Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 22
Ungmennafélagi í nærmynd - Engilbert Olgeirsson: Fullt nafn: Engilbert Olgeirsson. Fæðingarstaður: Selfoss. Heimili: Nefsholt í Holtum í Rangárþingi ytra. Maki og börn: Rán Jósepsdóttir hjúkrunar- fræðingun Eg á tvö börn, Karen 10 ára og Olgeir Otra sem fæddist í byrjun september á þessu ári. Aldur: 39 ára, en er mun yngri í anda! Starf: Framkvæmdastjóri HSK og er íþróttakennari að mennt. Bifreið: Skoda Superb árgerð 2005. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt, bæði hryggur og læri. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi, drekk of mikið af því. Besti prentmiðillinn: Morgunblaðið og Sunn- lenska fréttablaðið. Besti Ijósvakamiðillinn: Ríkissjónvarpið og Sýn á meistaradeildarkvöldum. Uppáhaldssjónvarps- þættir: Iþróttaþættir og gott íslenskt sjónvarpsefni, s.s. Sjálfstætt fólk, Spaug- stofan og Ut og suður Uppáhaldssjónvarps- maður: Gísli Einarsson, hann er álíka mikill sveita- maður og ég. Besta íslenska bíómynd sem þú hefur séð: Ekkert slær enn út myndina „Með allt á hreinu”. Besta erlenda bíómynd sem þú hefur séð: Erfitt Engilbert gekk á Hvannadalshnjúk í vor. að segja, en nefni Braveheart og Dances with Wolves. Besti leikari íslenskur: Enginn sérstakur í uppáhaldi, en Gi'sli Halldórsson heitinn er trúlega sá besti frá upp- hafi. Besti leikari erlendur: Sean Connery. Uppáhaldstegund tón- listar: Er alæta á tónlist. Hef verið í karlakór undan- farin ár og kórsöngur er í uppáhaldi. Uppáhaldssöngvari: Enginn sérstakur en meðal góðra söngvara að mínu skapi eru Eros Ramazzotti, Andrea Bocelli og Egill Olafsson. Efti r m i n n i legasta augnablikið: Fæðing barna minna. Fyrirmynd: Lífsglatt og dugandi fólk. Fleygustu orð: „Súpiði nú á farsældinni" hefði hún amma mín sagt við slíkri spurningu! Ahugamál: Fjölskyldan, íþróttin félagsmál, stjórnmál, útivist, fjallaferðir og vera í góðra vina hópi. Hvers gætirðu síst verið án: Góðrar heilsu. Hvað tækirðu með þér á eyðieyju: Allar helstu nauðsynjar Hvað er ómissandi: Góða skapið. Fallegasti staður á íslandi: Jökulgil á Land- mannaafrétti. Minnisstæðasta atvik frá Landsmóti: Sigur boðhlaupssveitar HSK í 4x100 og 1000 m hlaupi á landsmótinu í Mosfellsbæ 1990, en ég var einn af meðlimum sveitarinnarTími sveitarinnar í 1000 metra boðhlaupinu var landsmóts- met og bæting um tæpar tvær sekúndur Ef þú ynnir milljón í happadrætti: Leggja fé í fyrirtækið Hellis- menn ehf. sem rekur ferða- þjónustu við Landmanna- helli á Landmannaafrétti. Þetta er auglýsingl! Hvað gleður þig mest: Eg er nú yfirleitt glaður Utan stunda með fjölskyldu og vinum mætti nefna góð úrslit bæði í i'þróttum og stjórnmálum. Hvaða íslenskur íþróttamaður stendur fremstur í dag: Eiður Smári Guðjohnsen. Besti íþróttamaður í heimi: Hver sá sem stend- ur fremstur í sinni grein. Það er ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka: Þessu er vandsvarað, en ætli ég nefni ekki alheimsdrottn- ingarnar íslensku. Mottó í framtíðinni: Hlakka til morgundagsins og vakna síðan glaður og hress. 11 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands ■

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.