Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 37
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Kynningarfundir á Húsavík og Ólafsfirði Árnadóttir kynnti starfsemi Evrópa unga fólksins. Jón Kristján Sigurðsson fór yfir verkefni á borð við Göngum um ísland, heimasíðurnar sem UMFl heldur úti og sagði frá útgáfu Skinfaxa. Alda Pálsdótt- ir, skrifstofustjóri UMFÍ, sagði frá þjón- ustumiðstöðinni í Reykjavík og þeirri þjónustu sem þar er veitt. Þá fór Guðrún Snorradóttir, landsfulltrúi, yfir forvarna- verkefnið Flott án fíknar og sagði frá íþróttalýðháskólunum í Danmörku sem UMFI er í samstarfi við. Helgi Gunnars- son, fjármálastjóri UMFÍ, var einnig með í ferðinni. Starfsfólk UMFl og EUF, Evrópa unga fólksins, hélt í vor opinn fund á Húsavík með HSÞ, aðildarfélögum, sveitarfélag- inu og gestum og gangandi sem hefðu áhuga á því að kynnast starfsemi UMFl og EUF. Fundurinn var haldinn á Ganila Bauk og var vel sóttur af heimamönnum. Gestir fundarins fræddust um starf- semi UMFÍ og var fundurinn afar líf- legur og skemmtilegur. Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, fór yflr heildarsviðið og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, kynnti m.a. Unglingalandsmótin. Helga Dagný Síðan var fundað með UfÓ á Ólafs- firði. Þar var starfsemi UMFÍ kynnt með sama hætti og á Húsavík. Þá hafði Anna Möller, starfsmaður Evrópa unga fólksins, bæst í hópinn og kynnti verk- efnið ásamt Helgu Dagnýju. Eftir fund- inn héldu þær stöllur síðan til Akureyr- ar til að kynna verkefni þar. Kristinn Ragnarsson, formaður ÚIÓ, sýndi starfsmönnum UMFl síðan félags- heimilið Hringver sem er í eigu Ung- mennafélagsins Vísis og afar vel haldið við. GÖNGUM UM ÍSLAND - FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ Göngum um Island er verkefni þar sem ungmennafélagshreyfingin hefur með aðstoð sveitarfélaga og ferðaþjónustu- aðila safnað saman 289 gönguleiðum, aðgengilegum, stikuðum og merktum, víðs vegar um landið. Allar þessar göngu- leiðir koma nú út í Leiðabók UMFI sem fæst ókeypis á Olís-stöðvum og í upp- lýsingamiðstöðum og sundlaugum víða um land. Fjölskyldan á fjallið I verkefnið Fjölskyldan á fjallið hafa verið tilnefnd 20 fjöll vítt og breitt um landið sem flestöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega auðveld uppgöngu. Á þessum 20 fjöllum hafa verið settir upp «.hl.!.klH póstkassar með gestabókum. Þeir sem skrá sig í gestabækurnar geta átt von á vinningum í haust er dregið verður úr hópi þátttakenda. Fjölskyldan á fjallið er verkefni sem ætlað er að auka samveru- stundir fjölskyldunnar og jafnframt stuðla að líkamsrækt og hreyfingu fjöl- skyldumeðlima og um leið að ýta undir að fólk njóti þeirrar náttúrufegurðar sem landið okkar býður upp á. Góð samverustund með fjölskyldunni og um leið útivist og heilbrigð hreyfing verður öllum eftirminnileg og ánægjuleg. Leiðabók Leiðabók UMFI með upplýsingum um þessar 289 gönguleiðir og 20 fjöll er ný- komin út. Leiðabókin mun fást á öllum Olís-stöðvum og í upplýsingamiðstöð- um, íþróttamiðstöðum og sundlaugum. www.ganga.is Á heimasíðunni ganga.is er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Islandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir göngu- og útivistarfólk. Vefurinn ganga.is er samstarfsverk- efni Ungmennafélags Islands, Ferða- málastofu og Landmælinga fslands. UMFl rekur og hefur umsjón með vefnum sem er unninn af Teikn á lofti á Akureyri. Nýr og glæsilegur vefur var tekinn í notkun á dögunum og er áhugafólk hvatt til að nýta sér þær upp- lýsingar sem vefurinn hefur að geyma. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.