Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 27
FRETTIR UR HREYFINGUNNI Sambandsþing USVS í Efri-Vík 38. sambandsþing USVS (Ungmenna- sambands V-Skaftfellinga) var haldið á Hótel Laka í Efri-Vík í Landbroti laugar- daginn 29. mars sl. Góðir gestir frá UMFl, þau Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður, og Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri, heiðruðu þingið með nærveru sinni auk þess sem Engilbert Olgeirsson frá ISÍ og framkvæmdastjóri HSK og sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Sveinn Pálsson, ávörpuðu þingið. Þingstörf voru með hefðbundnu sniði og gaman er að segja frá því að unga fólkið var í meirihluta sem kjörgengir fulltrúar. Nokkrar breytingar urðu í stjórn USVS. Svavar Helgi Ólafsson og Guðný Sigurðardóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og í þeirra stað voru kosin þau Sigurður Gunnarsson og Ólöf Ragna Ólafsdóttir. Að þingi loknu rann svo upp stóra stundin, þegar ljóstrað yrði upp um hver hlyti titilinn efnilegasti íþróttamaðurinn og íþróttamaður ársins hjá USVS. Þing- fulltrúum var boðið í kaffi auk fjöl- skyldna þeirra sem tilnefndir voru. Til- nefnd voru að þessu sinni sem efnileg- asti íþróttamaðurinn Ármann Daði Gíslason frá Umf. Skafta, Björk Smára- dóttir frá Umf. Drangi og Magdalena Katrín Sveinsdóttir frá Umf. Drangi. Það var svo Björk Smáradóttir sem hlaut þann titil. Tilnefningu til íþrótta- manns ársins hjá USVS fyrir árið 2007 fengu Arnar Snær Ágústsson, Umf. Drangi, Elvar Orri Jóhannsson frá Umf. Dyrhólaey og Harpa Ósk Jóhannesdótt- ir, Umf. Skafta. Elvar Orri Jóhannsson hlaut titilinn íþróttamaður ársins og er vel að honum kominn. USVS óskar Björk og Elvari innilega til hamingju og óskar þeim velfarnaðar. USVS þakkar gestum og þingfulltrú- um fyrir góðan dag, einnig fyrir frábær- ar viðtökur og þjónustu hjá Hótel Laka. U ngmennafélagið Katla íVestur-Skaftafellssýslu stofnað Ungmennafélögin Drangur og Dyrhólaey í Vestur-Skafta- fellssýslu voru sameinuð undir nafninu Ungmennafélag- ið Katla 17. mars sl. Óskað var eftir tillögum að nafni félagsins og taldi nefnd, sem sldpuð var um nafngiftina, að tvö nöfn kæmu til greina. Niðurstaðan var sú að félag- ið slcyldi heita Katla. Guðný Sigurðardóttir var kjörin formaður hins nýja félags og Sveinn Þorsteinsson vara- formaður. Ástæðu sameiningarinnar sagði Guðný áð mætti að noltkru leyti rekja til fólksfælckunar á svæðinu og að erfitt væri af þeim sökum að halda úti öflugu starfi. Þvi hefði verið ákveðið að sameina félögin, þjappa fólldnu betur saman og efla þannig starfið í heild sinni. „Fratn að þessu hefur mesta starfsemin verið í kringum frjálsar íþróttir en œtlunin er að efla knattspyrnuna á nœstunni. Þá er kominn vísir að stofnun badmintondeildar ogsund- deild er í undirbúningi. Við trúum ekki öðru en að þessi sameining verði okkur tilgóðs og við horfum björtum augumfram á veginnf sagði Guðný Sigurðardóttir, for- maður Ungmennafélagsins Kötlu. Guðný Sigurðardóttir, formaður Kötlu, og Sveinn Þorsteinsson, varaformaður. Á myndinni eru börn Guðnýjar, Guðmundur Eyjólfur og Jakobína. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 27 A\

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.