Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Síða 35

Skinfaxi - 01.02.2008, Síða 35
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Helga Margeét íþróttamaður USVH Helga Margrét Þorsteinsdóttir var kjörin íþróttamaður USVH árið 2007 með 88 stig. Helga Margrét tók á móti farand- bikarnum á þingi USVH, eignarbikarn- um ásamt ávísun frá Menningarsjóði Sparisjóðs Húnaþings og Stranda að upphæð 50 þúsund krónur. í öðru sæti var Fanney Dögg Indriða- dóttir með 29 stig og í þriðja sæti var Svavar Örn Hreiðarsson með 17 stig. Stjórn USVH óskar þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn á árinu. U.S.VH. Harpa Ósk íþrótta- maður ársins í Skaftárhreppi Harpa Ósk Jóhannesdóttir, frjálsíþrótta- kona úr ungmennafélaginu Skafta, var kjörin íþróttamaður ársins 2007 í Skaft- árhreppi við hátíðlega athöfn. Á Iþróttahátíð USVS sl. sumar vann Harpa Ósk fern gullverðlaun og fern silfurverðlaun í flokki 15-16 ára meyja. Einnig keppti hún á mótum hjá HSK og á Unglingalandsmóti UMFl á Horna- firði í sumar með góðum árangri. Auk Hörpu voru Svavar Helgi Ólafsson og Kristín Lárusdóttir tilnefnd. Erla Dögg íþrótta- maður Reykjanes bæjar Sundkonan Erla Dögg Haraldsdóttir var útnefnd íþróttamaður Reykjanesbæjar 2007.1 öðru sæti varð borðtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson og í því þriðja varð Brenton Birmingham, körfuknatt- leiksmaður. Þau voru heiðruð við athöfn í íþróttahúsinu í Njarðvík. Þar fengu einnig viðurkenningar bestu íþrótta- menn hverrar greinar og allir íslands- meistarar ÍRB á árinu en þeir voru 220 talsins. Erla Dögg fór sannarlega á kostum á þessu ári. Hún setti alls tíu Islandsmet og í lok ársins átti hún orðið fimm gild- andi Islandsmet í 25 metra brautinni og eitt í 50 metra brautinni. Agústa og Sigursteinn íþróttafólk ársins í Árborg Á uppskeruhátíð íþrótta- og tómstunda- ráðs Árborgar var Ágústa Tryggvadóttir, frjálsíþróttakona, kjörin íþróttakona árs- ins og íþróttakarl Sigursteinn Sumarliða- son, knapi, sem einnig féltk skjöld og sérstaka viðurkenningu frá bæjarstjórn. Hvatningarverðlaun hlaut knattspyrnudeild Umf. Selfoss og menn- ingarviðurkenningu 2007 hlaut jólasveina- nefnd Umf. Selfoss. Jóhanna og Svavar íþróttamenn Hveragerðis Jóhanna Björk Sveinsdóttir, körfuknatt- leikskona úr Hamri, og Svavar Páll Páls- son, körfuknattleiksmaður úr Hamri, voru krýnd íþróttamenn Hveragerðis 2007. Eftirtaldir íþróttamenn voru sérstaklega heiðraðir: Ágústa Gísladótt- ir, fimleikar, Hafrún Hálfdánardóttir, körfuknattleikur, Haf- steinn Valdimarsson, blak, Kristján Valdimars- son, blak, Samuel Ochieng Sewe, knatt- spyrna, og Úlfar Jón Andrésson, íshokký. ^aGERt)^’ Sigurður Ágúst íþróttamaður HSH 2007 Sigurður Ágúst Þorvaldsson, körfuknatt- leiksmaður, var kjörinn íþróttamaður HSH 2007. Sigurður, sem er 27 ára, hef- ur með framgöngu sinni undanfarin ár skipað sér sess sem einn allra besti körfu- knattleiksmaður landsins. Síðastliðið vor var Sigurður í stóru hlutverki þegar Snæfell stóð í barátt- unni um Islandsmeistaratitilinn. Liðið endaði í 3. sæti deildarinnar en datt út í undanúrslitum gegn íslandsmeisturum KR í hörkuviðureign. Siggi skilaði 17 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik. Sigurður notaði sumarið vel og hefur styrkt sig mikið líkam- lega. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og hefur pilturinn aldrei spilað jafn vel og hann hefur gert það sem af yfirstandandi tímabili. I haust vann hann ásamt félögum sínum í Snæfelli Powerade-bikarkeppnina. Fyrir utan íþróttahæfileika sína er Sigurður einstakur persónuleiki og góð fyrirmynd í alla staði. Leikmenn, þjálf- arar og stuðningsmenn bera mikla virð- ingu fyrir þessum frábæra íþróttamanni. Kylfingur í fyrsta sinn íþróttamaður Ólafsfjaröar Sigurbjörn Þorgeirsson, kylfingur úr Golf- klúbbi Ólafsfjarðar, var kjörinn íþrótta- maður Ólafsfjarðar árið 2007. Sigurbjörn átti mjög gott golfár, það langbesta frá upphafi. Sigurbjörn varð Norðurlandameistari með landsliði 35 ára og eldri, Islands- meistari 35 ára og eldri, meistari meistar- anna á lokamóti KB-mótaraðarinnar, í 5. sæti á síðasta KB-bankamótinu í Vest- mannaeyjum og í 14. sæti á heildarstiga- listanum, Islandsmeistari lögreglumanna og klúbbmeistari GÓ. Það má þvi sannar- lega segja að þetta hafi verið árið hans Sigurbjörns. Þetta er í fyrsta sinn sem kylftngur er út- nefndur íþróttamaður Ólafsfjarðar. Skíða- menn hafa 27 sinnum hlotið titilinn, knatt- spyrnumenn hafa 4 sinnum hlotið hann og skotmaður einu sinni. 1 2. sæti í kjöri íþróttamanns Ólafsfjarðar varð Elsa Guðrún Jóns- dóttir, skíðagöngukona, en hún hefur þrisvar sinnum orðið íþróttamaður Ólafsfjarðar. I 3. sæti varð Þorvaldur Þorsteinsson, knattspyrnumarkvörður. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 35

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.