Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 45
Vel heppnuð Skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands íslands: Lokamótið í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express fór fram í Laugardals- höllinni 31. maí -1. júní. 16 efstu úr forkeppni skólanna var boðið að taka þátt í lokamótinu og mættu 43 krakk- ar úr 6. og 7. bekk frá öllum landshlut- um á lokamótið. Keppt var í hástökki, kúluvarpi og 400 m hlaupi. Gefin voru stig fyrir árangur í öllum greinum sem myndaði samanlagðan heildarárangur. íþróttafólk úr landsliðshópi FRl aðstoð- aði við framkvæmd mótsins, en það kom saman þessa helgi til æfinga. Þrjú efstu í hverjum árgangi: 6. bekkur stelpna: 1. Ásgerður J. Ágústsd., Brekkuskóla, 2591 stig 2. Thelma Björk Einarsd., Vallaskóla, 2544 stig 3. Þorgerður B. Friðriksdóttir, Grunnskóla Borgarfjarðar, 2462 stig 6. bekkur stráka: 1. Gunnar I. Harðarson, Laugarnessk., 2684 stig 2. Sigurjón H. Jakobsson, Kópavogssk., 2671 stig 3. Símon ívarsson, Grandaskóla, 2639 stig 7. bekkur stelpna: 1. Hekla R. Ámundadóttir, Seljaskóla, 2799 stig 2. Kristín L. Jónsdóttir, Selásskóla, 2617 stig 3. Elísa M. Pálmad., Laugarlækjarsk., 2610 stig 7. bekkur stráka: 1. Sindri H. Guðmundss., Smáraskóla, 2772 stig 2. Oliver Sigurjónsson, Smáraskóla, 2750 stig 3. Snorri Gunnarsson, Hofsstaðaskóla, 2730 stig Sigurvegarar í hverjum árgangi fengu í verðlaun ferð á Gautaborgarleikana sem fram fóru í lok júní í boði FRI og Iceland Express. Vest Norden verkefnið - Ævintýravika á Grænlandi: Margir spennandi möguleikar Dagana 1.-8. júlí fór frarn í Grænlandi ævintýravika á vegum Vest Norden verk- efnisins. Aðilar að þessu samstarfi eru íslendingar, Færeyingar og Grænlend- ingar. Þátttakendur að þessu sinni voru fimmtán, fimm frá hverju landi. Þátttak- endur, sem voru á aldrinum 18-25 ára, upplifðu Suður-Grænland og heimsóttu m.a. sögustaði Eiríks sögu rauða og komu við í bæjum á borð við Qassiarsuk og Tasiusag. Þetta verkefni bauð upp á marga möguleika eins og að upplifa aðra menningu á framandi slóðum og að komast í samband við ungmenni frá Grænlandi og Færeyjum. „Þetta var fjórða verkefnið sem Vest Norden stendur fyrir en samstarfið hefur gengið sérlega vel. Við höfum heilmargt að sækja til frænda okkar í Færeyjum og á Grænlandi. Það eru margir spennandi og skemmtilegir möguleikar til í þessu samstarfi sem við ætlum að nýta okkur á næstu árum,“ sagði Jóhann Tryggvason, fulltrúi í samstarfsverkefninu og stjórnarmaður UMFÍ, í samtali við Skinfaxa. Joanis Árting, frá færeyska ungmennaráðinu, Sæmundur Runólfsson, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, og Jóhann Tryggvason, fulltrúi UMFÍ í samstarfsverkefninu. ÖSSUR SKINFAXI - timarit Ungmennafélags íslands 45

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.