Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 13
Íþróttaakademían í Reykjanesbæ: ffiSf Ænrlfjt Íþróttaakademían vígð með formlegum hætti Íþróttaakademían í Reykjanesbæ var vígð með formlegum hætti I. desember sl. Fjöldi manns var viðstaddur vígsluna en kennslan við akademíuna hófst reyndar í haust. Mikill fjöldi sótti um skólavist og Ijóst er að þessi stofnun nýtur mikilla vinsælda.Við vígsluna voru fluttar margar ræður og stofnuninni færðar gjafir. Skóflustunga að akademíunni var tekin fyrir rösku ári og gengu framkvæmdir að óskum. Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, er fram- kvæmdastjóri íþróttaakademíunnar, og Hrannar Hólm for- maður stjórnar. Meðal þeirra sem fluttu ávörp var Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, en hann átti fyrstur hugmyndina að stofnun akademfunnar Guðfinna Bjarnadóttin rektor Háskól- ans í Reykjavík, lýsti mikilli ánægju með íþróttaakademíuna en námið á háskólastigi er í samstarfi við HR. Björn Bjarndal Jónsson, formaður UMFI, flutti einnig ávarp og óskaði aka- demíunni velfarnaðar í framtíðinni. Séra Olafur Oddur Jóns- son, sóknarprestur í Keflavik, blessaði húsið. Tilgangur Iþróttaakademíunnar er að sinna fræðslu á sviði íþrótta, heilsu og símenntunar og annarri starfsemi sem tengist málefninu. Markmið stofnunarinnar er að starfa í þágu almenningsheilla og skal öllum hagnaði stofnunarinnar þ.m.t. uppsöfnuðum hagnaði í formi eignamyndunar einungis ráð- stafað í þágu þess markmiðs.Tilgangi eða markmiði stofnun- arinnar um að starfa í þágu almenningsheilla má ekki breyta. Þann 10. nóvember 2004 var gengið frá stofnun sjálfs- eignarstofnunar um Iþróttaakademíuna. Stofnendur Iþrótta- akademíunnar eru Reykjanesbær; Sparisjóðurinn í Keflavik, Eignarhaldsfélag Suðurnesja, Sjóvá-Almennar og Islandsbanki. I fulltrúaráði er gert ráð fyrir fulltrúum 16 félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana sem tengjast íþróttum og heilsueflingu. Þá er unnið að skipun sérstaks ráðgjafaráðs þar sem þjóð- kunnir einstaklingar og fræðimenn á sviði i'þrótta, heilsuefl- ingar og viðskipta munu eiga sæti. Gott samstarf hefur náðst við Háskólann í Reykjavik og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Afurðin er nám í íþróttafræði til B.Ed. gráðu og afreksbraut til stúdentsprófs. Iþróttaaka- demían hefur einnig gert samning við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum um þjónustu við fjarnámsnemendur sem stunda háskólanám í gegnum MSS. Hjá Íþróttaakademíunni er boðið upp á fjölbreytt nám í íþróttafræðum en um er að ræða nýja og spennandi náms- möguleika fyrir breiðan hóp fagfólks sem vinnur að því að mennta börn og unglinga, efla þroska þeirra, heilsu og velferð. Björn B.Jónsson, formaður UMFI, flutti ávarp við vígsluna. Hann sést hér með Ge/r Sveinssyni, framkvæmdastjóra. Náminu er ætlað að höfða bæði til þeirra sem vilja afla sér kennsluréttinda og vinna innan skólakerfisins og til þeirra sem vilja vinna að velferð barna og ungmenna í samfélaginu, svo sem í félags- og heilbrigðisþjónustu. Áhersla er lögð á blöndu af bóklegu námi og starfsþjálfun og samstarfi við aðra skóla. Veturinn 2005-2006 verður meðal annars boðið upp á íþróttafræði sem er grunnnám fyrir verðandi íþróttakennara á háskólastigi, í samvinnu við Háskólann í Reykjavils, afreks- braut til stúdentsprófs sem er samstarfsverkefni við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, endurmenntun fyrir starfandi i'þróttakennara og annað fagfólk og nám með vinnu. Iþróttaakademían mun einnig rækja þjónustu við fjar- námsnemendur sem stunda háskólanám í gegnum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. „Þetta fer Ijómandi vel af stað en starfsemin er ekki ennþá komin á fullt skrið. Við gerum okkur vonir um að það muni hún gera upp úr áramótunum. Við erum mjög ánægðir með það hvernig starfsemin fer af stað," sagði Geir Sveinsson, fram- kvæmdastjóri íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ, í samtali við Skinfaxa, við vígsluna á dögunum. Geir sagði um 140 nemendur vera að nýta sér akademí- una í einshvers konar námi og átti hann þá við framhalds-, háskóla- og fjarnám. Umsóknir um skólavist voru langt umfram væntingar í haust og sóttu um 85 nemendur á háskólanámið en 35 voru teknir inn. Umframeftirspurn var einnig inn á nám á afreksbrautinni. Almennt séð hefði skólinn fengið frábærar viðtökur; að sögn Geirs. - Má því segja að margir hafi beðið eftir því að akademí- an hafi verið sett á laggirnar? „Það má segja að mörgu leyti hafi það verið. Þessi stofnun á eftir að dafna enn frekar þegar fram í sækir og við erum bara bjartsýnir á framhaldið," sagði Geir Sveinsson. SKINFAXI - gefið út samfleytt síöan 1909 II

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.