Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 29
kostur á að kynnast sögu Islands á lifandi og fræðandi hátt. Jafnframt að kynnast daglegu lífi eins og það var fyrir um þúsund árum. Að læra um söguna á söguslóð gefur nem- endum einstakt tækifæri til að dýpka skilning sinn á sögu Islands, lifnaðarháttum og samfélagi fornmanna. Aðstaðan að Laugum er einstök og kjörin fyrir tóm- stundastarfsemi en þangað er rúmlega eins og hálfs tíma akstur frá Reykjavík eftir að Brattabrekka var malbikuð. Oll mannvirki að Laugum og aðstaða eru sem sniðin fyrir starf- semi Ungmenna- og tómstundabúðanna en þar var áður heimavistarskóli. Á staðnum eru nýleg 25 metra útisundlaug, heitir pottar og fullbúið íþróttahús. Umhverfið er frábært í alla staði til útivistar og margar gönguleiðir standa til boða í nágrenninu. Dvölin í búðunum frá mánudegi til föstudags kostar 10.000 kn Einnig hefur verið boðið upp á hálfa viku þegar því hefur verið komið við. I haust hafa ýmsir félagahópar og félagasamtök nýtt sér aðstöðuna að Laugum um helgar til fundahalda og ýmissa uppákoma. Hefur þetta mælst afar vel fyrir enda aðstaðan góð, sem áður var sagt, svo að ekki sé minnst á umhverfið sjálft sem er einstakt. Allar nánari upplýsingar um búðirnar og þá aðstöðu sem í boði er má fá í þjónustumiðstöð UMFI í síma 568-2929 og hjá forstöðumanni í síma 861 -2660 og 434-1600. Einnig á www.umfi/laugar.is. Góð aðsókn að búðunum í vetur „Við erum himinlifandi yfir hvernig þetta hefur gengið til þessa og horfurnar fyrir þennan vetur eru mjög góðar. Það hefur verið mjög góð aðsókn að búðunum núna í haust og skráningar eru góðar eftir áramótin og fram á vorið. Það er enn möguleikí fyrir skóla að komast að í vetur en annars má segj'a að nýtingin sé mjög góð. Það er brýnt fyrir skóla að panta dvöl með góðum fyrirvara en þó nokkuð er um það að skólar séu nú þegar að panta fyrir næsta vetur. Það hefur ennfremur færst í aukana að félagahópar komi hingað og verji tímanum saman um helgar. Við bjóðum upp á möguleika á því og viðbrögðin hafa verið góð. Stefnt er að því að efla þennan valkost í framtíðinni enda er aðstaðan hér góð svo ekki sé talað um umhverfið sjálft," segir Bjarni Gunnarsson, forstöðumaður ungmenna- og tóm- stundabúðanna að Laugum í Sælingsdal. - Hvað hefur komið þér og starfsfólki helst á óvart til þessa? „Það hefur vakið athygli og komið okkur hvað mest á óvart hvað unglingarnir eru fljót- ir að aðlagast því að vera ekki með leikja- tölvu og farsíma uppi alla daga. Það er ekki vandamál þegar upp er staðið enda við- fangsefnin næg hér í búðunum. Hingað hafa komið til dvalar einstaklega góðir krakkar og það hefur verið sérlega gaman og uppörv- andi að vinna með þeim. Það er ekki nokkur spurning að þessar búðir eru komnar til að vera,"sagði Bjarni Gunnarsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.