Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 5
Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ
Gaman saman
Hve oft hefur
fjölskyldan tíma til að
hafa það gaman saman?
Mikilvægt er að við getum gert
skemmtilega hluti saman. Það
hefur tekist að hafa umgjörð
Unglingalandsmótanna lifandi
og áhugaverða fyrir alla aldurshópa. Heilbrigður keppnisandi,
glæsileg íþróttahátíð, tjaldbúðastemning og flottar kvöldskemmt-
anir hafa gert þetta að verkum. Með dreifingu mótanna um land
allt kynnumst við landinu betur og fleiri staðir fá tækifæri til að
kynna sig.
Stórhugur Þingeyinga - glæsilegur mótsstaður
Stór þáttur í að gera Unglingalandsmót að mótum mótanna er
stórhugur heimamanna. Þingeyingar eiga hrós skilið fyrir að gera
Laugar að glæsilegum mótsstað. Samhent forysta ungmennafél-
aganna og sveitarstjórnarmanna, ásamt dyggum stuðningi þing-
manna og öflugra fyrirtækja, hefur lyft grettistaki á örskömmum
tíma og nú eru Laugar með íþróttaaðstöðu ofarlega á landsmæli-
kvarða.
Ágætu keppendur: verum minnug þess að stærsti sigurinn
er að vera með og taka þátt í drengilegri keppni. En við eigum
að sjálfsögðu að setja markið hátt og stefna að góðum sigrum.
Sá sem sigrar og vinnur til verðlauna þarf að muna eftir að þakka
andstæðingum sínum fyrir keppnina. Hvað er góður sigur án
verðugs andstæðings í keppni?
Að lokum vil ég þakka sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og öll-
um íbúum sveitarinnar fyrir dugnað og metnað að gera Unglingl-
ingalandsmót UMFÍ að glæsilegu fjölskyldumóti. Einnig öllum
þeim aðilum sem lögðu sitt á vogarskálarnar.
Keppendur og gestir, stefnum að því að njóta daganna sem
við eigum fram undan á Laugum.
Samstarfsverkefni UMFÍ og Glímusambandsins:
Glímuflokkur íslands stofnaður
Glímuflokkur (slands fór í sýn-
ingarferð til Danmerkurog
Svíþjóðar í júní sl. Áður en flokk-
urinn hélt utan var hann með
frumsýningu í Listasafni Reykja-
víkur í Hafnarhúsinu 23. júni.
Úhætt er að segja að sýningin
hafi vakið verðskuldaða athygli
og frammi-staða glímuflokksins
vareinstaklega góð.
Glímuflokkur (slands er sam-
starfsverkefni Glímusambands
(siands og Ungmennafélags
fslands. Verkefnið á sér nokkura
ára aðdraganda en með myndar-
legum styrk frá Pokasjóði var
unnt að ýta því úr vör.
Markmið flokksins er að
halda merki glímunnar á lofti og
bjóða upp á frumlegar og vand-
aðar glímusýningar, jafnt innan
lands sem utan. Flokkurinn stefn-
ir að því að frumsýna nýja sýn-
ingu ár hvert. (utanferð flokks-
ins að þessu sinni var hann með
sýningu á danska landsmótinu
sem haldið var í bænum
Haderslev á Jótlandi 29. júní-
1. júlí sl. Sýningarferðin er í sam-
vinnu við Kultur Fonden og er
liður í að kynna glímuna erlendis.
Glíman er i stöðugri sókn í
Norður-Evrópu og hefur iðkend-
um þar fjölgað á síðustu árum.
(þróttin er nú stunduð I Svíþjóð,
Danmörku og Hollandi en auk
þess er vaxandi áhugi fyrir glímu
í Þýskalandi. (haust verður brotið
blað í sögu glímunnar þegar
lceland Open fer fram í fyrsta
sinn en þar munu erlendir sem
fslenskir glímumenn etja kappi
saman.
Glímuflokkur (slands mun
bjóða upp á misfjölmennar sýn-
ingar, allt frá þremur til níu
manna. Auk þess verða þær
sýndar á því tungumáli sem
áhorfendur kjósa hverju sinni.
Þeim sem áhuga hafa á að
fá flokkinn til að haida sýningu
er bent á að hafa samband við
Glímusamband Islands eða
Ungmennafélag íslands.
Við upphaf sýningar Glímu-
flokks Islands í Listasafni
Reykjavíkurí Hafnarhúsinu.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 5