Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 36
Baldur Daníelsson, formaður Unglingalandsmótsnefndar: Gaman verður að sjá dalinn fullan af fólki Baldur Daníelsson er formaður Unglinga- landsmótsnefndar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Laugum 2006, en í aðalstarfi er hann skólastjóri Litlulaugaskóla í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Rætur hans liggja í Kópa- voginum og þar byrjaði hann að starfa innan ungmennafélagshreyfingarinnar, hjá Breiðabliki. Eftir það var hann formaður ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi og Geisla í Súðavík. Baldur var í framhalds- námi í Þrándheimi í Noregi þegar starf skólastjóra við Litlulaugaskóla var auglýst og þau hjónin ákváðu að slá til. Áður höfðu þau búið um nokkurra ára skeið á Blöndu- ósi og fannst tími til kominn að víkka sjón- deildarhringinn eins og Baldur komst sjálf- ur að orði. Nú eru árin orðin fjögur á Laug- um og þau eru mjög ánægð með lífið á þeim slóðum. Það lá beinast við að sþyrja Baldur hvernig það hefði atvikast að hann varð formaður unglingalandsmótnefndar. „Það kom beiðni frá HSÞ um að ég leiddi þetta verkefni ásamt hópi af mjög góðu fólki. Þetta er búið að vera virkilega góður og skemmtilegur tími en hópur fólks, sem unnið hefur þessa vinnu, hefur haft fulla trú á verkefninu frá fýrsta degi. Það hafa varla svo heitið geti komið upp vandamál og yfirmenn sveitarfélagsins hafa lagst á eitt að gera aðstöðuna sem glæsilegasta." Baldur sagði undirbúning fyrir ungl- ingalandsmótin vera orðinn nokkuð fast- mótaðan sem stafar af því að menn nota sér þekkingu og reynslu Ómars Braga Stefánssonar framkvæmdastjóra frá ári til árs, þannig að ekki þarf að finna upp hjólið íöllu. „Fyrir vikið hefur undirbúningur fyrir framkvæmdina í raun og veru gengið með auðveldari og fljótari hætti en ég átti von á í upphafi. Það er Ijóst að margir styrktar- aðilar mótsins hafa sóst eftir því að tengj- ast því með einhverjum hætti og eru þar af leiðandi með ár eftir ár. Það í sjálfu sér auðveldar allt ferlið og vinnuna. Það er hreinlega orðin til reynsla af fyrri mótum sem gerir ákveðna hluti einfaldari en tekur samt ekki frá mönnum að setja sinn brag á mótshaldið. Fyrir svona lítið samfélag eins og Laugar er heilmikil vinna að taka svona mót að sér. Við fórum út í það hérna að skipa sérstaka framkvæmdanefnd varðandi verklegar framkvæmdir en þær eru það sem almenningur verður mest var við," sagði Baldur. - Þegar allt verður afstaðið og þegar litið er til lengri tíma hlýtursvona samfélagi að vera akkuríað halda Unglingalandsmót? „Jú, það skyldi maður halda. (fyrsta lagi sitja eftir hérna ákveðnar framkvæmd- ir, ekki samt eingöngu tengdar íþrótta- mannvirkjum, heldur hangir ýmislegt annað á spýtunni. Þar má nefna frágang á opnum svæðum og framkvæmdir í kring- um grunnskólann og fleira mætti nefna. f tengslum við mótið hefur komið inn á þetta svæði þó nokkurt fjármagn sem hefur í raun margfeldisáhrif inn í okkar litla hagkerfi. Það eru ekki bara heima- menn á Laugum sem njóta góðs af því heldur er fólk hér í störfum víðs vegar að úr sveitarfélaginu. Eftir mótið mun margt sitja hér eftir á mörgum sviðum og má í því sambandi nefna mannvirki, þekkingu, reynslu og vonandi fjármuni." - Unglingalandsmótin skipa orðið stóran sess í þjóðfélagi okkar. Er það ekkijákvæð þróun að þínu mati? „Unglingalandsmótin standa í mínum huga skýrast fyrir kjörorð UMFÍ: Ræktun lýðs og lands, því að þarna er verið að gefa börnum, unglingum og fjölskyldufólki tækifæri á spennandi viðfangsefni um verslunarmannahelgar. Þetta er að minnsta kosti önnur afþreying en sú sem í boði hefur verið um árabil. Unglinga- landsmótin eru til þess m.a. að styrkja fjöl- skylduböndin og um leið vettvangur fyrir fjölskylduna til að vera saman við íþróttir og heilbrigða afþreyingu. Þessi mót eru klárlega komin til að vera og að mínu mati munu þau eftir ákveðinn tíma rúlla á þeim stöðum þar sem aðstaðan er fyrir hendi. Þetta mun væntanlega stuðla að því að í hverjum landshluta verða 2-3 staðir sem geta tekið að sér svona mót í framtíðinni og hafa umgjörð til þess,"sagði Baldur. Baldur sagðist hlakka mikið til að fá fjölda fólks til Lauga og sjá Reykjadalinn skarta sínu fegursta.Tilhlökkunin er mikil í því að sjá íþróttavöllinn taka á sig æ skemmtilegri mynd og hérá Laugum verð- ur í raun, þegar framkvæmdum lýkur, risin stórkostleg aðstaða. Það verður gaman að sjá svæðið og dalinn fullan af fólki en áætlanir miðast við að hingað komi ekki færra fólk en til Víkur í Mýrdal í fyrra. Molafréttir: Sýningargreinar Til að brjóta upp hið hefðbundna form íþróttakeppninnar hefur á undanförnum Unglingalands- mótum verið boðið upp á nok- krar sýningargreinar. I ár verða sýningargreinarnar þrjáren það eru folf (frispy-golf), karate og dans. Keppendum og gestum á mótinu verður boðið upp á að kynna sér þessar íþróttagreinar á ákveðnum tímum yfir móts- helgina. Atriði úr Grease Nú er Ijóst hvaða hljómsveitir munu sjá um að halda uppi fjörinu á kvöldvökum Unglin- galandsmótsins, en alls verða þrjár kvöldvökur, á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hljómsveitirnar, sem um ræðir, eru Von, (na Valgerður og hljóms- veit, Oxford, Uppþot og Ultra MegaTechnobandið Stefán. Fleiri uppákomur verða á þoðstólum og má þar nefna að sýnd verða atriði úr söngleiknum Grease í uppfærslu nemenda 7.-10. þekkjar Litlulaugaskóla en leik- sýningin var færð upp á árshátíð skólans síðasta vetur. 36 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags ísiands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.