Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 5
Ritstjóraspjall — Jón Kristján Sigurðsson:
Nýjii drið tími nýrra tœkifœra
Árið 2005 er að renna í aldanna skaut en það hefur fyrir
marga hluta sakir verið viðburðaríkt hjá Ungmennafélagi
Islands. Árið hófst með rekstri ungmenna- og tómstunda-
búðanna að Laugum í Dalasýslu. Búðirnar standa grunnskóla-
nemendum í 9. bekk til boða og er
óhætt að segja að þeim hefur verið tek-
ið opnum örmum.Vegna kennaraverk-
falls haustið 2004 var óvíst hvort tækist
að opna búðirnar í tæka tíð. Það tókst
um síðir og voru búðirnar reknar með
glæsibrag fram á vorið.
I haust hófst starfsemin af krafti og
hafa skráningar verið með ágætum og
Ijóst að aðsóknin verður góð á þessu
skólaári. Það má alveg Ijóst vera að þörf
var fyrir tómstundabúðir fyrir þennan
aldursflokk og ríkir almenn ánægja á meðal nemenda og
skólayfirvalda með starfsemina sem í boði er að Laugum.
Lögð hefur verið á það þung áhersla að á Laugum starfi gott
fólk með góða reynslu og menntun sem snýr að störfum
með ungu fólki. Það er mikill metnaður innan UMFI til að
dvölin að Laugum verði nemendum sem ánægjulegust, efli
þá á allan máta og þeir minnist dvalarinnar með hlýjum hug.
UMFI hefur á stefnuskrá sinni að efla þátt tómstundabúð-
anna á næstu misserum og verður um tilkynnt það þegar
nær dregur
44. sambandsþing UMFI var haldið á Egilsstöðum í októ-
ber og sóttu það hátt í 100 þingfulltrúar. Meðal tillagna, sem
samþykktar voru á þinginu, var að sambandsþingið felur
stjórn UMFI að hrinda íframkvæmd uppbyggingu nýrra aðal-
stöðva hreyfingarinnar. Stefnt verði að því að uppbygging-
unni verði lokið á 100 ára afmæli UMFI árið 2007. Þingið
samþykkti jafnframt að fela stjórn að gera kostnaðaráætlun
og frumdrög að teikningum sem lögð verða fyrir formanna-
fund UMFI til samþykktar
Fjölmargar aðrar áhugaverðar
tillögur voru samþykktar á þinginu og
af störfum þingsins að dæma er nýja
árið, sem senn rennur í garð, tími
nýrra tíma og tækifæra innan ung-
mennafélagshreyfingarinnar. Það eru
spennandi tímar fram undan.
Einn af stærstu viðburðum UMFI
á þessu ári var Unglingalandsmótið í
Vík. Það tókst í alla staði framúrskar-
andi vel og var framkvæmdaaðilum og
heimamönnum ÍVi1< til sóma.
Unglingalandsmótin leika orðið stórt hlutverk innan
UMFI og eru eitt af flaggskipum hreyfingarinnan Mótin eru
kjörinn vettvangur fyrir fjölskylduna til að koma saman og
verja verslunarmannahelginni saman í hollu umhverfi.
Hafinn er undirbúningur fyrir næsta unglingalandsmót
sem verður haldið á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. I sumar
var tekin í notkun glæsileg sundlaug þar og byggð verður
fyrsta flokks frjálsi'þróttaaðstaða. Laugar hafa upp á allt að
bjóða og er hægt að fara hlakka til mótsins þar um næstu
verslunarmannahelgi. Umhverfið og náttúran eru einstök á
Laugum og staðurinn á sér mikla sögu.
Skinfaxi óskar ungmennafélögum sem og lands-
mönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Ritstjóri:
Jón Kristján Sigurðsson.
Abyrgðarmaður:
Björn B.Jónsson, formaður UMFÍ.
Ljósmyndir:
Jón Kristján Sigurðsson, Sigurjón
Ragnar o.fl.
Umbrot og hönnun:
Orn Guðnason / Indígó ehf.
Prentun:
Prentmet.
Prófarkalestur:
Helgi Magnússon.
Auglýsingar:
PSN-samskipti og Gunnar Bender.
Ritnefnd:
Anna R. Möller, Sigurlaug Ragnars-
dóttir, Birgir Gunnlaugsson og
Ester Jónsdóttir.
Skrifstofa:
Þjónustumiðstöð UMFl, Fellsmúla
26, 108 Reykjavík, sími 568-2929
Netfang / heimasíða:
umfi@umfi.is www.umfl.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson framkv.stj.,
Valdimar Gunnarsson landsfulltrúi,
Ómar Bragi Stefánsson landsfull-
trúi með aðsetur á Sauðárkróki,
Ingi Þór Agústsson svæðisfulltrúi,
Hafdís Rafnsdóttir ritari,
Þóra Kristinsdóttir bókhald,
Jón Kristján Sigurðsson ritstjóri
Skinfaxa / kynningar- og
upplýsingafulltrúi,
Svava Björnsdóttir verkefnisstjóri
Blátt áfram.
Stjórn UMFÍ:
formaður: Björn B.Jónsson,
varaform.: Helga G. Guðjónsdóttir,
gjaldkeri: Björn Ármann Ólafsson,
ritari: Ásdís Helga Bjarnadóttir,
meðstjórnendur.-Anna R. Möller,
Hringur Hreinsson, Einar Jón
Geirsson, varastjórn: Jóhann
Tryggvason, Haraldur Þór
Jóhannsson, Einar Haraldsson,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir.
Forsíðumynd:
GuðjónValur Sigurðsson ásamt
frænda sínum Einari Marteini
Einarssyni.