Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 38
Söluaukning hefur orðið á Lengjunni Ársfundur fslenskra getrauna var hald- inn 5. júní sl. í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. í ávarpi stjórnarformanns, Hafsteins Pálssonar, kom fram að skin og skúrir skiptust á í starfsemi fyrirtæk- isins á árinu 2007. Tekjur jukust veru- lega á árinu, úr 432 milljónum 2006 í 477 milljónir 2007 og mikil þátttaka var í leikjum fyrirtækisins. Kostnaður jókst þó vegna Lengjunnar í tengslum við erlenda samkeppni. Á síðasta ári var gerður nýr samning- ur við íslenska getspá um rekstur á fslenskum getraunum en upphaflegur samningur félaganna var gerður 1999. Samningurinn var einfaldaður til muna til hagræðis. Afar miklar breytingar hafa átt sér stað hjá íslenskum getraunum og þá helst á Lengjunni en sá leikur hefur verið í stöðugri þróun. Ákveðið var að fjölga leikjum úr 120 á viku upp í 240 á viku. Mæltist þessi fjölgun vel fyrir meðal tippara þar sem nú er hægt að bjóða aukið úrval Ieikja á Lengjunni. Ákveðið var að fjölga stök- um leikjum á Lengjunni og eru allir leik- ir í Landsbankadeild karla og í ensku úrvalsdeildinni stakir. Ákveðið var að hækka útborgunarhlutfall á völdum leikjum og þá sérstaklega í ensku úr- valsdeildinni og Landsbankadeild karla. Þessar aðgerðir hafa leitt til þess að söluaukning hefur orðið í Lengjunni en jafnframt eykst ábyrgð og eftirlitsþáttur- inn vegna fjölda leikja. Fleiri þættir eru í bígerð sem koma til framkvæmda á árinu 2008. Sala getraunaseðla hefur gengið afar vel það sem af er árinu og er söluaukning frá fyrra ári um 25%. Nýverið tóku Getspá/Getraunir í notkun nýja, sameiginlega heimasíðu. Með nýrri heimasíðu er leitast við að fjölga söluleiðum og koma betur til móts við viðskiptavini. Með aukinni netnotk- un og netaðgangi skapast ný og spenn- andi tækifæri til að efla söluna á Netinu Stefán Konráðs- son, framkvæm- dastjóri íslenskra getrauna, á árs- fundi fyrirtækisins. og fjölga áskrifendum enn frekar. í stjórn íslenskra getrauna eru Haf- steinn Pálsson, formaður, frá ÍSÍ, Ást- hildur Helgadóttir, íþróttanefnd ríkis- ins, Örn Andrésson, ÍBR, Sæmundur Runólfsson, UMFf, og Geir Þorsteins- son, KSÍ. Framkvæmdastjóri er Stefán Konráðsson. Góð afkoma hjá íslenskri getspá: Sigurbjörn Gunnarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu Sigurbjörn Gunnarsson tilkynnti á aðal- fundi íslenskrar getspár þann 29. apríl sl. að hann gæfí ekki kost á sér til endur- kjörs eftir 21 árs setu í stjórn. Stjórn UMFÍ þakkar Sigurbirni fyrir frábær störf í stjórn íslenskrar getspár. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, tekur sæti Sigurbjörns í stjórn íslenskrar getspár. „Þetta er búinn að vera afskaplega skemmtilegur tími hjá frábæru fyrirtæki. Ég minnist þess sérstaklega hvað áhug- inn var gríðarlega mikill þegar íslensk getspá hóf starfsemi sína og hvað menn voru tilbúnir að leggja á sig. Það var gaman að fá að upplifa þessa tíma og sjá uppganginn sem orðið hefur. Það eru fram undan mjög spennandi tímar með breytingunum í 5/40 og Evrópu-lottó- inu. Það er mikil samkeppni á þessum markaði frá erlendum netfyrirtækjum en engu að síður er framtíð fslenskrar getpár björt,“ sagði Sigurbjörn Gunn- arsson. Á fundinum kom fram að rekstur I'slenskrar getspár gekk framar vonum á árinu 2007 eftir erfiðan rekstur fyrstu sex mánuði ársins. Velta íslenskrar get- spár jókst um rúmlega 20% á milli ára, fór úr 1.565 milljónum á árinu 2006 í 1.924 milljónir á árinu 2007. Fram kom að nokkrir stórir pottar á haustmánuð- um í laugardagslottói og Víkingalottói juku söluna verulega. Eignaraðilar að íslenskri getspá eru Iþrótta- og Ólympíusamband íslands, Ungmennafélag fslands og Öryrkja- bandalag íslands. Framkvæmdastjóri er Stefán Konráðsson. 38 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.