Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 34

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 34
Friðrika Björk lllugadóttir verkefnisstjóri: Ég er orðin spennt Verkefnisstjóri Unglingalandsmótsins í ár, sem haldið verður á Laugum, er Friðrika Björk lllugadóttir. Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið yfir í allnokkurn tíma og enn-fremur allt kynningarstarf. Á vormánuðum var Friðri- ka einmitt í þeim erindagjörðum á höfuðbor- garsvæðinu og dreifði kynningarbæklingi sem gerður hefur verið um Unglingalands- mótið á Laugum. Þess má geta að bæklingar liggja frammi á sundstöð- um og hjá íþróttafélögum. Einnig er hægt að nálgast bækl- inginn í þjónustumiðstöð UMFÍ í Fellsmúla 26. „Ég hef fengið geysilega góð viðbrögð frá félögum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er mikill áhugi hjá þeim að senda hópa í knattspyrnu, körfubolta, frjálsum og sundi á mótið á Laugum. Þessi jákvæðu viðbrögð ýta undir mikla bjartsýni,"sagði Friðrika Björg í samtali við heimasíðu Ung- mennafélags íslands. Friðrika sagði ennfremur að töluvert væri hringt inn á skrifstofuna á Laugum og félög vítt og breitt um landið væru að afla upplýsinga varðandi mótið sjálft og eins um skráningu á mótið sem nú stendur yfir af fullum krafti. Unglingalandsmótið í ár er haldið í 9. skipti frá árinu 1992, en þá var það haldið á Dalvík. Árið 2000 var gerð áherslubreyting á Unglingalandsmótinu, en þá var mótið í fyrsta skipti haldið um verslunarmannahelgina. Þeirri breytingu hefur verið mjög vel tekið af landsmönnum. Frá upphafi Unglingalandsmóta, frá því að vera nánast eingöngu íþróttakeppni fyrir aðildarfélög UMFÍ, hefur Unglingalandsmótið þróast út í að vera ein stærsta skipu- lagða fjölskylduhátíðin sem haldin er um verslunarmanna- helgina á hverju ári. Öll börn og unglingará aldrinum 11-18 ára geta tekið virkan þátt í unglingalandsmóti UMFÍ 2006. „Það er í mörg horn að líta í þessu starfi sem er umfram allt fjölbreytilegt og spennandi. Ég er mjög bjartsýn á að hér verði haldið gott unglingalandsmót. Hér er allt til alls og ég hlakka mikið til mótsins/'sagði Friðrika. Afþreying fyrir yngstu gestina Á 9. Unglingalandsmóti UMFÍ á Laugum verður hei- Imikið gert fyrir þau börn sem hafa ekki náð aldri til að taka þátt í keppni á mótinu. M.a. verður boðið upp á glæsileg leiktæki, hoppikastala, rennibraut o.fl. sem verður sett upp á svæðinu. Hægt verður að kíkja á teiknimyndir í bíóhúsinu á svæðinu og svo verður sérstakt íþróttamót fyrir börnin. Yngstu gestimir þurfa ekkert að borga fyrir þetta, hvorki leiktækin né aðra afþreyingu. i 34 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.