Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 25
liðnum fellur byggingarréttur að heilsurækt og laug aftur til Kópavogsbæjar I fimmta áfanga er fyrirhugað að hafnar verði fram- kvæmdir við framhaldsskóla sem mun verða staðsettur að Vallakór 14. Forsendur þess að framhaldsskóli verði reistur eru háðar samningum við ríkið. Náist ekki samkomulag við ríkisvaldið um uppbyggingu framhaldsskóla á svæðinu, eru aðilar samt sem áður skuldbundnir til þess að uppfylla önnur ákvæði samnings þessa. I sjötta áfanga framkvæmda mun Knattspyrnuakademía Islands reisa og bera kostnað af byggingu verslunar- og þjón- ustumannvirkja o.fl. aðVallakór 10.1 framkvæmdum felst að byggð verði verslunar- og þjónustumannvirki, bilakjallari, gisti- heimili og ibúðir, sbr gildandi deiliskipulag. Þarna mun rísa miðstöð fyrir heilsueflingu og rannsóknir þar sem sérfræð- ingar á sviði íþrótta, læknisfræði, sjúkraþjálfunar, næringar og lýðheilsu munu hafa aðstöðu. Umrædd mannvirki verða í eigu Knattspyrnuakademíu Islands Áætlað er að framkvæmdir við 6. áfahga muni hefjast á árinu 2006 og þeim Ijúki á árinu 2008. Gildistími Samningurinn er til 25 ára og tekur jafnframt til rekstrar mannvirkjanna. Kópavogsbær skuldbindur sig til að leigja tfma í íþróttahúsi akademíunnar fyrir skólai'þróttir í nærliggjandi hverfum og undir starfsemi íþróttafélaga á svæðinu seinni part dags og um helgar Þá mun Knattspyrnuakademían leigja tíma í knatthúsi bæjarins undir starfsemi sína. Að samnings- tíma loknum öðlast aðilar gagnkvæman forkaupsrétt á þeim mannvirkjum sem þeir leigja. Skipuð verður rekstrarstjórn sem annast daglegan rekstur i'þróttamiðstöðvarinnar í heild sinni. Stjórnin verður skipuð fjórum fulltrúum og skal hvor aðili skipa tvo fulltrúa. Aðilar vinna nú markvisst að því að framhaldsskóli komi á svæðið og í því sambandi hefur verið leitað samvinnu við rfkisvaldið/einkaaðila um byggingu framhaldsskóla sem bjóði upp á námsbrautir er tengjast markmiðum verkefnisins. Landsmót í Kópavogi 2007 Eins og komið hefur fram í fréttum verður 25. Lands- mót UMFÍ haldið í Kópavogi 5 - 8. júlí 2007. Þess má geta að Ungmennafélag Islands heldur upp á 100 ára afmæli sitt 2007. UMSK hefur einu sinni áður haldið Landsmót UMFI en það var í Mosfellsbæ 1990. I Landsmótsnefndinni 2007 sitja: Gunnar I. Birgisson, formaðun Þórður Guðmundsson, varaformaður Jón Finnbogason, gjaldkeri.Valdimar L. Friðriksson, Ester jónsdóttir, Björn B. Jónsson, Anna R. Möllen Sæmundur Runólfsson og Omar Geir Þorgeirsson. SKINFAXI - gefið út samfleytt síðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.