Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 34
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur skrifar Umhverfisáhríf vöru - eða ævisaga gallabuxna Flest okkar hafa þann sið að bera ógrynni af misjafnlega nauðsynlegum varningi inn á heimili okkar um jólaleytið. Og mörg okkar kannast við óþægindi sem gera vart við sig eftir áramót þegar við áttum okkur betur á kostnaðinum við þetta allt saman. En fæst okkar leiða líklega hugann að þeim áhrifum sem þessi árátta hefur á umhverfið og lífsgæði komandi kynslóða. Flestar vörur sem við notum í daglegu lífi og heimilishaldi, hafa nefnilega einhver neikvæð áhrif á umhverfið. Hins vegar liggur ekki alltaf í augum uppi í hverju þessi áhrif eru fólgin eða hvar og hvenær þau koma fram. í daglegu tali um umhverfismál ber yfirleitt langmest á umræðu um úrgang. Stundum mætti jafnvel halda að umhverfisvandamál sem tengjast tiltekinni vöru byrjuðu fyrst þeg- ar varan hefur runnið skeið sitt á enda og er orðin að úrgangi, og að þess vegna sé málið líka leyst ef manni tekst að koma úrganginum í endurvinnslu. En máiið er hreint ekki svona einfalt, sem betur fer, Það eru nefnilega til miklu skemmtilegri leiðir til að leysa um- hverfisvandamál, en að sökkva sér niður í vangaveltur um úrgang og afdrif hans. Þegar rætt er um umhverfisáhrif tiltekinnar vöru, er nauðsynlegt að hafa í huga að allir hlutir eiga sér sögu. Varan sem ég er með í höndunum í dag var nefnilega framleidd einhvers staðar, jafnvel á mörgum stöðum víða um heim. í framleiðsluna þurfti hráefni og orku, og síðan þurfti að flytja vöruna á markað. Sjálfur hef ég e.t.v. valdið umhverf- inu beinum og óbeinum skaða á meðan ég var að nota vöruna, og þegar þeirri notkun lýkur er varan loks orðin að þessum marg- umrædda úrgangi. Tökum venjulegar gallabuxur sem dæmi. LMega eru gallabuxur ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við heyrum minnst á umhverfismál, en samt eru þær ekkert minna mikilvægar í því sambandi en margt annað. Og sérhveijar gallabuxur eiga sér sína sögu, sem við leiðum sjaldnast hugann að. Okkur hættir nefnilega til að líta á gallabuxur sem einangrað fyrirbæri með enga fortíð og takmarkaða ftamtíð. Venjulegar gallabuxur eru að mestu leyti gerðar úr bómull. Bómullarakrana þurfti að vökva, og til þess var ef til vill notað grunn- vatn, sem dælt var upp mun hraðar en það endurnýjaðist. Og bómuUarakrarnir þurftu líka áburð, þar á meðal áburð sem unnin var úr auðlindum sem ganga til þurrðar með tímanum. Eitthvað af þessum áburði nýttist ekki á ökrunum, heldur barst í nærliggjandi vötn og umbreytti lífríki þeirra. Síðast en ekki síst eru notuð býsn af skordýraeitri og öðrum varnarefnum í venjulegri bómullarrækt. liklega barst ekkert af þessum efnum til okkar með gallabuxunum, en þau hafa vafalítið haft víðtæk áhrif á akrinum og í nágrenni hans, og jafnvel kostað mannslíf. Á hverju ári deyja tugir eða hundruð bænda og landbúnaðarverkamanna á bómullarökrum þriðja heimsins vegna ógætilegrar notkunar eiturefna. Erá ökrunum lá leiðin í gallabuxnaverksmið- juna. Þar var notuð orka á vélar, til upphit- unar og til ljósa. Áhrifin á umhverfið gætu hafa verið mikil eða lítil, allt eftir því hvort orkan átti uppruna sinn í kolum, olíu, kjarn- orkuverum eða vatnsaflsvirkjunum. I verk- smiðjunni var líka notað vatn, og þar varð til úrgangur. Þarna voru buxurnar líka litaðar, og væntanlega hefúr töluvert af litarefnum sloppið út í umhverfið á þessu stigi. Gallabuxurnar okkar voru örugglega ekki framleiddar á íslandi, og að öllum líkindum hafa þær verið fluttar inn með skipi. Við flutninginn var notuð olia, og kannski líka bensín, þegar flutningur milli verslunarhúsa innanlands er tekinn með í reikninginn. Nú er loks komið að því að við förum í verslunarleiðangur til að kaupa margum- ræddar gallabuxur, sennilega á fjölskyldu- bílnum eins og tíðkast á íslandi, og ef til vill langa leið, til dæmis í verslunarmiðstöð f útjaðri þéttbýlisins. Þarna valda gallabux- urnar enn neikvæðum umhverfisáhrifum, í þetta sinn einkum í formi eldsneytis á bílinn. Vissulega þurfti töluvert af auðlindum til að framleiða gallabuxurnar okkar, en lMega notum við annað eins í öllum þeim þvottum sem í hönd fara. Við þvottana notum við raforku, vatn og þvottaefni, sem vissulega mengar umhverfið, sérstaklega ef við notum of mildð af því og hirðum ekki um að kaupa umhverfismerkt efni. Einn daginn kemur loks að þvi að okkur finnst gallabuxurnar vera orðnar of slitnar eða of litlar, eða þá komnar úr tísku, og þá styttist í að þær verði að úrgangi. Síðasti hluti ævi- sögunnar er sem sagt runninn upp, sá hluti sem okkur hættir oft til að einblína einum of mMð á. Staðreyndin er nefnilega sú, að lön- gu áður en við fórum í buxurnar í fyrsta sinn höfðu þær haft töluverð áhrif á umhverfið. Nú er það alls ekki ætlun min að bannfæra gallabuxur, enda hef ég hvorki vald né löngun til þess. Það er heldur ekkert sjálfsagt að betri valkostir bjóðist. Tilgangurinn með þessari gallabuxnasögu var sá einn að minna á mikilvægi þess að við skoðum hlutina í stærra samhengi en okkur er ef til vill tamt, og um leið að benda á að með því að skoða sem flestar hliðar málsins má finna fjölmörg tækifæri til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifúm. Boðskapurinn er sem sagt þessi: Með því að nýta hlutina betur, og með því að sleppa því að kaupa hluti sem við þurfum ekki á að halda, getum við gert umhverfmu miklu meira gagn en með því að flokka allan þann óþarfa sem frá okkur kemur. Þar með er þó ekki verið að draga úr mikilvægi flokkunar. Úrgangsstigið er vissulega mikilvægur kafli í ævisögu vörunnar, en með því að einblína á það og horfa fram hjá öllum hinum köflunum, erum við í svipaðri stöðu og maður sem skrifar ævisöguna sína og lætur fyrsta kaflann byrja daginn sem hann legst banaleguna. Það er betra að koma í veg fyrir að úrgangur myndist, en að fmna snjallar leiðir til að losna við úrgang sem þegar hefur myndast, eða eins og Staðardagskrárfrömuðurinn Durita Brattaberg sagði í blaðaviðtali vorið 1997: ,,Men vit slokkva bál alla tíðina heldur enn at forða fýri, at eldurin ongantíð kyknar" Stefán Gíslason, Borgarnesi Umhverfisstjórnunarfræðingur MSc Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á íslandi stefang@aknet.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.