Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 3
f Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFI: Mðrg spennandi verhefni fram undan Þing UMFI fer með æðsta vald innan samtaka okkar og leggur línurnar í starfið til tveggja ára í senn. Eftir kröftugt og starfssamt þing, sem haldið var á Egilsstöðum í október sl., er í mörg horn að líta og mörg spennandi verkefni sem bíða. Margar samþykktir voru gerðar á Egilsstöðum sem munu setja svip sinn á starfið næstu árin, ef að líkum lætun Hæst ber samþykkt þar sem stjórn UMFI er falið að hrinda í fram- kvæmd uppbyggingu nýrra aðalstöðva hreyfingarinnar í tengslum við aldarafmæli UMFI. Stefnt verði að þvíað upp- byggingunni verði lokið á 100 ára afmæli UMFI árið 2007. Efla á starf íþrótta- og tómstundabúða að Laugum í Sælings- dal og koma nýjum búðum upp að Skógum undir Eyjafjöll- um. Auk þessara verkefna bfða verkefni við framkvæmd Landsmóts í Kópavogi 2007 og á Akureyri 2009 og unglinga- landsmóta að Laugum á næsta ári og Höfn 2007. Oll þessi verkefni eru risaverkefni sem krefjast mikils undirbúnings með mörgum fórnfúsum höndum. Þingið samþykkti auk þess að koma upp vatnspóstum fyrir almenning við i'þróttamannvirki, ungmennafélagsandinn var skilgreindur í fyrsta sinn á þessu þingi, samþykkt var að hrinda af stað átaksverkefni í ruslahreinsun, vinna á að leið- beiningum um barnavernd, koma skal á Landsþingi ung- menna og hrinda skal í framkvæmd átaksverkefni til að sporna við vaxandi offitu barna. Þar að auki skorar þingið á sveitarstjórnir að standa fyrir ræktun skjólbelta í kringum i'þróttamannvirki eða leita annarra leiða til þess að hefta vind og óþarfa kælingu á æfingasvæði barna og unglinga, Ijúka skal við verkefnið Spor ungmennafélaga, koma á fót sýningarhópi í glímu, efla fþróttir aldraða og stjórn UMFI er falið að koma á happdrætti ítengslum við flokkun almennings á endur- nýtanlegu rusli í samstarfi við fleiri aðila. Ekki er allt upptalið frá þinginu en Ijóst er af framansögðu að mörg spennandi verkefni eru fram undan hjá ungmenna- félagshreyfingunni. Gleðilega hátíð. íslandi allt. B'jörn Bjarndal Jónsson Leiðtogaskólinn Ungmennafélag íslands setti Leiðtogaskólann á stofn árið 2001 til að halda utan um fræðslustarf UMFI. Hlut- verk skólans er að sjá félagsmönnum UMFI og öðrum fyrir fræðslu í félagsstarfi og stuðla að nýjungum f starfi. Leiðtogaskólinn býður upp á námskeið fyrir alla sem vilja ná betri árangri f félagsstörfum. Leiðtogaskólinn leitast við að bjóða upp á námskeið með leiðbeinendum f fremstu röð. Umsjónarmaður skólans erValdimar Gunnarsson, landsfulltrúi UMFI. 7. leiðtogaþjálfunarnámskeiðið á vegum skólans verð- ur haldið dagana 24.-26. febrúar að Laugum í Dalasýslu. Aðsókn að þessum námskeiðum hefur verið mjög góð fram að þessu og er því afar brýnt fyrir þá sem hafa áhuga að sækja um hið fyrsta. Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á forystu í félagsstarfi eða í atvinnulífinu. Farið verður m.a. yfir fund- arstörf og fundarstjórnun, framkomuþjálfun (ræðu- mennsku), leiðtogafræðslu, samskipti við fjölmiðla, þjálfun fyrir viðtöl í fjölmiðlum, greinaskrif í fjölmiðla og ýmsar æfingar sem stuðla geta að leiðtogahæfni. Umsögn þátttakanda: Alda Pálsdóttir; framkvæmdastjóri HSH, sótti síðasta námskeið sem haldið var á Hvanneyri. Hún segist hafa haft mjög gott af því að sækja námskeið í skólanum, lært fullt af atriðum sem nýttust henni, bæði í starfi og sem einstaklingi. „Þess/ skóli er lofsvert framtak UMFI og sniðið að stjórn- armönnum og og framkvæmdastjórum. Mér fmnst að það ætti eiginlega að vera skylda að sækja þennan skóla, ætli maður sér að starfa í þessum félagsgeira. Eg er alveg viss um að maður verður sterkari einstaklingur eftir að hafa sótt þetta námskeið," sagði Alda Pálsdóttir; framkvæmdastjóri HSH. SKINFAXI - gefið út samfleytt siðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.