Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 47
Fréttir úr hreyfingunni...
Aðalfundur Umf. Tindastóls:
Páll Ragnarsson lét
af formennsku eftir
30 ára starf
Aðalfundur Umf. Tindastóls á Sauðár-króki
var haldinn mánudaginn 27. mars. Starf fé-
lagsins er og hefur verið öflugt en hjá félag-
inu eru 5 deildir; frjálsíþróttadeild, knatts-
pyrnudeild, körfuboltadeild, sunddeild og skíða-
deild. Páll Ragnarsson, formaðurfélagsins, hætti á
fundinum eftir 30 ára starf sem formaður en Páll var
kosinn formaður félagsins 3. janúar 1976. Páll hefur
unnið frábært starf og ætíð borið hag félagsins fyrir brjósti. Verður
starf hans aldrei fullþakkað. Nýr formaðurTindastóls var kjörinn
Gunnar Þór Gestsson. Á fundinum hættu einnig þrír aðrir stjórnar-
V
Páll Ragnarsson lengst til vinstri en með honum á myndinni
eru Örn Ragnarsson og Frímann Guðbrandsson.
menn sem hafa staðið við hlið Páls í áratug, það eru þeir Örn
Ragnarsson, Frímann Guðbrandsson og Rúnar Björnsson.
Öllum þessum mönnum eru færðar miklar þakkir fyrir mikið og
óeigingjarnt starf fyrir félagið og hreyfinguna alla.
Stjórn UMSE öll endurkjörin
Þing UMSE var haldið laugardaginn 18. mars
í Þelamerkurskóla. Formaður UMSE, Árni
Arnsteinsson, setti þingið og fór yfir starfsemi
UMSE á liðnu starfsári. Alls voru 26 þingfull-
trúar mættir á þingið en 51 fulltrúi á rétt á
setu á þinginu. Gestir þingsins voru Hringur
Hreinsson og Ómar Bragi Stefánsson frá UMFÍ,
fulltrúarfrá ÍSÍ, Hörgárbyggð, héraðsnefnd, UFA
og Bústólpa. Jóhanna Gunnlaugsdóttir var sæmd starfsmerki
UMFÍ. Nokkrar tillögur voru afgreiddar á þinginu eftir umræður
í nefndum. Þær María Aldís og Elsa Guðný frá Ungmennaráði
UMFÍ voru með kynningu á starfsemi ráðsins og möguleikum
ungs fólks innan UMF(. Glæsilegar veitingar voru á borð bornar
á þinginu, hádegisverðurinn var í boði KEA en kaffiveitingar í
boði Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps. í lok dagskrárinnar
voru verðlaun veitt fjölda félaga. (þróttamaður UMSE var kjörinn
Björgvin Björgvinsson, skíðakappi frá Dalvík. Stjórn UMSE var
endurkjörin en í henni sitja: Árni Arnsteinsson, formaður, Karl Ingi
Atlason, gjaldkeri, Starri Heiðmarsson, varaformaður, Helga Guð-
mundsdóttir, ritari og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi.
Varastjórn skipa: Eyrún Elva Marinósdóttir, Guðbjörg Hjartardóttir
og Hringur Hreinsson.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 47