Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 16
Fimleikadeild Fjölnis stækkar jafnt og þétt:
„Við erum stolt nf dronori ohhar fólhs“
Aðventumót fimleikadeildar Ármanns fór
fram fyrstu helgi í aðventu. Alls voru rúmlega
240 stúlkur frá fimleikadeildum á Reykjavi1<ur-
svæðinu, frá Keflavi'k.Vestmannaeyjum og
Akureyri, skráðar til leiks. Keppt var í 4., 5. og
6. þrepi íslenska fimleikastigans. Mótið var
aldursflokkaskipt. Einnig var keppendum skipt í
flokka eftir árangri á mótum FSI. Á mótinu mátti sjá
mörg glæsileg tilþrif og Ijóst að fimleikar eiga bjarta framtíð á
Islandi ef þessar ungu stúlkur halda áfram að æfa sig af sama
kappi og þær hafa augljóslega gert að undanförnu.
Á aðventumótinu unnu Fjölnisstúlkur til sex verðlauna.
Hrönn Kristín Angantýsdóttir varð í fyrsta sæti í 6. þrepi 8
ára með 34.550 stig. Margrét Ásta Bjarnadóttir sigraði í 6.
þrepi 9 ára með 35.600 stig og í 6. þrepi 10 ára lenti Sunna
Björg Ármannsdóttir í þriðja sæti með 32.300 stig. Sylvfa
Björgvinsdóttir varð í öðru sæti í 4. þrepi 12 ára með
27.500 stig.Vilborg Edda Kristjánsdóttir varð í öðru sæti í 5.
þrepi 8 ára með 33.950 stig og loks varð Sara Kristín
Þorleifsdóttir í fyrsta sæti í 5. þrepi 10 ára með 32.100 stig.
Á haustmóti Fimleikasambands Islands, sem haldið var í
Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði, tóku I I stelpur úr Kl þátt í 5.
þrepi íslenska fimleikastigans. Margrét Unnur Jóhannesdóttir
hafnaði þar í öðru sæti í fjölþraut í sínum aldurshópi og varð
hún því fyrsta Fjölnisstelpan sem komst á pall á FSI-móti í
áhaldafimleikum. Allir keppendurnir stópu sig með prýði og
voru margar af okkar stelpum í efstu sætum í einstökum
áhöldum.
320 krakkar æfa fimleika
Nú æfa að jafnaði um 320 stúlkur og drengir fimleika hjá
Fjölni. I haust tókst að eyða löngum biðlista en hann mynd-
ast jafnharðan aftur. Fimm ár eru frá því að fimleikadeildin
var stofnuð og hefur hún stækkað mun hraðar en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona í upphafi. Nú er svo komið að
skorður eru settar á frekari fjölgun iðkenda vegna húsnæðis-
eklu. Áhöld deildarinnar eru góð en það er deginum Ijósara
að finna verður fimleikunum annað og betra húsnæði á
næstu árum. Innan fimleikadeildar Fjölnis er unnið frábært og
óeigingjarnt starf og því óhætt að segja að framtíðin sé
björt.
„Við getum ekki annað en verið stolt af árangri okkar
fólks á mótunum í vetur Fimleikadeildin er ung að árum og
miðað við það eru keppendur frá okkur að standa sig mjög
vel.Við getum alveg sagt að við erum komin upp að hlið
stærri félaganna hvað yngri þrepin varðar Það er bjart fram
undan en þó er slæmt að geta ekki tekið alla inn sem þess
hafa óskað. Það getum við hreinlega ekki vegna skorts á
betra og stærra húsnæði. Það eru um 50 á biðlista og það
er hringt í mig daglega og óskað eftir að komast að. Því mið-
ur er ekki hægt að taka alla inn og það stoppar enn frekari
framgang fimleikanna innan Fjölnis ef við komust ekki í
stærra húsnæði fyrr en síðar Annars er þjálfarahópurinn
mjög góður og stjórnin vinnur mjög gott starf,” sagði
Guðrún Sveinbjörnsdóttip yfirþjálfari fimleikadeildar Fjölnis, í
samtali við Skinfaxa.
augar í Dalasýslu
eru ákjósanlegur staður fyrir minni og stærri hópa,
fyrirtæki, stofnanir og félagahópa til að halda árshátíðir, ráðstefnur
og til hvataferða. Laugar eru einnig tilvalinn staður til æfingaferða
fyrir íþróttafélög og margt fleira. Gisting og önnur aðstaða við allra
hæfi. Upplýsingar í símum 434-1600/861-2660 eða á www.umfi.is
*
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands
!