Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 29
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Ragnar Þórir Guðgeirsson endurkjörinn formaður Fjölnis Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis var haldinn í Egilshöll 27. mars sl. Ragnar Þórir Guðgeirsson var endurkjörinn for- maður en tvær breytingar urðu á stjórn- inni. Stjórn Fjölnis er skipuð sem hér segir: Ragnar Þórir Guðgeirsson, for- maður, Jón Karl Ólafsson, Ingibjörg Óðinsdóttir, Sigurður H. Leifsson, Guð- mundur Lúðvík Gunnarsson, Jón Þor- björnsson og Bjarney Sigurðardóttir. Úr stjórninni gengu þau Snorri Snorrason og Sigrún Ragna Ólafsdóttir. I máli formanns kom fram að starf- semi félagsins hefði verið umfangsmildl á síðasta ári og framtíðin væri björt. Jón Þorbjörnsson, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri í mörg ár, ákvað fyrir skömmu að hætta störfum. Hefur Mál- fríður Sigurhansdóttir verið ráðin fram- kvæmdastjóri og hóf hún störf 1. apríl. Málfríður hefur starfað lengi innan Fjölnis og var um tíma formaður sund- deildar félagsins. Málfríður hóf störf um síðustu áramót sem íþróttafulltrúi en lét af því starfl þegar hún hóf störf sem fram- kvæmdastjóri. í lok fundarins var Guðlaugur Þór Þórðarson gerður að heiðursformanni Fjölnis, en hann var formaður félagsins í nokkur ár. Við það tækifæri voru hon- um þökkuð góð störf fyrir félagið í gegn- um tíðina. Örn Guðnason, stjórnarmaður í Ung- mennafélagi Islands, flutti ávarp á þing- Ragnar Þórir Guð- geirsson, formaður Fjölnis, afhendir Guðlaugi Þór Þórð- arsyni, heiðursfor- manni félagsins, viðurkenningu. inu. Örn fór yfir helstu verkefni UMFI og þá þjónustu sem hreyfmgin veitir félögum. Sagði hann að ánægjulegt væri að sjá hve kröftugt félag Fjölnir væri og að gaman hefði verið að fylgjast með vexti þess frá stofnun fyrir 20 árum. Sigrún Brá Sverrisdóttir, sundkona í Fjölni, á Ólympíuleikana Sundkonan Sigrún Brá Sverris- dóttir í Fjölni er á leiðinni á Ólympíuleikana í Peking í sum- ar. Hún tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum þegar hún setti Islandsmet í 200 metra skriðsundi á móti í Mónakó í Frakklandi í júní. Sigrún Brá synti 200 metrana á 2:03,35 mín. og sló íslandsmetið sem hún setti sjálf í undanrásum sundsins. Sjö íslenskir sundmenn hafa náð lágmörkum og keppnisrétti á Ólympíuleikunum í Peking sem verða settir 8. ágúst nk. Auk Sigrúnar eru Örn Arnar- son, Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir, Árni Már Árnason og Hjörtur Már Reynisson búin að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Bjartsýni ríkjandi og hugur í fólki á ársþingi UDN í Búðardal 87. ársþing UDN var haldið í Dalabúð í Búðardal 21. apríl sl. Þingið var starfsamt og gengu þingstörf vel. Mættir voru full- trúar frá 6 aðildarfélögum af 8. Finnbogi Harðarson er formaður sambandsins. Á þinginu var kosið í sundnefnd, frjáls- íþróttanefnd, knattspyrnunefnd, ungl- ingalandsmótsnefnd og badmintonráð. Fyrir þinginu voru til afgreiðslu marg- ar tillögur og í framlögðum reikningum kom fram að fjárhagsstaðan er góð, hagn- aður er af rekstri. Mikil bjartsýni var ríkjandi á þinginu og mikill hugur í fólki að efla starfsemi sambandsins. Fram kom að UDN verður þáttakandi í skipulagn- ingu bæjarhátíðarinnar „Heirn í Búðar- dal“ sem verður haldin þann 12. júlí nk. Hugmynd er uppi um að koma m.a. á öldungamóti í frjálsum íþróttum og safna saman gömlum kempum til keppni. 1 skýrslu stjórnar var ýmislegt áhuga- vert að skoða. Sambandið stóð fyrir tveimur ráðstefnum í héraði um íþrótta- og æskulýðsmál þar sem mæting var góð og virkni ráðstefnugesta mikil. Lauga- íjör er hátíð sem haldin var í fyrsta skipti Svana Hrönn Jóhannsdóttir var kjörin íþrótta- maður ársins á ársþingi UDN i Búðardal. síðastliðið haust í samstarfl UDN og Ungmenna- og tómstundabúðanna að Laugum, fyrir nemendur úr 5.-10. bekk úr þremur skólum sem eru á sambands- svæðinu. Markmið Laugaíjörs er að auka félagslega færni þátttakenda og leyfa þeim að njóta samveru með jafnöldrum án námsbóka. Hér gefst ungu fólki af öllu sambandssvæðinu færi á að kynn- ast betur og engum ætti að þurfa að leiðast. Á þinginu var kjörinn íþróttamaður ársins hjá UDN og fyrir valinu varð Svana Hrönn Jóhannsdóttir, glímu- drottning Islands. Fulltrúar UMFÍ og ÍSl á þinginu voru þau Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFl, og Viðar Sigurjónsson, sviðs- stjóri fræðslusviðs hjá ISÍ. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.