Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 27
- Af frásögn þinni að dæma hafa ungmennafélögin unnið geysilega mikið verk á þessu sviði. ,,Það er alveg Ijóst að ungmennafélögin hafa verið driffjöðrin í þessum framkvæmdum. Það vantaði vettvang fyrir félagslífið á þessum tíma og ungmennafélögin sýndu mikið þor og áræðni með þessu framtaki. Kvenfélög, búnaðarfélög og önnur minni félög voru stundum með í leiknum en ungmennafélögin voru samt alltaf stærsti aðilinn. Þau lögðu fram sjálfboðavinnuna og þaðan kom vinnukrafturinn. Sveitarfélögin lögðu oft og tíðum til fjármagn en það var öðru fremur samtakamáttur og sjálfboða- vinna ungmennafélaganna sem skiþti alveg sköpum í þessu öllu saman," sagði Jón. Jón sagðist hafa farið í kringum landið í sumar og skoðað hvert einasta hús sem hann vissi að hefði verið til, reyndi að finna rústir og þau sem hefðu horfið. Hann vann þannig að hann teiknaði hvert einasta hús, mældi flatarmálið og tók af þeim myndir frá öllum hliðum. Það eru til 1200 myndir af þessum húsum hjá UMFI sem tók um 24 sólarhringa að vinna. „Ég var með lítið tjald með mér og gisti þar sem ég var á hverjum stað. Eg byrjaði svo á morgnana þegar sólin kom upp og vann þangað til að hún settist en þá var ekki lengur hægt að mynda. Þetta var geysilega skemmtileg vinna. Eg kynntist mörgu fólki og það voru allir boðnir og búnir að hjálpa mér og lýstu ennfremur yfir mikilli ánægju yfir að þetta verk skyldi vera unnið. Sums staðar eru húsin horfm eða að renna sitt skeið til loka en fólkið vildi gjarnan að saga þeirra yrði skráð. Á bak við hvert einasta hús liggur mikil vinna, samtakamáttur, gleði og skemmtun. Það var undantekningarlaust sagði gamla fólkið.ja, þarna voru haldin böll og þar dansaði ég þegar ég var ungur. Það glaðnaði yfir öllum sem rifjuðu upp minningarnar. Þarna fékk fólkið vettvang fyrir félagslíf og skemmtun sem það hafði ekki áður. Ungmennafélögin sköpuðu þennan vettvang. “ - Saga margra þessara húsa hlýtur í sumum tilfellum að vera stórmerkileg? „Hún er stórmerkileg, hvert eitt og einasta hús á merkilega sögu að baki. Eg kemst ekki yfir að skrá hana alla, reyni þó að taka hana saman þó að ég setji ekki allt í lokaverkefnið mitt. Allt verður samt sett niður á blað og geysilega margt sem kemur upp úr kafmu, “ sagði Jón. Kirkjuhvoll á Kirkjubæjarklaustri er einn af 27 bröggum sem ungmennafélögin reistu á sínum tíma og notuðu sem félagsheimili. Hann var byggður á árunum 1949-1954 og var sá veglegasti þeirra og sd eini sem enn er I notkun. Upphaflegir eigendur voru m.a. fjögur ungmennafélög en nú er húsið alfarið I eigu Skaftárhrepps. Félagslundur I Caulverjabæjarhreppi var fyrsta félagsheimili landsins sem byggt var samkvæmt hinum nýju félagsheimilalögum, vígður árið 1947. Hann var stækkaður og endurbyggður árin 1978-1983 og er nú 546 fermetrar. Hann er að jöfnu í eigu Umf Samhygðar og sveitarfélagsins og kvenfélagið á einnig hlut i húsinu. SKINFAXI - gefið út samfleytt síðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.