Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 21
Nú eru fyrirliggjandi útfærðar hug- myndir um stækkun hafnarinnar til norðurs. Breytingarnar miða að því að minnka óróleika í höfninni og gera ráð fyrir því að byggð verði ný bryggja og varnargarður austan við Svartaskers- bryggju. Norðurgarðurinn leggst af og fiskihöfnin verður flutt yfir í nýja hlut- ann. Gert er ráð fyrir smábátahöfn inn af fiskihöfninni og byggður verður nýr viðlegukantur fyrir loðnuskipin milli Skarfaskersbryggju og Norðurgarðs. Gert er ráð fyrir að flutningahöfnin verði við Svartaskersbryggju og Skarfaskers- bryggju og að Vestmannaeyjaferjan Herj- ólfur verði áfram þar sem hún er nú. Það er framtíðarverkefni að byggja upp höfnina í Þorlákshöfn þannig að hún geti þjónað stærra hlutverki. Hún er eina höfnin á stóru svæði og mjög mikilvæg fyrir byggðirnar á Suðurlandi. Stækkunarmöguleikar eru fyrir hendi því að landrými er nægilegt og með end- urbótum skapast möguleikar á vöru- flutningum milli landa, m.a. í tengslum við fyrirhugað iðnaðarsvæði í nágrenni hafnarinnar, ferju- og farþegasiglingum og öflugri smábátaútgerð. Fyrir austan fjall Milli Reykjavíkur og Ölfussins er Hellis- heiði og um hana hefur frá fornu fari verið helsta þjóðleið landsins. Þegar farið er frá Reykjavík til byggðanna á Suðurlandi er talað um að fara austur fyrir fjall. Þessi fjallvegur var í gegnum aldirnar mikill farartálmi og á honum má skoða sögu samgangna á íslandi, en þar er allt frá fornri varðaðri göngu- og reiðleið til malbikaðs bílvegar. I austur- hlíð fjallsins sér votta fyrir Qórum vegar- stæðum og er það elsta fyrsti uppbyggði og kerrufæri vegurinn, en vegna þess hve erfitt landslag er á íslandi til vega- gerðar notuðu íslendingar hjólið sára- lítið fyrr en á seinni hluta 19. aldar, en reiddu allar vörur á hestum eða báru á sjálfum sér. Margar sögur eru til um fólk sem lenti í hrakningum á heiðinni, í þoku eða byl, og bjargaðist við illan leik eða alls ekki. Yfir þvera Hellisheiði liggur mikil gígaröð og hafa mörg hraun runn- ið úr henni, það elsta rúmlega 10.000 ára gamalt, frá lokum ísaldar, en það yngsta er um 1000 ára gamalt. Hengillinn er megineldstöð og svæðið kringum hann stærsta jarðhitasvæði landsins, urn 100 ferkílómetrar. Áður fyrr bjuggu tröll og útilegumenn í Henglinum en þau hafa nú vikið fyrir hátækninni því þar er nú unnið að gerð orkuvers til að nýta gufuaflið. Innan seilingar Með tilkomu góðra bílvega um Þrengsli og yfir Hellisheiði tekur það einungis rúman hálftíma að aka frá Reykjavík til Þorlákshafnar. Því hefur það færst í vöxt að fólk búi þar en vinni í Reykjavík. Sveitarfélagið Ölfus markaðssetur nú þennan möguleika til búsetu undir slag- orðinu Ölfus - innan seilingar. Boðið er upp á stórar lóðir fyrir íbúa sem kjósa að búa í sveit í bæ en sveitarfélagið hefur yfir miklu landi að ráða. Atvinnutæki- færi eru íjölbreytt, þjónustustig hátt og umhverfi og útivistarsvæði til fyrir- myndar. Þá eru menningarmiðstöð, söfn og kaffi- og veitingahús í Þorlákshöfn og fjölbreytt afþreying fyrir íbúana, s.s. íþróttahús, sundlaug og 18 holu golfvöll- ur. Merktar gönguleiðir eru víða og stefnt er að því að leggja aðgengilega reið-, göngu- og hjólastíga um allt sveit- arfélagið til að koma á móts við útivistar- fólk. Eitt af framtíðarverkefnum sveitar- félagsins er að stuðla að uppbyggingu háhraðasambands um sveitarfélagið og skapa grundvöll fyrir starfrækslu skrif- stofuhótels til að koma til móts við þarf- ir íbúa svæðisins sem starfa t.d. á höfuð- borgarsvæðinu, en vilja vinna 2-3 daga í viku í heimabyggð, sem fyrr sagði. Sveitarfélagið Ölfus er nútímasveitar- félag með hátæknivæddum fiskiðnaði, landbúnaði, iðnaði og orkuvinnslu, sem fyrr sagði, en það vill gefa íbúum sínum kost á að búa i návígi við náttúruna og þau einföldu gildi sem þar tíðkast. Það er líklegt að margir borgarbúar, sem vilja losna við þrengsli og streitu borgarlífs- ins, þiggi boðið. 11.UNGLINGA LANDSMÓT UMFÍ WmV.uÁMíM SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.