Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 10
kajk vtru) vtofKaðw Kynning á verkefninu Flott án fíknar á nokkrum stöðum á Norðurlandi fór fram í upphafi þessa árs. Guðrún Snorradóttir, verkefnisstjóri, hélt fundi á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og á Laugum í Þingeyjarsýslu. Að sögn Guðrúnar gekk ferðin mjög vel og eru margfeldisáhrif verkefnisins farin að segja greinilega til sín. Markmið verkefnisins er að seinka því að unglingar noti áfengi og að ná fram hugarfarsbreytingu í þjóðfélaginu um að unglingar njóti æskuáranna án vímuefna. „( ferðinni var stofnaður klúbbur í Litlulauga- skóla og eru klúbbarnir orðnir tólf talsins. Ég er bjartsýn á að fleiri klúbbar muni bætast við fyrir vorið. Það er töluverður áhugi víða um land og ég verð vör við góðar undirtektir," sagði Guðrún Snorradóttir. Flott án fíknar er verkefni sem tekur til þriggja þátta, neyslu tóbaks, áfengis og ólög- legra fíkniefna. Verkefnið byggist á samnings- bundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigð- an og uppbyggilegan hátt. Flugmyndafræði klúbbsins Flott án fíknar snýst um að koma í veg fyrir að unglingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og styrkja þá í þeirri ákvörðun. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að verja æskunni á heilbrigðan hátt án tóbaks og vímu- efna. Ungmennafélag íslands býður öllum sem áhuga hafa á að kynna sér klúbbastarfið Flott án fíknar að fá kynningu hvar sem þeir eru á landinu. Allir sem starfa með unglingum geta stofnað klúbb og er verkefnið bæði aðgengilegt og auðvelt í framkvæmd. Á næstu mánuðum mun verða haft samband og boðið til frekari kynningar en öllum áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Ungmennafélags (slands, í síma 568-2929. Frá heimsókn forseta Islands í Hamraskóla í Grafarvogi í febrúar síðastliðnum. Guðrún Snorradóttir, lengst til vinstri, á fundi sem haldinn var á Sauðárkróki I síðasta mánuði I tengslum við verkefnið. Iþessari sömu ferð fundaði Guðrún einnig með áhugasömu fólki á Blönduósi, Akureyri og á Laugum IÞingeyjarsýslu. ♦ 4 10 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.