Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2005, Side 21

Skinfaxi - 01.11.2005, Side 21
mönnum að bæta samskiptin og heimasíðu samtakanna. Samtökin halda tvo stjórnarfundi á ári og allir aðilar eiga rétt á stjórnarsetu þannig að stjórnin er mjög stór. Samheldnin einstaklega góð og vinna gengur mjög vel íyrir sig. NSU stendur ennfremur fyrir ýmsum viðburðum, ungmennavikum leiðtogaskólanum, 4 H-leikum annað hvert ár sem eru öllum opnir en þó aðallega þátttakendum frá þessum samtökum. Þess má geta að ungmennavika verður haldin hér á landi næsta suman" segir Anna. Anna segir að ein meginástæða þess að flytja skrifstofuna til Kaupmannahafnar hafi verið að fá starfsmann í hálft starf og komast nær hugsanlegum tekjumiðlum. Sótt var um stóran styrk til Evrópu- sambandsins sem fékkst og mun breyta mörgurí starfseminni. NSU var stofnað 1946 og fagna samtökin 60 ára afmæli sínu á næsta ári. Þess má fróðleiks að UMFI gekk í samtökin árið I Lögð er áhersla á að í stjórn NSU stjórnarmenn frá aðildarsamtökunum ákvarðanatökur séu auðveldar Anna R. kom að þessum samtökum 1998 en þ; Björn B. Jónsson við formennsku. Arið var haldin hér á landi stór ungmennavika, & ungdom, með 2000 þátttakendum, Anna í undirbúningsnefnd þeirrar hátíðar var Anna kosin formaður NSU. Hún segir spennandi að vinna fyrir þessi samtök sem eru að eflast til muna eins og raun ber vitni. Það mætti draga þá ályktun af þessu að þú sért mikil félagsvera? „Já, við getum alveg sagt það, mér finnst óhemju gaman að vinna með fólki, fyrir fólk, og vera með fólki.” - Hvaða framtíð sérðu í samtökum á borð við NSU? „Við munum beita okkur sem samtök sem gefa ungu fólki tækifæri til að umgangast jafnaldra sína á Norðurlönd- um.Við munum efla leiðtogamenntunina en við höfum nú þegar orðið vör við góðan árangur í því starfi. Það unga fólk er að skila sér inn í stjórnina sem er afar jákvætt vegna þess að aldurinn í stjórn þessara ungmennasamtaka var framan af frekar hár Það kom mér á óvart, þegar ég tók til starfa þarna, hvað lítið var þar af ungu fólki. Þetta er mikið að breytast og nú er orðin mjög skemmtileg blanda af ungu og eldra fólki. Það þarf alltaf að fara hinn gullna meðalveg í þessum efnum sem öðrum. Ég sé þessi samtök eflast sem byggja á leiðtogaþjálfun og síðan er meiningin að fara út í stjórnendafræðslu þannig að þetta verði meira samskipta- miðill ungs fólks á marga vísu,” segir Anna. ^spron GARÐUR SKINFAXI - gefið út samfleytt síðan 1909 j|j

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.