Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 12
Fjölskyldan á fjallið: Á dögunum voru dregnir út þátttakendur í Fjölskyldan á fjallið sem er landsverkefni UMFI og er liður í verkefninu Göngum um ísland Góð þátttaka var í verkefninu í sumar vítt og breitt um landið og nýtur það æ meiri vinsælda með hverju árinu. Edda útgáfa gaf vinningshöfum bókina Islensk fjöll eftir Ara Trausta Guðmundsson og Pétur Þorleifsson sem kom út í sumar. Að auki fengu hinir heppnu glæsilega yfirhöfn frá 66° norður. Þátttakendurnir sem dregnir voru út, voru JóhannesTTorfason frá Borgarnesi en hann gekk áVarmalækjarmúla, Guðjón R Hafsteinsson frá Skagaströnd en hann gekk á Spákonufell, og loks Þorbjörn Jensson úr Reykjavík en hann skráði nafn sitt eftir göngu á Hjörleifshöfða.Verðlaunahafarnir tóku við viðurkenningunni í þjón- ustumiðstöð UMFI í byrjun desember Verðlaunahafarnir og fulltrúar þeirra voru á einu máli um að þetta verkefni væri mjög áhugavert. Um holla hreyfingu væri að ræða og tilvalið tækifæri gæfist til samveru fyrir fjölskylduna. Þorbjörn Jensson, sem flestir þekkja úr starfi landsliðsþjálfara í handknattleik til margra ára, sagðist einungis hafa gengið á Hjörleifs- höfða í sumar „Eg ætla að ganga á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlunin er að takast á við fleiri fjöll í Mýrdalnum og upp af Álftaveri. Það var sérlega gaman að ganga á Hjörleifshöfðann I sumar, veðrið var gott og útsýnið ein- stakt" sagði Þorbjörn Jensson. Torfi Jóhannesson, sambandsstjóri UMSB, tók við verðlaununum fyrir hönd sonar síns, Jóhannesar, sem gekk með foreldrum sínum á Varmalækjarmúla. „Þetta var eina fjallið sem fjölskyldan gekk á í sumar en við höfð- um áður gengið á Varmalækjarmúla. Það er mikill áhugi á fjallgöngum og hreyfingu almennt á okkar svæði," sagði Torfi. Guðjón R Hafsteinsson, níu ára, frá Skagaströnd, sagðist hafa gengið á Spákonufell í sumar. „Þetta var skemmtilegt en ég gekk á fjallið með vini mínum og iþróttakennaranum," sagði Guðjón. Hann sagðist vel vera til í það að ganga á fleiri fjöll í framtíðinni. h Frá vinstri eru Þorbjörn Jensson, Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFI, Guðjón P. Hafsteinsson og Jóhannes í fang- inu á pabba sínum, Torfa Jóhannessyni. Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFI og er liður í verkefn- inu Göngum um Island. Settir voru upp póstkassar með gestabók- um á rúmlega 20 fjöll vi'ðs vegar um landið. Flest þessara fjalla eiga það sameiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar I verkefnisstjórn sitja Ásdís Helga Bjarnadóttir, UMSB/stjórn i UMFI, Einarjón Geirsson, UDN/stjórn UMFI.AIda Þrastardóttir Ferðamálaráði, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFI. Göngugarpar hafa verið hvattir til að skrifa nöfn sín í gestabæk- urnar á fjöllum. Hátt í 20 þúsund manns hafa skrifað nöfn sín í gestabækurnar fyrstu tvö ár verkefnisins. Sumarið 2003 gekk 63 ára gömul kona á 18 fjöll af 22 í verkefninu. Fjölmargir gengu á sama fjallið mörgum sinnum. Upplýsingar um fjöllin í verkefninu má finna á gagnvirku landa- korti á www.ganga.is, undir gönguleiðir fjölskyldan á fjallið. IAFELAG IDS Actavis styrkir verkefnið Blátt áfram I tilefni baráttudags kvenna, 24. októben ákvað fyrirtækið töku í húsakynnum félagsins. Hún sagði framlag Actavis Actavis að styrkja verkefnið Blátt áfram um eina milljón króna. Blátt áfram er forvarnaverkefni Ungmennafélags Islands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Islandi. Blátt áfram hefur staðið fyrir ýmiss konar fræðslu fyrir börn, unglinga, foreldra og aðstandendur Samtökin Blátt áfram voru stofnuð af systrunum Svövu og Sigríði Björnsdætrum. Svava, sem er verkefnisstjóri, veitti styrknum frá Actavis við- Bl^TÁFRAM! ^actavis hagur í heilsu styrkja aðstandendur verkefnisins í þeirri trú að þeir væru á réttri braut. ,,l raun er Blátt áfram verkefni alls samfélagsins. Mestur stuðningur við verkefnið hefur komið frá einstaklingum og fyrirtækjum, stórum sem smáum, sem sýnir okkur að fólk vill stuðla að jákvæðum breytingum og axla ábyrgð." Styrknum verður varið í auglýsingaherferð sem verið er að leggja drög að og endurprentun á bæklingnum „Sjö skref til verndar börnunum okkar" sem er helsta fræðsluefni samtakanna. SKINFAXI - tímarit Ungmennaíélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.