Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.11.2005, Blaðsíða 26
r Jón M. Ivarsson - Spor ungmennafélaganna: „Upphafið að því að ég ræðst í þetta verkefni er að stjórn UMFI leitar til mín og óskar eftir að ég skrái Spor ungmenna- félaganna. Það eru allar verklegar framkvæmdir sem ung- mennafélag á Islandi hafa staðið í. Þær felast fyrst og fremst í byggingti samkomuhúsa, að gera íþróttasvæði, byggingu sund- lauga, skógræktarreitum og öllu því sem snýr að framkvæmdum í hreyfngunni. Þessu er ég búinn að vinna að sI. tvö sumur og þegar leiðin lá síðan í sagnfræðina í Háskólanum fannst mér liggja beint við að taka hluta af þessu verkefni. Eg tók fyrir stærsta þáttinn, sem snýr að félagsheimilunum, ákvað í fram- haldinu að skrásetja þau öll, og það reyndist vera ansi góður pakki," sagði Jón M. Ivarsson í samtali við Skinfaxa. Jón sagði að það hefði komið sér á óvart hvað húsin voru mörg. Nokkur þeirra eru horfin af yfirborði jarðan Hann reyndi að skrásetja þessi hús líka en þau eru að sjálf- sögðu hluti sögunnar Jón segist vera búinn að finna 319 hús og þar af eru 93 ekki lengur til, 24 eru uppistandandi en mörg hver hálfgerðar rústir og félögin hafa selt eða losað sig við 64. 138 hús eru notuð í dag sem félagsheimili eins og stóð til í upphafi og þau eru reyndar fleiri en sveitarfélögin sjálf sem eru komin undir hundraðið. Jón var fullviss um að félagsheimili væru til í hverju sveitarfélagi í landinu. Upphaflegur tilgangur hans var að fá staðfest að það hefðu verið ungmennafélögin sem voru frumkvöðlar að byggingu félagsheimila í sveitarfélög- unum. Að sögn Jóns má heita að það hafi gengið eftir sem hann grunaði í byrjun. Ungmennafélögin riðu á vaðið. Þar var unga fólkið, það vildi vettvang fyrir félagslífið og svo tók sveit- arfélagið við sér þegar búið var að banka hressilega á dyrnar 1 V. 'u D íli UJÉBÍÉU ÖJITI 0r!’‘ i l-l | Logaland í Reykholtsdal er upphafega fýrsta samkomuhús ung- mennafélags á Islandi byggt árið 1909. Sfðan hefur verið byggt við hús- ið fjórum sinnum, síðast nú um aldamótin og það er nú 600 fermetra félagsheimili. Það er alfaríð í eigu Umf. Reykdæla en sveitarfélagið hefur stutt vel við bakið á hinum dugmiklu borgfirsku ungmennafélögum með árlegri styrkveitingu. Ketilás í Skagafirði er eitt þeirra samkomuhúsa sem hefur verið byggt í mörgum áfóngum sem eru hver með sínum hætti. Það er nán- ast þrjú sambyggð hús. Elsti hlutinn í miðju er frá 1926 en álman til vinstri var kláruð 1963. £kki er vitað um aldur álmunnar hægra megin. Það var Umf. Holtshrepps og sfðar Fljótamanna sem stóð að byggingu hússins ásamt sveitarfélaginu og kvenfélaginu. Það er eitt fárra húsa sem hefur aldrei notið opinberra styrkja.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.