Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 40
FRÉTTIR ÚR HREYFINGUNNI Jóhanna Asa Einarsdóttir endurkjörin formaöur HSS Ársþing HSS var haldið á Hólmavík 11. júní sl. og var Jóhanna Ása Einars- dóttir endurkjörin formaður sam- bandsins. Með henni í stjórn eru Þor- steinn Newton, Aðalbjörg Óskars- dóttir, Birkir Þór Stefánsson og Ingi- björg Birna Sigurðardóttir. Helstu samþykktir þingsins voru sem hér segir: Ákveðið var að taka þátt í Vestfjarðameistaramóti í frjáls- um íþróttum sem haldið verður á Bíldudal helgina 18.-20. júlí nk. Hér er um gamalt mót að ræða sem verið er að endurvekja. Búningamál sam- bandsins hafa verið í miklum ólestri og var á fundinum ákveðið að setja á stofn búninganefnd sem myndi sjá Jóhanna Ása Eínars- dóttir, formaður Héraðssambands Strandamanna. ■ um þessi mál. Hefur hún þegar hafið störf. Var ákveðið að HSS myndi niðurgreiða búningana. Þar sem ekki er starfandi framkvæmdastjóri var samþykkt að íþróttaráð sambandsins myndi sjá um mót sumarsins í sam- starfi við stjórnina. íþróttamaður HSS 2007 var kjörinn Guðjón Þórólfsson og hvatningarbik- ar sambandsins fékk Ragnar Bragason sem hefur um langt árabil unnið óeigin- gjarnt sjálfboðaliðastarf innan sýslunn- ar, meðal annars verið aðaldriffjöðrin í Skíðafélagi Strandamanna. Stjórn HSS gaf síðan öllum aðildarfélögum, sem sendu fulltrúa, bókina Vormenn íslands. Fundarstjóri var Jóhann Björn Arn- grímsson og fundarritarar voru Ragn- heiður Birna Guðmundsdóttir og Jóhanna Ása Einarsdóttir. Gestir fund- arins voru Helga Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, og Sæmundur Runólfs- son, framkvæmdastjóri UMFÍ. — Grundarfjarðarbær SB Skíltaáerð eht. 0483 1955-899 1955 - WMw.ibskilti.com /T\ 1907 - 2007 landgræðsla í 100 ár Landgræðslufræ Ef þú þarft að græða mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Ráðgjöf um val á fræi við mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hellu Sími 488-3000, símbréf 488-3010, land@land.is, www.land.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.