Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 24
Skrifað undir samninga: Heilsu-, íþróttn- 09 frœðasetur í Kópavogi Kópavogsbær og Knattspyrnu- akademía íslands hafa skrifað undir samning um uppbyggingu og rekstur heilsu-, íþrótta- og fræðaseturs viðVallakór í Kópavogi. Framkvæmdir hefjast strax í upphafi næsta árs. Samningurinn, sem var undirritaður 28. nóvember af full- trúum bæjarstjórnar Kópavogs og forsvarsmönnum Knatt- spyrnuakademíunnan kveður á um deilda eignaraðild að uppbyggingu i'þrótta- og fræðasetursins. Hann byggir á svo- kölluðu PPP-samningsformi (Private-Public-Partnership) en eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða samstarfsverk- efni á milli opinbers aðila og einkafyrirtækis sem er gagn- kvæmt. I fréttatilkynningu á heimasíðu Kópavogsbæjar segir að samningur þessi sé gerður í framhaldi af viljayfirlýsingu aðila frá 14. apríl sl., um uppbyggingu og rekstur íþrótta- og þjón- ustumannvirkja á íþróttasvæði við Vallakór í Kópavogi. Samn- ingur þessi tekur til framkvæmda, uppbyggingu mannvirkja, úthlutunar lóða og greiðslu gjalda. Markmið samningsins er að koma á fót íþróttaaðstöðu sem þjóna muni starfsemí Knattspyrnuakademíunnar jafnframt því að veita íbúum hver- fisins alla nauðsynlega þjónustu á sviði íþrótta og tómstunda. Samningssvæðið fyrir Heilsu-, i'þrótta- og fræðasetur í Kórum (Hörðuvöllum), þ.e.Vallakór 10, 12 og 14, var samþykkt í skipulagsnefnd þann 5. júlí 2005 og bæjarstjórn Kópavogsbæjar þann 19. júlí 2005. Fullkomin aðstaða Gert er ráð fyrir 3 útivöllum fyrir knattspyrnu (68 x 105 m hver), knatthúsi (yfirbyggður knatt- spyrnuvöllur 68 x 105 m) með 20 m lofthæð og stúku fyrir 2—4 þúsund áhorfendur sem gefur m.a. möguleika fyrir frjálsar íþróttir o.fl., íþróttahúsi á 1-2 hæð- um auk kjallara (keppnissalun búningsaðstaða, skrifstofur, Ii1<amsræktarstöð ásamt sundlaug). Þá er gert ráð fyrir fram- haldsskóla á svæðinu, byggingu sem er áætluð á þremur hæðum auk kjallara. Jafnframt er gert ráð fyrir 3ja hæða verslunar-, þjónustu- og heilsumiðstöð aðVallakór I0. í aust- urhluta er gert ráð fyrir 9 hæða byggingu fyrir gistiheimili og íbúðir. Undir byggingunni er gert ráð fyrir bilastæðakjallara. A Frá undirritun samningsins. Mynd: ©2005-Kópavogspósturinn. Framkvæmdum verður skipt í sex áfanga I fyrsta áfanga framkvæmda mun Kópavogsbær annast upp- byggingu og bera kostnað af gerð fjölnota íþróttahúss (knatthúss), með fullbúnum keppnisvelli ásamt 6 búningsklef- um. Byggingarmagn og stærð ræðst af skipulagsskilmálum. Kópavogsbær stefnir að því að uppbygging mannvirkis verði framkvæmd í alútboði. Aætlað er að framkvæmdir við byggingu fjölnotahús muni hefjast snemma á árinu 2006 og þeim Ijúki á árinu 2007. I öðrum áfanga framkvæmda mun Knattspyrnu- akademía Islands annast uppbyggingu og bera kostnað af gerð íþróttahús (45 x 30 m) með 6 búningsklefum. Aætlað er að framkvæmdir við byggingu i'þróttahúss muni hefjast á árinu 2006 og þeim Ijúki á árinu 2008. I þriðja áfanga framkvæmda mun Kópavogsbær annast uppbyggingu og bera kostnað af gerð i'þróttavalla og útisvæða (knattspyrnuvellir) í sam- ræmi við gildandi deiliskipulag. Áætlað er að fram- kvæmdir við grasvelli og umhverfi þeirra muni hefjast á árinu 2007 og þeim Ijúki á árinu 2008. I fjórða áfanga framkvæmda mun Knattspyrnuakademía íslands, samhliða uppbyggingu á íþróttahúsi, annast uppbygg- ingu og bera kostnað af gerð heilsuræktarstöðvar með sundlaug (12,5 x 8 m) og pottum, ásamt aðstöðu fyrir akademíuna. Aætlað er að framkvæmdir í 4. áfanga muni hefjast á árinu 2007 og þeim Ijúki á árinu 2008. Heimilt er að fresta uppbyggingu á heilsuræktarstöð með laug og pott- um um 5 ár.Verði framkvæmdir ekki hafnar að þeim tíma SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.