Skinfaxi - 01.02.2007, Side 22
25. LoaíAá4mM' UM5Í Kóptwvgl 5.-8. jútí:
OCD57
25.LANDSMÓT
UMFÍ
Gunnar Birgisson, formaður Landsmótsnefndar.
Frá kynningarfundi 25. Landsmóts UMFÍsem fór fram í Smáranum.
Kynningarfundur
Kynningarfundur 25. Landsmóts
Ungmennafélags íslands í Kópavogi
fór fram í Smáranum 6. febrúar og er
talið að hátt í 100 manns hafi sótt
fundinn. í lokfundarins rituðu helstu
styrktaraðilar mótsins undir
samning þar að lútandi.
Fyrirtækin eru Sparisjóður Kópavogs,
Toyota, Rúmfatalagerinn, Bónus, Nor-
vik og Vífilfell. Stuðningur umræddra
fyrirtækja er ómetanlegur og léttir á
öllum undirbúningi fyrir Landsmótið.
Undirbúningur fyrir mótið er í fullum
gangi og Ijóst að öllu verður til tjaldað
til að gera umgjörð mótsins sem
glæsilegasta á 100ára afmælis-
ári Ungmennafélags (slands.
Risalandsmót í Kópavogi
Mótið, sem kallað er Risalandsmót, verður haldið dagana 5.-8. júlí. Menningarhátíð Kópa-
vogs verður haldin í tengslum við Landsmótið og verður Kópavogur undirlagður af glæsi-
legum viðburðum. Landsmót UMFÍ er vettvangur keppnisíþrótta sem og sýningargreina.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi því að margs konar keppnir verða utan stiga, milli
hópa sem og einstaklinga. Keppni hefst klukkan 8 á morgni fimmtudagsins 6. júlí en
setningarhátíðin verður um kvöldið.
Fyrsta flokks aðstæður
Á fundinum kom fram eindreginn vilji til að gera setningarhátíðina sem glæsilegasta í
formi tónlistar- og leiklistaratriða en á sama tíma verður vígð ný stúka á Kópavogsvelli.
Erlendir gestakeppendur munu taka þátt í mótinu og íþróttamenn á heimsmælikvarða
munu koma í heimsókn. Þetta kom fram í máli Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Kópa-
vogs, en hann ávarpaði fundinn í upphafi. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK,
sagði undirbúning á áætlun og að um 2000 sjálfboðaliðar myndu með einhverjum hætti
vinna við mótið. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, sagði Ijóst að umgjörð mótsins yrði
alveg einstökog að mótið myndi draga til sfn tugþúsundir gesta af öllu landinu. Björn
sagði ennfremur að mótið yrði haldið við fyrsta flokks aðstæður í Kópavogi. Þar væri
raunar allt til alls nú þegar og myndu þessar frábæru aðstæður örugglega setja svip sinn
á mótið.
22 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands