Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 10
Halldóra Guðjónsdóttir og Unnur Jónsdóttir á ungmennaviku í Noregi:
Við lögðum af stað þann 3.júní síðastliðinn. Ferðinni var heitið í
nágrenni Bergen í Noregi til að taka þátt í ungmennaviku NSU með
fleiri ungmennum frá Norðurlöndunum. Við komum á áfangastaðinn það
sama kvöld.Aðsetur okkar, á meðan á dvöl okkar stóð, var eins konar
félagsheimili 4 H rétt hjá Bergen. Um kvöldið fengum við upplýsinga-
möppu með dagskrá vikunnar og einnig kom þar fram í hvaða herbergi
okkur hafði verið plantað, með hverjum, og hvaða verkefni íbúar hvers
herbergis þurftu að Ijúka við á hverjum degi, t.d. að þrífa, matreiða o.fl.
Fyrsta dag vikunnar var mannskapnum skipt í tvo
hópa. Annar hópurinn lærði þjóðdansa en hinn eldaði þjóð-
legan hádegisverð. Eftir hádegi skiptu hóparnir um viðfangs-
efni. Það var fróðlegt að kynnast matnum sem var öðruvísi
en við eigum að venjast hér á landi, einnig var gaman að
læra þjóðdansana og maður kynntist krökkunum vel í gegn-
um dansinn. Þó hefði verið betra ef við hefðum skilið fyrir-
mælin en við klóruðum okkur í gegnum dansinn og teljum
að við höfum ekki verið neinir eftirbátar hinna við þessa
iðju. Um kvöldið var svokallað þemakvöld sem gekk aðallega
út á það að kynnast viðhorfum hverrar þjóðar til hinna
þjóðanna.
Annan daginn smurðum við okkur nestispakka og
héldum af stað út á hið stóra haf þar sem við stunduðum
sjóstangaveiði fram eftir degi. Þar þurftum við nú ekki að fá
sérstaka kennslu og Islendingarnir veiddu samtals flesta fisk-
ana þótt við værum mun færri en þátttakendurnir frá hinum
þjóðunum. Þó verður að minnast á að Dönum virðist ekki
vera ætlað að stunda sjóinn því að þeir urðu allir sjóveikir
áður þeim tókst að byrja veiðarnar. Einnig er vert að minn-
ast á það að við vorum einu þáttakendurnir sem treystu sér
til að verka aflann.
Þegar á land var komið fórum við f lítinn kofa þar sem
kveikt var í kolunum og afli dagsins grillaður; bæði í heilu lagi
og settur í súpu, og í lokin grilluðum við brauð á priki.
Smakkaðist það allvel. Eftir þetta héldu allir heimleiðis saddir
og sælir og um kvöldið skelltum við okkur á kanó.
A þriðja degi vikunnar fengum við leiðsögn um
Bergen sem nýttist okkur heldur lítið þar sem hún fór fram á
hraðri norsku. Eftir leiðsögn þessa fengum við frjálsan tíma í
Bergen, sem við nýttum aðallega til að kynna okkur norska
verslunarhætti. Þá um kvöldið var annað þemakvöld vikunn-
ar haldið og gekk það út á að láta okkur kynnast betur með
hinum og þessum leikjum, t.d. fengum við gums í poka og
áttum að gera listaverk með sögu úr því (humm... það var
fróðlegt).
A fjórða degi fengum við að leika lausum hala og
meðal annars fórum við í blak, rerum á kanó og reyndum
að fiska. Reyndartókum við þátt ítveimur stuttum nám-
skeiðum og var annað um skyndihjálp, þar sem við fengum
m.a. að blása í Önnu (dúkkuna). Seinna námskeiðið var til að
fræða okkur um hvað ráðlegt væri að setja í bakpokann sinn
áður en lagt er í fjallgöngu. Um kvöldið var svo heljarinnar
grillveisla þar sem okkur bauðst margt hnossgætið.Vert að
vekja athygli á því að svo virðist sem Norðmenn séu nýbúnir
að uppgötva kartöflusalatið.
SKINFAXI - timarit Ungmennafélags íslands