Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 38
Guðmundur Guðmundsson kjörinn formaður UMSS Guðmundur Þ. Guðmundsson var kjörinn formaður UMSS til eins árs í stað Rúnars Vífilssonar er gaf ekki kost á sér áfram á þingi UMSS sem haldið var á Hólum í Hjaltadal 23. febrúar. Aðrir í stjórn eru Margrét Stefáns- dóttir og Arnar Halldórsson sem kjörin voru til tveggja ára í fyrra og þeir Páll Friðriksson og Sigmundur Jóhannesson sem kjörnir voru til tveggja ára á þinginu i febrúar. Þingið var starfsamt og lágu margar tillögur fyrir því sem fengu allar málefnalega umræðu. Björn B. Jónsson, formaður UMF(, ávarpaði þingið en af hálfu UMF( sátu einnig þingið þeir Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, og Haraldur Þ. Jóhannsson. „Þingið hjá okkur var málefnalegt og gekk vel í alla staði. Annars gengur starfsem- in hjá okkur með ágætum en iðkendur hafa nokkuð yngst síðustu misseri. Krakkarnir frá okkur hafa staðið sig vel á mótum sem þau hafa tekið þátt í. Hestamenn eru áber- andi í starfseminni hjá okkur og eins hefur kylf- ingum fjölgað mikið," sagði Arnar Halldórsson sem kjörinn var í stjórn UMSS á þinginu. Arnar sagði einnig að þátttakendur frá UMSS myndu fjölmenna á Landsmótið í Kópavogi í sumar. „Það ríkir bjartsýni innan nýju stjórnarinn- ar og við erum að sverma fyrir því að svæðisfull- trúi UMF( verði staðsettur hjá okkur á Sauðár- króki,”sagði Arnar Halldórsson. Yerid velkomin í Dalvíkurbyggð í Sundlaug Dalvíkur, geta allir skemmt notið lífsins og slappað af. r yrir þa sem vilja styrkja kroppinn er Heilsuræktin í sundlauginni tilvalinn kostur. Ný og fullkomin tæki. Sími: 466 3233 sundlaug@dalvik.is www.dalvik.is Frá þingi UMSS á Hólum í Hjaltadal. I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.