Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 30
r Iþróttamiöstöðin Brattahlíð á Patreksfirði formlega vígð: Formleg vígsla i'þróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar á Patreksfirði fór fram 10. desember Það var árið 2002 sem ákveðið var að ráðast í byggingu þessa mannvirkis en fram- kvæmdir hófust síðan af fullum krafti ári si'ðar Skólasund hefur farið fram í sundlauginni í haust og þegar i'þróttahúsið sjálft var tilbúið fyrir stuttu var i'þróttamönnum ekki til set- unnar boðið. Sundlaugin er 25 metra löng og íþróttasalurinn er 900 fermetrar, með löglegum körfuboltavelli. „Það er gríðarleg lyftistöng að fá þetta mannvirki í gagnið. Þetta er glæsi/egt mannvirki í alla staði og þeir segja sem koma hingað að þetta sé með flottari íþróttamiðstöðvum sem þeir hafa séð. Húsið er skemmtilega staðsett, hátt í hlíðinni, og fyrir vikið verður útsýnið frá sundlauginni einstakt yfir fjörðinn og i bæinn. Sundlaugin er hituð upp með svonefndri fjarvarmaveitu frá Orkubúinu. Það var gríðarlega mikil tilhlökkun meðal bæjar- búa að taka þetta mannvirki í notkun og fólk er búið að bíða lengi eftir þessari stund. Gömul sundlaug var fyrir á staðnum, byggð árið 1946, og verður lögð af með tilkomu nýju sundlaug- arínnar," sagði Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri ÍVestur- byggð, í samtali við Skinfaxa, í tilefni opnunar Brattahlíðar á dögunum. Veiðikortið: Jólagjöf veiðimannsins Veiðikortið er komið út aftur en í fyrra var það gefið út í fyrsta skiptið og gekk vel. Margir keyptu kortið og veiddu víða um land í vötnum landsins.Við heyrðum aðeins í Ingimundi Bergssyni fyrir fáum dögum rétt eftir að kortið kom út. „Já, við ákváðum að vera með Veiðikortið 2006 klárt fyrir jólin þannig að veiðimenn geti nú sett veiðileyf á við- ráðanlegu verði á óskalistann. Salan hefur farið vel af stað og nú þegar hafa margir keypt kortið til að gefa vinum og vandamönnum. Einnig hentar það mjög vel að skipuleggja sumarið yfir vetrarmánuðina auk þess sem hægt er að fara í dorgveiði á mörgum stöðum," sagði Ingimundur - Þetta gekk vel fyrir ári síðan og þið eruð að bæta við veiðivötnum? „ Við erum mjög ánægðir með nýju vötnin. Þingvallavatn hefur til að mynda veríð eitt vinsælasta veiðivatn landsins. Hraunsfjörður er mjög vaxandi veiðisvæði og þar veiðist sjóbleikja, sjóbirtingur og lax. Ljósavatn er kærkomið fyrir Norðlendinga, og er t.d. ekki nema rúmlega hálftíma akstur þangað frá Akureyri. Þingvallavatnið í landi þjóðgarðsins kemur mjög sterkt inn. Einnig má benda á að Þingvalla- nefnd hefur stórbætt aðstöðu við vatnið með nýju aðgerðar- húsi fyrir veiðimenn og einnig verður komið upp flotbryggju við Vatnskotið til að auðvelda fótluðum aðgengi að vatninu," sagði Ingimundur í lokin. i ?0 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.