Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 23
f #
Nýbygging Iþrótta- og sýningarhallarinnar tekin í notkun:
Nýbygging Iþrótta- og sýningarhallarinnar í Laugardal var
formlega tekin í notkun á dögunum, að viðstöddum fjölda
gesta. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri opnaði form-
lega nýja Laugardalshöll og sagði við það tækifæri að ákaf-
lega vel hefði til tekist að byggja við Laugardalshöllina, mann-
virki sem allir landsmenn þekktu. Bygging hússins hófst í júní
2003 og gengu framkvæmdir samkvæmt áætlun. Nokkur
ávörp voru flutt við opnunina og var samdóma álit ræðu-
manna að verkið hefði heppnast vel og allir gætu verið
stoltir af þessu stórkostlega mannvirki. Með opnun þess má
segja að möguleikarnir séu endalausir og að langþráður
draumur frjálsi'þróttamanna sé loksins orðinn að veruleika.
Iþrótta- og sýningarhöllin er fjölnota i'þrótta- og sýningar-
hús, alls um 16.000 fermetrar Með tilkomu 9.800 fermetra
nýbyggingar býður Laugardalshöll eina fullkomnustu aðstöðu
á Islandi fyrir i'þróttakeppnir; sýningarhald, ráðstefnun fundi,
tónleika, árshátíðir og ýmsa mannfagnaði.
Með nýbyggingu Laugardalshallar sem er björt og rúm-
góð, er í fyrsta sinn hægt að bjóða fullkomið fjölnota sýning-
arsvæði innandyra. Nýi salurinn er um 5.000 fermetran sér-
hannaður fyrir frjálsi'þróttaæfingar og keppni auk sýninga. Þar
verður einnig hægt stunda körfuknattleik, blak og skólaleik-
fimi. I eldri salnum verða stundaðar margvíslegar íþróttir en
hann rúmar allt að 6.000 tónleikagesti.
Öll aðkoma að nýja salnum er mjög þægileg en hönnun
byggingarinnar gerir notendum kleift að koma stórum hlut-
um fyrir innandyra. Lýsing og hljóðhönnun leyfa afar fjöl-
breytta notkun en draga má fýrir glugga og myrkva salinn
með einu handtaki. Nýi salurinn rúmar allt að 10 þúsund
manns á tónleikum eða viðli"ka viðburðum.
Góð veitingaaðstaða er fyrir stóra og smærri hópa þar
sem reiða má fram morgunverð, hádegisverð og veitingar í
lok funda. Ný frambygging og góð bílastæði auðvelda
aðkomu gesta að Laugardalshöll.
Iþrótta- og sýningahöllin hf. á og annast allan rekstur Laug-
ardalshallar Að hlutafélaginu standa Reykjavikurborg og Sam-
tök iðnaðarins. Framkvæmdastjóri er Jónas Kristinsson. Hönn-
un nýbyggingarinnar var í höndumTark teiknistofunnar ehf. og
VST verkfræðistofu hf. Iþróttabúnaður erfrá MONDO.
.XI - gefi
fið ut samfleytt síöan 1909
23