Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 36
Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags íslands: ísafjörður Boltafélag Isafjarðar, VallarhúsTorfnesi Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12 ísblikk ehf, Árnagötu 1 Kjölurehf, Urðarvegi 37 Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum hf, Aðalstræti 24 Menntaskólinn á fsafirði,Torfnesi Hnífsdalur Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf, Hnífsdalsbryggju Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf, Hafnargötu 12 Sparisjóður Bolungarvíkur, Aðalstræti 14 Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Víkurbúðin ehf, Grundarstræti 1-3 Flateyri VÁ VEST, félag um vímuefnaforvarnir, Tröð Patreksfjörður Albína verslun, Aðalstræti 89 Oddi hf, fiskverkun, Eyrargötu 1 Vesturbyggð, Aðalstræti 63 Tálknafjörður Miðvík ehf, Túngötu 44 Staður Allinn, veitingahús, Gránufélagsgötu 10 Bæjarhreppur, Hlaðhamri Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðagötu 3 Kjörvogur Hótel Djúpavík ehf, Árneshreppi Hvammstangi Stýrihópur um forvarnir Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5 Blönduós Húnavatnshreppur, Húnavöllum Skagaströnd Elfa ehf, Oddagötu 22 Skagabyggð, Örlygsstöðum II Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3 Sauðárkrókur Fisk - Seafood hf, Eyrarvegi 18 Guðrún Kristín Kristófersdóttir, Borgarflöt 1 Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1 Náttúrustofa Norðurlands vestra, Aðalgötu Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf, Sæmundargötu 31 Verslun Haraldar Júlíussonar, Aðalgötu 22 Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf, Borgarröst 4 Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði Hofsós Vesturfarasetrið Guðmundur Haukur Sigurðs- son kosinn formaður USVH 67. ársþing USVH var haldið að Staðar- flöt í Hrútafirði þann 22. apríl sl. Þingið tókst ágætlega og gengu þingstörf vel. Mættir voru fulltrúar frá öllum aðildar- félögum, samtals 22 þingfulltrúar. Þing- forseti var Gunnar Sæmundsson og fundarritari Anna María Elíasdóttir sem jafnframt er framkvæmdastjóri sam- bandsins í 25% starfi. Már Hermannsson, sem hefur verið formaður sambandsins í 4 ár, gaf ekki kost á sér áfram. Guðmundur Haukur Sigurðsson frá Hvammstanga er nýr for- ntaður sambandsins en gaman er að geta þess að hann sat 8 ár í stjórn UMFÍ. Aðrir nýir í stjórn eru Magnús Freyr Jóns- son, ritari, Kolbrún Indriðadóttir, Sigrún Þórðardóttir og Oddur Sigurðsson. í skýrslu stjórnar mátti sjá frásagnir af félagsvist, bingói, spurningakeppni, gróðursetningu, leikjum, leiksýningum og skemmtunum fyrir utan hið hefð- bundna íþrótta- og æskulýðsstarf. I framlögðum reikningum kom fram að fjárhagsstaða er góð. Eitt af sambandsaðilunum, Ungmenna- félagið Dagsbrún, hyggst gefa út 80 ára sögu félagsins. Á þinginu voru fáar en umdeildar tillögur til afgreiðslu. Kröft- ugar en málefnalegar umræður fóru fram. Samþykkt var að setja á stofn rit- nefnd sem hefur það verkefni að undir- búa ritun á sögu USVH en sambandið verður 80 ára 2011. Einnig var sam- þykkt tillaga um að USVH sækti um Unglingalandsmót. Á þinginu voru einnig samþykktar breytingar á reglu- gerð um val á íþróttamanni ársins. fþróttamaður USVH 2007 er Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona. Gestir þingsins voru þau Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson, framkvæmda- stjóri UMFÍ, og Sigríður Jónsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSf. Formaður UMFf sæmdi Má Hermannsson, fráfarandi formann USVH, starfsmerki UMFf. Það voru ánægðir og sáttir þingfull- trúar sem héldu heim af þinginu í góðu veðri með sólroða á himni. U.S.VH. Íslandsglíman: Pétur Þórir og Svana Hrönn glímukóngur og glímudrottning Nítugasta og áttunda Islandsglíman fór fram 19. mars sl. í íþróttahúsi Glerár- skóla á Akureyri. Þetta var sannarlega skemmtilegur íþróttaviðburður og fjöl- margir áhorfendur urðu vitni að spenn- andi keppni frá upphafi til enda. f glímunni um Freyjumenið sigraði Svana Hrönn Jóhannsdóttir, GFD, nokkuð örugglega. Svana gerði þó jafn- glími við systur sína, Sólveigu Rós, en aðrar glímur voru stuttar og sigraði hún andstæðinga sína á sniðglímu og hæl- krók á hægri. I glímunni um Grettisbeltið var keppnin mjög jöfn og gríðarlega spenn- andi og voru aukaglímur um bronsið og einnig beltið góða. f glímunni um brons- ið hafði Stefán Geirsson betur á móti félaga sínum, Ólafi Oddi Sigurðssyni, en þeir eru báðir í HSK. f úrslitaglímunni mættust Pétur Eyþórsson, þrefaldur glímukóngur KR, og Pétur Þórir Gunn- arsson í HSÞ. Glíman stóð í rúmar 5 mínútur og fékk Pétur Eyþórsson tvö gul spjöld og þar með rautt. Pétur Þórir sigraði þar með glímuna og varð glímu- kóngur fslands í fyrsta sinn en hann varð tvítugur í byrjun maímánaðar. Sigur Péturs Þóris verður að teljast mjög óvæntur en hann er þriði yngsti glímu- maðurinn sem verður glímukóngur frá upphafi. Sá yngsti var Ólafur V. Davíðs- son og sá næstyngsti Ármann J. Lárus- son. Hér að neðan má sjá úrslit mótsins. Freyjumenið 1. Svana Hrönn Jóhannsd., GFD, 4,5 v. 2. Sólveig Rós Jóhannsdóttir, GFD, 4 v. 3. Sylvía Ósk Sigurðardóttir, HSÞ, 3,5 v. 4. Laufey Frímannsdóttir, UÍA, 2 v. 5. Áslaug Ýr Bragadóttir, HSK, 1 v. 6. Guðrún Heiður Skúladóttir, UÍA, 0 v. Grettisbeltið 1. Pétur Þórir Gunnarsson, HSÞ, 4+1 v. 2. Pétur Eyþórsson, KR 4+0, v. 3. Stefán Geirsson, HSK 3+1, v. 4. Ólafur Oddur Sigurðss., HSK 3+0, v. 5. Snær Seljan Þóroddsson, UIA, 1 v. 6. Steinar Bjarki Marínósson, Herði, 0 v. Svana Hrönn Jóhannsdóttir, glímudrottning, og Pétur Þórir Gunnarsson, glimukóngur. 36 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.