Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 28
Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum: Efla sjálfstraust, samvinnu og tillitssemi Ungmennafélag Islands fór af stað með Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í Dalasýslu í byrjun þessa árs. Þær eru ætlaðar ungmennurm á aldrin- um 14-15 ára, í 9. bekk, sem dvelja munu að Laugum frá mánudegi til föstudags. Ætlunin að starfrækja Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum í um 30 vikur á vetri hverjum, frá september fram í maí. Forstöðumaður búðanna er Bjarni Gunnarsson. Samstarfsaðilar um Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum eru Ungmennafélag Islands, sveitarfélagið Dala- byggð og fleiri. Ennfremur mun faglegt samstarf verða við tómstundabraut Kennaraháskóla Islands. Allar nánari upplýs- ingar um búðirnar og dvöl þar eru veittar á skrifstofu UMFI. Undirbúningur að stofnun Ungmenna- og tómstunda- búða að Laugum stóð hátt á annað ár Ungmenna- og tóm- stundabúðirnar eru hugsaðar sem þriggja ára tilraunaverkefni í samstarfi við ýmsa aðila sem koma að málum barna og unglinga á Islandi. A undirbúningstímanum var leitað til fjöl- margra aðila sem hafa sterkan faglegan bakgrunn í i'þrótta- og tómstundamálum ungs fólks og reynslu í að undirbúa verkefni sem þetta. Að málum komu meðal annarra fagfólk úr íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum sveitarfélaga og íþrótta- og æskulýðsfélaga, forsvarsmenn tómstundabrautar KHI og fleiri. Ungmenna- og tómstundabúðirnar að Laugum eru rekn- ar í anda hugmyndafræði UMFI. Markmið Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum er að vera leiðandi í rekstri ungmenna- og tómstundabúða á Islandi. Að efla sjálfstraust, samvinnu og tillitssemi. Að hvetja til sjálfstæðra vinnubragða. Að kynnast heimavistarlífi. Að fræðast um söguslóðir. Að kynna landið og nánasta umhverfi. Að læra að vera þátttak- andi í félagsstörfum í anda UMFI. Að fræðast um mikilvægi forvarna. Að kynna ábyrg fjármál. Að vinna markvisst gegn einelti. Að fræðast um mikilvægi hollra lifnaðarhátta og kynn- ast jaðaríþróttum. Ennfremur er lögð áhersla á tómstundir sem lífsstíl og sem mikilvægan þátt í forvarnastarfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðs- starfi hefur mikilvægt forvarnagildi. Rík áhersla er lögð á að námið nýtist þegar heim er komið þannig að þátttakendur geti stofnað eða starfrækt nemendafélög og eða aðra félagstengda starfsemi. Bryddað er upp á þeirri nýjung að kenna þátttakendum grundvallaratriði í stjórnun einkafjármála á lifandi og skemmtilegan hátt. A námskeiðunum verður farið í að kynna fyrir unglingunum mikilvægi þess að fara vel með peninga, mikilvægi þess að huga að skipulagningu fjármála og eyða ekki um efni fram heldur reyna að leggja fyrir; þó að um smáar upphæðir sé að ræða. Dalasýsla er eitt helsta sögusvæði Islands. Nemendur í Ungmenna- og tómstundabúðunum að Laugum heimsækja bæ Eiríks rauða að Eiríksstöðum í Haukadal. Þar gefst þeim INFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.