostnað fyrir þátttöku í Landsmót UMFÍ. Einnig hjálpar sambandið við stofnun nýrra félaga," sagði Valdimar Leó. Hvernig er starfsemi samband- sins háttað? „Fimm manna stjórn og þriggja manna varastjórn. Við hittumst 10 sinnum á ári til ákvarð- anatöku. Fialdnir 2-4 formannafundir og sérstakir fundir fyrir UMFÍ og ÍSÍ þingin. Birgir Ari Hilmarsson er framkvæmdastjóri í fullu starfi. Hann hefur verið i 10 ár og var áður gjaldkeri sambandsins. Það eru fá mót á okkar vegum enda eru félögin upptekin í mótum á vegum sérsam- banda ÍSÍ. Við lítum ekki á það sem okkar hlutverk að búa til verkefni og skipa félögunum fyrir heldur fylgjumst við með og hlaupum í skarðið sé þess óskað." Hvað er framundan hjá samhandinu? ,,í lok desember förum við yfir íjárhagsstöðuna og greiðum út hagnaðinn til aðildar- félaga sem sinna vel barna og ung- lingastarfi. Ársþing verður haldið í Mosfellsbæ í byrjun febrúar. Þingið er ekki lengur tveir dagar eins og var í gamla daga heldur ein kvöldstund. Það hefur mælst vel fyrir í þessu hraða nútímaþjóðfélagi. Á þinginu verða valdir afreksmenn í mörgum íþróttagreinum og afreksmaður UMSK. Við erum að láta laga merki aðildarfélaganna og gefum þau út á disklingi sem við sendum þeim öllum. í þetta verkefni fengum við styrk frá UMFÍ." Hvernig er staða ungmennafél- aganna í landinu miðað við önnur félagasamtök? „Starfsemi félaganna hefur breyst úr því að vera menningar og íþróttafélög yfir í að vera eingöngu íþróttafélög. Önnur starfsemi hefur færst yfir í sér félög. Félög UMSK eru öflug og það gerir fyrst og fremst mikill fjöldi íbúa á svæðinu. Margþætt afþreyingar- starfsemi í landinu og fólksflutningar hafa orðið til þess að mörg ung- mennafélög úti á landi hafa lokið hlutverki sínu og eru bara nafnið eitt," sagði Valdimar Leó. Hvernig skilgreinir þú þennan víðfræga ungmennafélagsanda? ,,Ætli það sé ekki bara að hafa gaman saman,“sagði hann. Ef við komum aðeins inn á Umf. Dreng og Umf. Miðneshrepps. Hvað er um að vera hjá þessum félögum? „Ungmennafélagið Dreng- ur og ungmennafélag Miðneshrepps voru tvö af fjórum stofnfélögum UMSK fyrir 80 árum. Starfsemi hjá Dreng er í lægð og hitt hætti starfsemi fyrir áratugum síðan. Þrátt fyrir það verða nöfn þeirra ávallt skráð í sögu UMSK," sagði Valdimar Leó. Hvað hafa mörg félög hætt starfsemi sinni eða sameinast og breytt um nöfn? , ,Enn hafa ekki orðið sameiningar en fimm félög hafa hætt starfsemi sinni. En Ungmenna- félag Breiðabliks breytti nafni sínu i Breiðablik íþrótta- og ungmennafélag á sínum tírna," sagði hann. Nú tólcst þú þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi og hafnaðir í 6. sæti. Hver eru þín helstu baráttumál? „Hjá mér eru styrkir til íþróttahreyf- ingarinnar efst á blaði. Ég tel að sveitarfélögin eiga að greiða framlög til íþróttafélaganna og ríkið eigi að greiða framlög til UMFÍ, ÍSÍ og sérsambanda þess. Þar sem ég hef unnið mikið með fötluðum þá set ég málefni þeirra líka á oddiirn og launamál enda sit ég i stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana," sagði pólitíkusinn Valdimar Leó. Finnst þér stjórnmálamenn og hið opinber hlúa nógu mikið að æskulýðs- og íþróttamálum í landinu? „Alls ekki. Mér finnst hið opinbera skorta allt frumkvæði hvað íþrótta- og æskulýðsmál í landinu varðar. íþróttir eru viðurkennt forvarnarstarf og þess vegna er ekki nóg að minnast á það einungis á tillidögum heldur eiga stjórnmála- menn að kynna sér reksturinn leggja fram föst framlög og fylgjast síðan með. Ég tel að íþróttafulltrúar eigi að gegna eftirlitshlutverki með rekstri þróttafélaga fyrir bæjarfélögin. Ég mun leggja lóð mitt á vogarskálarnar til að breyta þessari þróun," sagði Valdimar Leó. Er framtíðin björt hvað varðar æskulýðs- og íþróttamál í landinu? „já það efast ég ekki um. Við erum að sinna mikilvægu for- varnarstarfi og erum sífellt að bæta okkur. Staða mála er ágæt en alltaf er hægt að gera betur," sagði Valdimar Leó að lokum. 'Mér frnnst hið opinbera skorta allt frumkvæði hvað íþrótta- og æskulýðsmál í landinu varðar. íþróttir eru viðurkennt forvarnar- starf og þess vegna er ekki nóg að minnast á það einungis á tillidögum heldur eiga stjórn- málamenn að kynna sér rekst- urinn leggja fram föst framlög og fýlgjast síðan með' - Valdimar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.