Skinfaxi - 01.05.2006, Page 14
leiks. Við höfum alls staðar fundið fyrir miklum velvilja,
hvort heldur sem um hefur verið að ræða að fá aðila til að
koma að verkinu eða að gera tölur í ákveðin verkefni. Við
höfum ekki fastan verktaka til að vinna heldurhöfum við
leitað til nokkurra aðila og þeir hafa verið mjög liðlegir að
koma um leið og kallað hefur verið."
Aðspurður hvort þetta væri stærsta verkefnið sem sveit-
arfélagið hefði tekið sér fyrir hendur sagði Haraldur ekki
svo vera. Sundlaugin, sem tekin var í notkun á síðasta ári,
varstærri framkvæmd í krónum talið. Umfang Unglinga-
landsmótsins er kannski meira, meira land er tekið undir
fótboltavelli og tjaldsvæði og því má segja að í fleiri horn
sé að líta fyrir þessa framkvæmd en laugina eina sér.
Haraldur sagði að framkvæmdaaðilar mótsins hefðu
fengið styrktaraðila til að koma að framkvæmdinni sjálfri.
„Það er í raun frábært og einstakt hvað mörg fyrirtæki
eru tilbúin að leggja fram fjármagn og koma þannig að
þessum framkvæmdum. Síðan hefur ríkisvaldið sýnt mót-
inu mikinn velvilja með að leggja verulegtfjármagn í þetta
allt saman."
- Þið hafið nóg fyrir stafni næstu vikurnar. Verður allt
tilbúið í tæka tíð?
Vinnum saman
r
Græóum Island
Landgræðslufræ
Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta
fallega grasflöt eigum við fræið handa þér.
Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður.
Landgræðsla ríkisins
Gunnarsholti, 851 Hellu
Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is
www.land.is
14 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands