Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 20
f lnli| Hb G|K; j « 1 'f-- l ■ Jfi Þorlákshöfn Þorlákshöfn er helsti þéttbýlisstaður sveitarfélagsins og miðstöð stjórnsýsl- unnar. Kauptúnið hefur nafn sitt frá Þorláki heiga Skálholtsbiskupi (1133- 93). Útræði hófst snemma frá Þorláks- höfn enda er þar besti lendingarstaður á suðurströndinni frá náttúrunnar hendi og skammt í fengsæl fiskimið. Fram til loka 18. aldar var jörðin í eigu Skálholts- stóls en síðan í eigu ýmissa manna fram til 1934 þegar Kaupfélag Árnesinga eign- aðist hana. Meðan gert var út á áraskip- um var ekki óalgengt að róið væri á 30-40 skipum frá Þorlákshöfn. Hafa því íbúarnir verið um 300-400 yfir vertíðina og bjuggu þeir í sjóbúðum sem hlaðnar voru úr torfi og grjóti. Það dróst úr hömlu að gerð væri höfn sem hentaði vélskipum í Þorlákshöfn og árið 1950 var aðeins einn íbúi skráður þar en upp úr miðri síðustu öld hófst upp- bygging öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. og fólkinu fjölgaði smám saman. Verulegur kraftur komst þó ekki í hafnargerðina fyrr en eldgos hófst í Vestmannaeyjum því að um tíma leit út fyrir að höfnin í Eyjum mundi leggjast af. Gosið hófst í janúar 1973 og var eld- fjallið svo nálægt byggðinni að flytja þurfti alla íbúana burt. Voru um sex þús- und manns fluttir til lands í skipum og flugvélum, flestir til Þorlákshafnar sem er ferjuhöfn fyrir Vestmannaeyjar. Á meðan á gosinu stóð bjuggu margir íbú- anna í Þorlákshöfn og hún varð heima- höfn fýrir mikinn hluta Vestmannaeyja- flotans. Höfnin Ein skýringin á nafngift Þorlákshafnar er sú að Þorlákur helgi hafi stigið þar á land er hann kom frá biskupsvígslu í Niðarósi árið 1178. Þessi saga ber með sér að snemma var hafskipum lent í Þorlákshöfn og öldum saman var hún verstöð vegna nálægðar fengsælla fiski- miða og lendinganna sem voru óvíða betri og öruggari en þar. Sóttu menn þangað víðs vegar að af Suðurlandi til fiskveiða en einkum frá biskupsstólnum í Skálholti sem lengst af var eigandi jarð- arinnar. Þorlákshöfn var einnig lífhöfn og þrautalending sjómanna frá Eyrar- bakka og Stokkseyri og brimdaginn mikla 1895 leituðu þangað 67 skip því að hvergi var hægt að lenda annars staðar. 1 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir um Þorlákshöfn: „Lendingar eru fjórar fyrir landi, merki- lega góðar svo að sjaldan bregðast." Lendingar þessar voru notaðar fram á tuttugustu öldina og var á þeim tíma aldrei um eiginlega hafnargerð að ræða í Þorlákshöfn heldur voru lendingar einungis ruddar og hreinsað úr þeim grjót sem sjórinn bar upp í varirnar. Reyndar var það mál manna að ekki væri hægt að gera hafnargarð eða bryggju því að brimið væri of öflugt. Árið 1884 stóð Jón Árnason útvegsbóndi og kaup- maður fyrir því að Magnús Guðnason steinsmiður var fenginn til Þorlákshafn- ar til að stjórna hleðslu sjóvarnargarðs en einnig sprengdi Magnús klappir og sker til að gera lendingarnar öruggari. I upphafi síðustu aldar lét sýslunefnd Árnessýslu fara fram athugun á hafnar- stæði beggja vegna Ölfusár. Torvald Krabbe, þáverandi landsverkfræðingur, sem gerði athugunina, lagði til hafnar- gerð í Þorlákshöfn en fannst ekki ger- legt að leggja í framkvæmdir austan ár. Árið 1913 veitti Alþingi Fiskveiðifélagi Islands styrk til þess að rannsaka og gera áætlun um vélbátahöfn í Þorláks- höfn og tók Jón Þorláksson, sem þá var landsverkfræðingur, það verk að sér. Árið 1917 var samþykkt þingsályktunar- tillaga um gerð áætlunar um hafnargerð í Þorlákshöfn. N.P. Kirk verkfræðingi var falið að vinna þetta verk og lagði hann til að gerður yrði 365 metra langur suðurgarður og 860 metra langur norð- urgarður en inni í höfninni yrði T-laga bryggja. Ekkert varð úr framkvæmdum og 1927 var útgerð að leggjast af í Þor- lákshöfn en þá var einungis róið á íjór- um skipum þaðan, enda voru áraskip að syngja sitt síðasta og komnir vélbátar og togarar. Hafnargerð Það var ekki fyrr en árið 1929 sem hafn- arframkvæmdir í Þorlákshöfn hófust loks en þá höfðu menn notast við þær lendingar sem voru frá náttúrunnar hendi svo að öldum skipti. Gerð var 20 metra löng og 4 metra breið bryggja norðan við norðurvörina sem lengd var um 10 metra sumarið eftir. Síðan þá hef- ur verið unnið mikið við hafnarfram- kvæmdir í Þorlákshöfn en mest þó eftir Heimaeyjargosið, en þá var farið að huga að bættri hafnaraðstöðu á suður- ströndinni. Síðan þá hefur einnig verið komið upp í höfninni aðstöðu fyrir flutningaskip og bílferju sem nú fer dag- lega milli Vestmannaeyja og Þorláks- hafnar. 20 SKINFAXI - tímarit Ungmennafálags fslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.