Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 18
Fjölmiðlamótið í knattspyrnu: Hið árlega fjölmiðla- mót í knattspyrnu, sem Blaðamannafélag Islands hefur veg og vanda af, var haldið í Fífunni í Kópavogi 13. nóvember sl. Skinfaxi sendi lið til mótsins í fyrsta sinn og hafnaði í fjórða sæti en alls tóku níu fjölmiðlar þátt í mótinu að þessu sinni. Skinfaxi, sem lék í B-riðli, tapaði fyrsta leiknum fyrir Fróða, 3-1, en vann síðan stórsigur á tímaritinu Grapewine, 5-0, þar sem lið Skinfaxa fór hreinlega á kostum. I síðasta leiknum í riðlinum gerði Skinfaxi jafn- tefli, 2-2, gegn RÚV. Að lokinni riðlakeppninni var Ijóst að Skinfaxi var kominn í undanúrslit auk Fréttablaðsins, Sýnar og Fróða. Skinfaxi mætti Frétta- blaðinu og beið lægri hlut, I -0, eftir jafna og spennandi viðureign. Skinfaxi átti síst minna í leiknum gegn mjög sterku liði Fréttablaðsins og fóru nokkur mjög góð marktækifæri í súginn. Þar með var Ijóst að Skinfaxi mætti Fróða í leik um bronsið en Fróði tapaði fyrir Sýn, 2-1, í undanúrslit- um. Það var ekkert gefið eftir í leiknum við Fróða og sóttu leikmenn Skinfaxa á köflum án afláts. Allt kom fyrír ekki og fagnaði Fróði sigri í leiknum, I -0. Fram- ganga Skinfaxa var framar vonum en liðin, sem tóku þátt, voru flest mjög sterk og sum þeirra höfðu á að skipa leikmönnum sem leika í efstu deild hér á landi. Fréttablaðið hrósaði sigri á mótinu eftir sigur; 2-1, gegn Sýn í úrslitaleik. Lið Skinfaxa í fjölmiðlamótinu. Efri röð frá vinstri: IngvarJúlíus Bender, Finnur Bogi Hannes- son, Gunnar Bender, Valdimar Gunnarsson, Pétur Bjarni Guðmundsson. Neðri röð: Guðjón Hálfdán- arson, Páll Guðmundsson, Jón Kristján Sigurðsson og Sverrir Guðmundsson. (Á myndina vantar Magnús Jón Helgason). SKILTAPRENTUN 0G MERKINGAR Hf prtntannn okk* gttm mpkm»prtnton á Imnim og piaggotari til merkinga Híort sca það et merkmg i bíid fiulmngatnlí. gluggí i verslm ti» litíll ItmaiJi, pa hofum vid tskin og taknína trl ad lefia vorfcd Merkingar | .þréttahasum og í rþróttivelti Merkjum gél! iþróttahása med sliwerkum augljjinguii Veggspjdiil og jhlti i tótboltavilli hilua vid gáda ríyflslB í ad hanna og gera mm Mni utwmm íióflOdiwmwwi mnmuflNwwiðifniR VEROLAUNAGRIPIR 0G HÖNNUN Hónnuia og baaleidua verðlaunagripi fyriréll tzkilærí. lókun ad okkur ad hanna lógt og dnnur tákn fyrir fyrírtski og atburðí. Alfasteínn ehf fRW RúCKTO Mtr löngarðar, IS - 720 Borgarfjöröur eystri Sfmi/tel: 470 2000, Fax: 470 2005 alfastilnn@aira5telnn.ls www.alfasteinn.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.