Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 10
Mótshaldið á eftirað skipta okkur miklu máli „Það er óhætt að segja aö undirbúning- ur fyrir mótið hafi gengið vel á allan máta. Unglingalandsmótsnefndin hefur unnið vel og það er búið að hnýta alla enda. Það verður svo auðvitað allt á spani síðust'i vikurnar fyrir mót eins og gengur og gerist. Byggingarframkvæmd- ir ganga sömuleiðis vel, völlurinn lítur (iröið mjög vel út en byrjað var að leggja gerviefni aðra vikuna í júní. Framkvæmd- um við nýtt sundlaugarsvæði og þjón- ustuhús með búningsklefum og líkams- rækt miðar vel og allt verður klárt þegar stóra stundin rennur upp,“ sagði Ragnar Sigurðsson, formaður unglingalands- mótsnefndar og íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi í Þorlákshöfn, í spjalli við Skin- faxa þegar sem hann var inntur eftir hvað liði undirbúningi fyrir 11. Ungl- ingalandsmótið sem haldið verður í Þorlákshöfn dagana 1.-3. ágúst nk. Þegar Skinfaxi náði tali af Ragnari var hann ásamt bæjarstjóranum, Ólafí Áka Ragnarssyni, á Hornaflrði þar sem Unglingalandsmót fór fram í fyrra. „Okkur fannst alveg tilvalið að skreppa austur og fá upplýsingar um mótshaldið frá heimamönnum. Þetta var afar gagnleg ferð og Hornfirðingar veittu okkur ýmsar upplýsingar sem munu nýtast vel við undirbúning hér í Þorlákshöfn," sagði Ragnar. Ragnar sagði undirbúningstímann afskaplega skemmtilegan. „Það er mikill áhugi fyrir mótinu og mikið af áhugasömu og góðu fólki sem hefur unnið að undirbúningnum. Ég verð var við mikinn áhuga heimafólks og hef ekki raunar verið spurður um annað en mótið þegar maður hefur hitt fólk úti á götu á síðustu mánuðum. Fólk er óneitanlega orðið spennt og er tilbúið að bjóða fram krafta sína og hjálpa til. Ég hef það á tilfinningunni að þetta eigi eftir að heppnast vel,“ sagði Ragnar. Ragnar sagði að mótshaldarar byggj- ust við um tíu þúsund manns á svæðið. Allt eins má búast við meiri íjölda en tilgangslaust er að reyna að kasta ein- hverri tölu á það. „Við reiknum með að umferðin um mótið verði með öðrum hætti en áður. Það verður kannski meira um að fólk renni hér í gegn og fari svo annað á 11 .UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ kvöldin," sagði Ragnar. Að sögn Ragnars er öll aðstaða fyrir keppendur og gesti tilbúin. Öll tjald- stæði, sem verða á þremur stöðum, eru komin í gagnið. Leyst hafa verið öll vandamál sem því fylgdu, bæði hvað varðaði rafmagn, vatn og hreinlætis- aðstöðu. „Ég er alveg viss um að Þorlákshöfn á eftir að njóta þess um ókomin ár að hafa haldið Unglingalandsmót. Þetta mótshald á eftir að skipta okkur miklu máli í framtíðinni. Unglingalandsmót- in eru orðin gríðarlega flott, glæsileg í alla staði, og ekki hvað síst mót fyrir alla fjölskylduna. I mínum huga er þetta mikil fjölskylduhátið þar sem foreldrar verja helginni með börnum sínum í íjör- legu og heilbrigðu umhverfi. Unglinga- landsmótin hafa þróast með skemmti- legum hætti í gegnum tíðina. Þessi mót eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér,“ sagði Ragnar Sigurðsson, formaður unglingalandsmótsnefndar. 10 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.