Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 11
k * Á fimmta degi vikunnar var lagt af stað snemma með rútu til Voss. Það ferðalag tekur um einn og hálfan tíma og á leiðinni eru 36 veggöng! I Voss skoðuðum við magnþrungið gljúfur þar sem kraftur vatnsins sést vel. Svo héldum við af stað í heilmikla fjallgöngu upp á eitt af hærri fjöllum í Noregi sem heitir Lonahorgi og er 1411 m hátt.Við fengum að ráða hvort við færum einungis smáspöl upp eftir fjallinu eða alla leið á tindinn.Við völdum að sjálfsögðu að fara alla leið. Leiðin upp var einstaklega erfið því að hitinn var gífurlegur og við fundum hvernig hörundið brann í sólarljósinu. Því miður þurft- um við að vera komnar á tindinn fyrir ákveð- inn tíma þannig að við urðum að drífa okkur til að komast alla leið. Þegar við nálguðumst tindinn lá leið okkar yfir stórar snjóbreiður sem var bæði vont og gott því að erfitt var að ganga yfir þær en gott að geta kælt sig niður Útsýnið bæði á leiðinni og af tindinum var magnað og þegar upp var komið sáum við niður í dali og þorp og ótal marga fjallatinda allt í kringum okkur Þó að við værum þreyttar eftir þetta ferðalag vorum við sælar og glaðar með árangurinn. Þessi fjallganga mun seint líða okkur úr minni. Þegar niður kom fengum við að fara í sturtu og eftir það var okkur boðið í þjóðlega kjötkássu. Svo var haldið heim á nýjan leik. Á lokadegi hinnar skipulögðu dagskrár var unnið í hópum í þemaverkefni um Norðurlöndin.Verkefnið fólst í því að ákveða hvernig við myndum skapa nýtt þjóðriki úr öllum Norðurlöndunum, t.d. finna tungumál, fána, höfuðborg o.fl. Um kvöldið var okkur boðið til brúðkaupsveislu þar sem hver fékk úthlutað sínu hlutverki, t.d. að vera frænka brúðar- innar eða móðir brúðgumans, og einnig áttum við að búa okkur sjálf til veisluklæðnað, stúlkurnar úr litlum efnisstranga og drengirnir úr ruslapokum og dagblöðum. Útkoman úr þessu fór langt fram úr væntingum. Svo fengum við dýrlegar veitingar og allir skemmtu sér konunglega fram eftir nóttu. Hinum allra síðasta degi eyddum við íað pakka, skoða sædýrasafn og bíða á flugvöllum. Vikan var öll mjög spennandi og skemmtileg upplifun, þar sem við lærðum margt nýtt og kynntumst mörgum fjörugum krökkum. Einnig áttuðum við okkur betur á því hversu mikilvægt það er að kunna að minnsta kosti eitt annað norrænt tungumál. Við vonumst til að við höfum vakið áhuga krakkanna frá hinum þjóðunum á Islandi og íslenskri menningu. Þó virtust þau ekki ýkja hrifin af harðfiskinum sem við buðum þeim upp á og leggjum við til að á næsta ári verði þeim boðið í veglegt þorrablót með hákarli og öllu tilheyrandi. Við þökkum innilega fyrir okkur og vonum að fleiri Islendingar taki þátt á næsta ári. ®Almenna 1 wZOv verkfræðistofan www.almenna.is ySODB /mAWÁi\ w 9.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ SKINFAXI - gefið út samfleytt síðan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.