Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.02.2008, Blaðsíða 39
84. ársþing UMSK: Fram undan eru næg verkefni og spennandi tímar 84. ársþing UMSK var haldið í Iþrótta- miðstöðinni í Laugardal 27. febrúar sl. Um 80 þingfulltrúar sóttu þingið. Valdi- mar Leó Friðriksson, formaður UMSK, sagði í ávarpi sínu að félagsmenn væru um 35.000 í 31 aðildarfélagi, þar af væru sex fjölgreinafélög með 33 deildir. Innan aðildarfélaganna eru skráðir 18.724 iðk- endur í 21 íþróttagrein. I máli hans kom fram að félagsmönnum á sambandssvæði UMSK fer fjölgandi sem leiðir m.a. af sér að þörf er á fleiri mannvirkjum til íþróttaiðkunar og félagsstarfa. Landsmóts- haldið í Kópavogi bar hæst viðburða á árinu og vildi Valdimar þakka öllum sem komu að því verkefni en mótið var rekið án halla. Valdimar sagði að fram undan væru næg verkefni og spennandi tímar. Þær breytingar urðu á stjórninni að Hannes S. Jónsson og Sævar Kristjánsson gengu úr stjórn. Margrét Björnsdóttir kom inn í aðalstjórn og þær Vilborg Guð- mundsdóttir og Alda Helgadóttir komu báðar inn í varastjórn. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFl, og Björn B. Jónsson, fyrrverandi formaður UMFl, sátu þingið. Helga Guð- Frá þingi UMSK. Efst til vinstri: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Birgir Ari Hilmarsson, fyrrv. fram- kvæmdastjóri UMSK. Efst til hægri: Þingfull- trúar.Til vinstri: Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, í ræðustóli. rún færði Birgi Ara Hilmarssyni blóm- vönd í þakklætisskyni fyrir góð störf en Birgir Ari lét af störfum sem framkvæmda- stjóri UMSK eftir 16 ár í starfi. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, sæmdi Birgi Ara síðan gullmerld ÍSl. UMSK færði honum áritað úr í kveðjuskyni. Valdimar Smári Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri UMSK og hóf hann störf þann 1. mars sl. Valdimar hefur milda reynslu i störfum fyrir ungmenna- og íþróttahreyfmguna, en hann var m.a. starfsmaður UMFÍ í mörg ár. Framtíðin ER HÉR tfasics Gel-Kinsei - Kominn í allar helstu sportvöruverslanir SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.