Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 32
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Starfsamt ársþing HSÞ í Skjólbrekku Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður í UMFÍ, Haraldur Bóasson, for- maður frjálsíþróttadeildar HSÞ, og Arnór Benónýsson, formaður HSÞ. Ársþing HSÞ var haldið í Skjólbrekku í Mývatnssveit 12. apríl sl. Þetta var um leið framhaldsstofnþing Héraðssam- bands Þingeyinga og er þá sameiningar- ferli Héraðssambands Suður-Þingeyinga Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttamaður HSÞ. Bjarni Þór Gunnarsson, glímumaður HSÞ. og Ungmennasambands Norður- Þingeyinga endanlega gengið í gegn. Sambandssvæðið nær frá Langanes- byggð í austri að Grýtubakka í vestri. Að sögn Arnórs Benónýssonar, for- manns HSÞ, var þingið starfsamt og þingstörf gengu vel. Arnór sagði að marga hluti yrði að hugsa upp á nýtt i tengslum við sameininguna og hann væri bjartsýnn á framhaldið. Fjárhags- staðan væri góð og nú yrði stefnt að því að opna þjónustumiðstöð á Húsavík. Björg Jakobsdóttir var fulltrúi Ung- mennafélags Islands á þinginu og var Haraldur Bóasson, formaður frjálsíþrótta- deildar, sæmdur starfsmerki UMFÍ. Arnór Benónýsson er formaður HSÞ en aðrir í stjórn eru Linda Baldursdótt- ir, Jóhann R. Pálsson, Einar Ingi Her- mannsson, Svandís Sverrisdóttir, Soffía Björgvinsdóttir og Jóhanna Dögg Stefánsdóttir. Á ársþinginu voru íþróttamenn HSÞ heiðraðir. Hafdís Sigurðardóttir er frjáls- íþróttamaður HSÞ og íþróttamaður HSÞ, Bjarni Þór Gunnarsson er glímu- maður HSÞ, Ásgerður Ólöf Ásgeirsdótt- ir sundmaður HSÞ og Hafrún Olgeirs- dóttir knattspyrnumaður HSÞ. Verkefnið„Fjölskyldan á fjallið" 19 manns og einn hundur tóku þátt í fjölskyldugöngu HSKá Litla-Meitil 19 manns og einn hundur tóku þátt í fjölskyldugöngu HSK á Litla-Meitil í Ölfusi 2. júní sl. Gott veður var en þoka á íjallinu þegar upp var komið. Göngu- stjóri var Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Eins og í Frá fjölskyldu- gönguHSKá Lltla-Meltll í Ölfusi 2. júní sl. öðrum fjölskyldugöngunr HSK var farið með póstkassa og gestabók á tind íjalls- ins. í haust verður farið og náð í gesta- bókina og fá heppnir göngugarpar, sem verða dregnir út, óvæntan glaðning frá HSK og UMFÍ. Þeir sem ganga á fjöllin í sumar eru beðnir að skrifa nafn og símanúmer í gestabókina. Eins og undanfarin ár tók Guðni Guðmundsson á Þverlæk í Holtum þátt í göngunni og hann var að sjálfsögðu með vísur í farteskinu og ritaði þær í gesta- bókina. Hér eru vísur Guðna: Mér hentar ekki kyrr að hanga. Hreyfingarleysi er rnitt grand. Á Litla-Meitil er létt að ganga og líta yfir Suðurland. Frjósamt land að fótum liggur. I framtíðina aðeins spái. Til búsetu á svæðinu margur hyggur. Smjörið drýpur af hverju strái. I huganum greini gripafans. Get hér um auðlegð slíka. Suðurland getur brauðfætt milljón manns. Og megavöttin streyma héðan líka. Valafell á Landmannaafrétti er hitt fjall- ið sem sambandið tilnefnir í verkefnið. HSK-gangan með póstkassann á Vala- fell var farin sunnudaginn 29. júní. 32 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.