Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 33
hans Bjössa fékk hann stundum að skjótast inn fyrir og ef einhverjar frúr jesúsuðu sig og sögðu: „Almáttugur, Björn, það er köttur i búð- inni,“ þá voru það einhverjar konur úr öðrum hverfum sem þekktu ekki Gutta og Bjössi kaupmaður sagði ævinlega: „Hvað, þetta er bara hann Gutti sem er í heimsókn." En mamma sagði þá með svolitlu stolti: „Komdu, Gutti minn.Við erum að fara heim.“ Og Gutti þramm- aði út eins og hann væri með kórónu á höfðinu, enda var hann nú kóngur í hverfinu. Svo elskaði hann að fara í bíl, en fékk það svo sjaldan að það var best að láta lítið fara fyrir sér þarna í aftursætinu. Mamma var að leita að stæði í Þingholtunum þegar rúðuþurrk- urnar fóru allt í einu að standa á sér. Eg er svo aldeilis hissa, hugsaði hún. Það er bara allt að snjóa í kaf. Eg verð aldeilis að flýta mér svo að ég festi nú ekki bílinn. Nei, þarna er stæði, mikið svakalega er ég heppin. Svo snaraðist hún út úr bílnum og fór að athuga þurrkurnar. Gutti notaði tækifærið, laumaðist út og brátt var svarti feld- urinn orðinn hvítur af snjó. Mamma læsti bíln- um og tók stefnuna niður Laugaveg. Á eftir henni læddist hvítur snjóköttur. Það var orðið aldimmt þegar mamma hafði lokið við að versla. Hún hafði meðal annars keypt jólasokk með góðgæti í handa Gutta og hálsband með endurskinsrákum og glitrandi steinum. Þegar hún var komin langleiðina að bílnum mundi hún að eiginlega hafði hún ætlað að kaupa bjöllu á hálsbandið, en nú var of seint að muna eftir því. Kertapakkana fyrir ömmu-langömmu hafði hún rekist á fyrir hreina tilviljun og hún hafði fengið allt annað sem vantaði og dálítið meira... Gutti hafði allan tímann haldið sig í mátulegri fjarlægð, beðið og skimað og tekist að láta mömmu ekki verða vara við sig. Hann vissi ósköp vel að hann átti ekki að elta svona en hann gat bara ekki að þessu gert. „Hann heldur að hann sé hundur," sagði Millý einhvern tíma þegar mamma var þreytt á þessum eltingaleik í kettinum. Nú hlakkaði hann til að komast inn i bílinn og hlýja sér á loppunum sem voru orðnar ískaldar. Koma svo heim og fá að borða fisk, skrúfur eða kalkúna- mauk úr dós. Svo skeði það versta í lífi Gutta fram til þessa, því að hann var ekki vondu vanur. Hann var ekki nógu fljótur að gefa sig fram. Mamma var komin inn í bílinn, skellti hurðinni og ók af stað. A gang- stéttinni með snjóinn upp á maga stóð Gutti og starði á eftir mömmu og bilnum. Mömmu varð litið í baksýnisspegilinn um leið og hún flýtti sér af stað. „Rosalega er þessi líkur honum Gutta,“ sagði hún við sjálfa sig. „Ég myndi bara halda að þetta væri hann ef ég vissi ekki betur." Svo einbeitti hún sér að akstrinum og komst heilu og höldnu heim.Jóla- húsið tók á móti henni með Ijósi í öllum gluggum og inni var öll fjöl- skyldan í miklu jólastuði. Jólalögin ómuðu um allt á neðri hæðinni þegar mamma var farin að sjóða hangikjötið. Niður stigann heyrðist líka að verið var að lesa jólakveðjurnar í útvarpinu.Allt var eins og það átti að vera. Eða hvað? „Hvar getur hann Gutti verið?" spurði Millý pabba og mömmu, ábyggilega í tuttugasta sinn. „Hann skilar sér, kötturinn," sagði pabbi. „Ætli hann sé ekki ein- hvers staðar að leika jólaköttinn?" Millý fór eina ferðina út að kalla. Hvergi sást hreyfing. Hvergi sást í svartan kött í snjónum. Millý fór tárvot að hátta. Hvar var Gutti? Og í öllum þessum snjó. Hann var ekki vanur að vera svona lengi úti í einu og alls ekki í kulda. Hún fór með bænirnar sínar og bað Guð um að láta nú Gutta koma fljótt heim. Það var hræðilegt ef hann væri týndur á jólunum. Nei, það gat nú ekki verið. Gutti hafði aldrei týnst og var búinn að vera hjá þeim síðan hann var pínulitill kettlingur. Hann þekkti hverfið sitt eins og skottið á sér. Gutti gat ekki hafa villst. En kannski hafði eitthvað komið fyrir hann, verið ekið á hann og ekki hirt um að láta vita þó að hann væri vel merktur með nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Loks miskunnaði svefninn sig yfir Millý en ekki svaf hún rótt. Hugurinn hennar var alla nóttina að leita að Gutta i draumalandinu. Mamma, pabbi, Hanna móðursystir og Anna litla voru öll að drekka kakó i eldhúsinu á aðfangadagsmorgun þegar Millý kom æðandi fram: „Er hann kominn?" spurði hún með öndina í hálsinum. Mamma hristi höfuðið döpur á svip. Pabbi sagði: „Hann kemur. Hann er óvitlaus, hann Gutti.“ „Ég sagði alltaf að hann ætti að heita Bjáni,” heyrðist nú frá Alla sem kom og hlassaði sér við borðshornið. „Kakó og rjómi, maður, svona á lífið að vera,“ sagði hann ánægður. „Þú getur sjálfur verið bjáni,“ snökti Millý. „Já, skamm, Gutti góður. Millý ekki gráta,“ sagði Hanna móðursystir og fékk sjálf tár ( augun. Þegar Anna litla sá það beygði hún líka af. „Glætan, maður, er það nú aðfanga- dagsmorgun, allir vælandi," sagði Alli. „Ég skal rölta hérna um hverfið og kalla. En ég kalla ekki hátt. Maður getur nú ekki orðið sér alveg til skammar i góðmennskunni þó að það séu að koma jól.“ „Takk,“ sagði Millý og saug uppi í nefið. „Þetta var fallegt af þér.Alli minn,“ sagði pabbi. Alia hafði ekkert orðið ágengt í göngu- og kallferð sinni. En hann hafði hitt stelpu úr næstu götu, sem hann var búinn að vera dálitið spenntur fýrir, en aldrei þorað almennilega að tala við, þó að hún væri í sama skóla og hann. Lovísa, en það hét stelpan, hafði verið úti að labba með hundinn sinn, hann Herkúles, og spurt hvað Alli væri að hvísla yfir garðagrindverkin.Alli hafði orðið eldrauður í framan og fundið hvernig sauð á eyrunum á honum, en sagt henni eins og var. Lovísa varð þá ekkert smáhrifin og bauðst til að hjálpa honum að leita. Svo rauk hún inn með Herkúles og hljóp svo kallandi inn í alla garða með Alla á hælunum. Því miður urðu þau ekkert vör við Gutta, en Lovísa hafði gefiðAlla símanúmerið sitt og fengið hans og látið hann lofa sér að hringja undir eins og Gutti fýndist. Svo hafði hún spurt hvort hann væri ekki til í að koma í bíó milli jóla og nýárs. Alli varð því alsæll og hafði góða lyst á jólamatnum.Amma-langamma reyndi að fitja upp á skemmtilegu umræðuefni við Millý og Onnu litlu en Millý var með grátstafinn í kverkunum og lystarlaus. Hanna og Anna voru með allan hugann við pakkahrúguna undir jólatrénu. Mamma hugsaði án afláts um Gutta. Henni fannst svo leiðinlegt að hann skyldi hafa horfið svona.Allt einu brá fyrir ( hugskoti hennar mynd af snævi þöktum ketti sitjandi á gangstétt í Þingholtunum. Gat það verið? Hafði hann verið í bílnum og elt hana svo án þess að hún tæki eftir? Gutta gat hafa tekist það. Hann var enginn venjulegur köttur. Hún kallaði myndina aftur og aftur fram i hugann. Kötturinn hafði minnt hana svo á Gutta og hún mundi að í speglinum hafði hann virst stara á eftir henni. Hún var orðin alveg viss.Allt stemmdi, tíminn þegar Gutti hvarf, opinn bíllinn og hvað eina. „Millý," sagði mamma. „Við förum á eftir og keyrum um Þing- holtin. Ég veit að hann hefur villst." Svo sagði hún fjölskyldunni frá því hvað hana grunaði. „Ætlarðu að fara áður en við opnum pakkana?" spurðu Lillý ogAlli. „Mér finnst frábært af mömmu þinni að ætla að fara að leita," sagði núTóti sem aldrei var margmáll. Hann ræskti sig og hélt áfram: „Við getum farið á báðum bílunum.“ „Þá fer ég með,“ sagði amma-langamma ákveðin. Svo fóru allir að SKINFAXI - gefið út samfleytt síöan 1909

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.