Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 51

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 51
Fréttir úr hreyfingunni... Gagnlegur samráðsfundur á Narfastöðum Samráðsfundur Ungmennafélags íslands var haldinn í upphafi sumars, dagana 12.-14. maí, á Narfastöðum á Laugum í Suður-Þing- eyjarsýslu en þar ríkti mikil veðurblíða alla helgina. Stjórnin kom saman til fundar á föstudeginum sem síðan var fram haldið fram undir hádegi á laugardeginum. Eftir hádegi hófst fundur með fulltrúum héraðssambanda en alls sóttu um 40 manns fundinn. Farið var vítt og breitt um sviðið og voru umræður gagnlegar og fræðandi. Fjallað var um mál sem efst eru á baugi í hreyfingunni og spunnust um þau skemmtilegar umræður. Ómar Bragi Stefánsson fór yfir sinn málaflokk en hann er framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins á Laugum í sumar. Þess má geta að þetta er fjórða landsmót Ómars sem framkvæm- dastjóra. Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins 2007 í Kópavogi, sagði fundarmönnum frá gangi mála og undir- búningi þess móts. Fundurinn stóð síðari hluta laugardags en fyrir hádegi á sunnudag skoðuðu fundarmenn íþróttamannvirkin í á Laugum og komu við á íþróttavellinum þar sem framkvæmdir stóðu yfir af fullum krafti. Ljóst er að á Laugum mun rísa glæsileg aðstaða og heimamönnum til mikils sóma. Upp úr hádeginu á sunnudag sneru menn glaðir í bragði til síns heima eftir mjög vel heppnaðan fund um helgina. Felix-kerfið í sífelldri þróun Felix-kerfið er sifelldri þróun og endurskoðun að sögn Láru Óskarsdóttur verkefnisstjóra. Félögin verða komin með hið fullkomnasta rekstrarkerfi sem völ er á áður en langt um líður. Okkur lék forvitni að vita hvernig nota félög Felix. Lára sagði að það færi eftir stærð og umfangi rekstursins. Félög, sem reka sig frá degi til dags, halda úti æfingaplani fyrir eina eða fleiri deildir og eru allan ársins hring að taka þátt í mótum, hafa aðrar þarfir en félög sem reka sig tímabundið ár hvert, t.d. vegna móta. „( kerfinu er hægt að leggja gjöld á iðkendur og merkja inn mætingar í kladda, en eins og ég sagði áðan er ekki sama þörf alls staðar. Ennþá vilja mörg félaganna nota skráning- arhlutann án þess að nota gjaldkerahlutann eða kladd- ana,"sagði Lára. - Hvað fá þá félög, sem nota skráningarhlutann elngöngu, út úrþvíað notaFelix? „Þau félög sem nota skrán- ingarhlutann geta treyst á rétt heimilisföng félaga, því að kerf- ið er tengt þjóðskrá. Hægt er að prenta þau nöfn sem eru á skrá í félaginu út á límmiða. Varðandi yngri félagsmenn þá geta notendur kerfisins séð nöfn þeirra forráðamanna sem eiga sama lögheimili og barnið. Þetta er mjög mikilvægt fyrir félög þar sem stór hluti iðk- enda í hreyfingunni er undir lögaldri. Það er auðvelt að prenta t.d. á Excel út úr kerfinu en minni félög hafa nýtt sér það til að senda í banka til inn- heimtu. Svo má ekki gleyma því að aðgengi þeirra sem taka við af fýrrum stjórnarmönnum eða fyrrum starfsmönnum er miklu betra í Felix en ef skráningar væru bundnar einni tölvu." - Eru starfsskýrslur öðruvísi í Felix en þær starfsskýrslur sem áður voru sendar inn á Excel? „Já og nei, skýrslurnar sem Felix tekur saman gefa sömu upplýsingar og settar voru inn á Excel-skjölin áður, þ.e. félagatal sem inniheldur X við iðkendur, ársreikninga og stjórnarupplýsingar. Eini munurinn á upplýsingum milli þessara tveggja forma er að samantekt stjórnar er ekki sett inn í Felix." - Hver erþá breytingin? „Það er hvernig þú setur upplýsingarnar inn, það sem áður fór inn í Excel fer núna inn í kerfið sem tekur upplýsingar- nar saman, svipað og þegar við skilum skattinum á netinu. Felix er byggt upp af möppum, félagar og iðkendur eru skráðir í sérstakar möppur. Félagsmað- ur fer ekki inn í iðkendamöppu en iðkandi geturfarið inn í félagamöppu, því að allir iðk- endur eru jú félagsmenn en ekki eru allirfélagsmenn iðk- endur. Kerfið les út úr möpp- unum inn í starfsskýrslurnar en þar þurfa félögin að sam- þykkja fjöldatölur og loka þeim þætti. Það sama á við um stjórnarmenn, þeir eru skráðir inn í stjórnarmöppu inni í Felix sem les svo nöfnin yfir í starfsskýrsluna. Það eina sem er nánast alveg eins í Excel og Felix er að það þarf að slá inn ársreikninga inn á bókhalds- lykla sem þar eru. Bókhalds- lyklar í Felix eru þeir sömu og voru áður í Excel-skjölunum," sagði Lára Óskarsdóttir, verk- efnisstjóri Felix, í samtali við Skinfaxa. Ef félögin óska eftir aðstoð við að læra á kerfið eða færa inn starfsskýrslu geta þau haft samband við Láru í síma 897 0746 eða á netfangið lara@fe- lix.is. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar hjá UMFl og ÍSÍ. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 51

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.