Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 15
Tillögur samþykhtar. i sambandsþingi UMFI Þórir sæmdur heiðursfélagakrossi Þórir Jónsson, fyrrum formaður Ungmenna- félags Islands, var sæmdur heiðursfélaga- krossi UMFI á sam- bandsþinginu á Egils- stöðum. Þórir er vel að þessum heiðri kominn enda á hann að baki frábært starf fyrir ung- mennahreyfinguna í landinu. Þórir er níundi einstaklingurinn sem sæmdur er heiðurskrossi UMFI. Hinir átta eru Eirikur J. Eiríksson, 1971, Sigurður Greipsson, 1971, Skúli Þorsteinsson, 1972, Þorsteinn Einarsson, 1982, Guðjón Ingimundarson, 1987, Hafsteinn Þorvaldsson, 1987, Sigurður Geirdal, 1993, og Pálmi S. Gíslason, 1997. Askurinn féll Haraldi í skaut Það hefur verið áralöng hefð á sambandsþing- um Ungmennafélags Islands að velja mat- mann þingsins. Þessi eftirsótta nafnbót kom að þessu sinni í hlut Skagfirðingsins Haralds Þórs Jóhannssonar en hann er betur þekkur sem Halli í Enni. Haraldur tók við viðurkenningunni á loka- degi þingsins á Egilsstöðum. Hún er forkunnarfagur, glæsilega útskorinn askur Þess má geta að Sigurbjörn Gunnarsson frá Keflavik var valinn matmaður á þinginu á Sauðárkróki fyrir tveimur árum. HSV hlaut h vatn i ngarverð lau n i n Hvatningarverðlaun Ungmennafélags Islands voru veitt í fyrsta skipti á sambandsþinginu á Egilsstöðum. I hófi á laugardagskvöldinu voru Héraðssambandi Vest- firðinga (HSV) veitt um- rædd hvatningarverð- laun fyrir velheppnað átak í auknu félagsstarfi tengdu getraunastarfi. Framganga HSV er til fyrirmyndar og ætti að vera öðrum sambandsaðilum hvatning til að nýta þá möguleika sem í getraunastarfi felast. Alls mættu 84 þingfulltrúar. 49 einstaklingar tóku til máls og fluttu 141 ávarp á þinginu. Hér koma nokkrar samþykktir sem voru gerðar en alls lágu 49 mál fyrir fundinum. 44. sambandsþing UMFÍ, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum.felur stjórn UMFÍ að hrinda í framkvæmd uppbygg- ingu nýrra aðalstöðva hreyfingarinnar. Stefnt verði að því að uppbyggingunni verði lokið á 100 ára afmæli UMFÍ árið 2007. Þingið samþykkir jafnframt að fela stjórn að gera kostnaðar- áætlun og frumdrög að teikningum sem lögð verða fyrir for- mannafund UMFÍ til samþykktar. 44. sambandsþing UMFÍ, haldið 22 - 23. október 2005 á Egils- stöðum, felur stjórn UMFÍ, í samvinnu við ungmennaráð, að standa fyrir Landsþingi ungmenna frá öllum aðildarfélögum UMFÍ. 44. sambandsþing UMFÍ, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum, felur stjórn að koma á átaksverkefni vegna vaxandi offitu barna. Leitað verði samstarfs við aðra aðila er vinna að sambærilegum verkefnum. 44. sambandsþing UMFÍ, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum.felur stjórn UMFI að vinna að því með sveitarstjórn- um um land allt, í samvinnu við íþrótta- og ungmennafélögin, að koma upp vatnspóstum til almenningsnota við íþrótta- svæði. 44. sambandsþing UMFÍ, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum, hvetur stjórn UMFÍ til að vinna með Félagi áhuga- fólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) að möguleikum í heilsurækt eldri borgara. 44. sambandsþing UMFl, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum.felur stjórn að byggja upp Útilífs- og listabúðir fyrir 8. bekk grunnskólanna, í anda UMFÍ, að Skógum undir Eyja- fjöllum, í samstarfi við sveitarstjórn Rangárþings eystra og menntamálaráðuneytið. 44. sambandsþing UMFÍ, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum, skorar á sambandsaðila að koma á laggirnar ung- mennaráðum og fá þannig sjónarmið ungs fólks inn í starfið. 44. sambandsþing UMFI, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum, skorar á stjórn UMFÍ að útvega fjármagn til að ráða fleiri svæðisfulltrúa til starfa á landsbyggðinni. Samþykkt ályktun: 44. sambandsþing UMFÍ, haldið 22.-23. október 2005 á Egils- stöðum, skorar á þar til bær yfirvöld að tryggja staðsetningu Reykjavíkurflugvallar íVatnsmýrinni um alla framtíð. SKINFAXI - gefiö út samfleytt síðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.