Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 5
Málþing um niðurstöður Forvarnadagsins: Tími með fjölskyldunni og þátttaka í íþrótta- og æsku- lýðsstarfi vega þungt Málþing um niðurstöður Forvarnadags- ins 2007 fór fram í Iþróttamiðstöðinni í Laugardal 3. apríl sl. Skipuleggjendur voru forseti íslands, Ungmennafélag fs- lands, Samband íslenskra sveitarfélaga, fþrótta- og Ólympíusamband fslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkur- borg og Háskólinn í Reykjavík. Sérstak- ur stuðningsaðili verkefnisins var lyfja- fyrirtækið Actavis. Forvarnadagurinn var haldinn í annað sinn miðvikudaginn 21. nóvember sl. Kjarninn í þessum degi fólst í dagskrá og verkefnavinnu í öllum 9. bekkjum grunnskólanna. Spurningar, er varða samverustundir fjölskyldna og þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æsku- lýðsstarfi, auk spurninga er tengdust áfengis- og fíknaefnaneyslu þessa ald- urshóps, voru lagðar fyrir og ræddar í umræðuhópum. Tilgangurinn var að fá fram sjónarmið unglinganna sjálfra og hlusta á skoðanir þeirra og reynslu. - Hvað vilja unglingar gera oftar með fjölskyldum sínum? - Hvað getaþeir sjálfir gert til að stuðla aðfleiri samverustundum innan fjölskyldunnar? - Hvað er það sem hvetur börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og œskulýðsstarfi? - Hver er ávinningurinn afþví að drekka ekki áfengi á unglingsárum, að þeirra mati? - Hvaða stuðning telja þeir bestan í þeim efnum? Niðurstöður úr þessari verkefnavinnu sýna, svo að ekki verður um villst, að þessi mál eru unglingum hugleikin. Unglingar hafa svo sannarlega skoðanir og vilja að á þá sé hlustað. Tími með fjölskyldunni og þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi er mikilvægt í huga þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti fslands, sagði m.a. í ávarpi sínu niður- stöðurnar vera skýr skilaboð um það að unglingar vildu eyða auknum tíma með foreldrum sínum. Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslu- fræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, kynnti niðurstöður Forvarna- dagsins. Hún sagði niðurstöðurnar skýr- ar um að unglingar vildu verja meiri tíma með foreldrum sínum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ, sagði að umhyggja og hlýja væru grundvöllur að góðum samskipt- Frá málþinginu sem fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal 3.apríl sl. um. Ennfremur að unglingar væru mjög meðvitaðir um gildi verkefnisins í heild sinni. I ávarpi sínu kom Helga Guðrún inn á Unglingalandsmótin sem UMFÍ hefði staðið að undanfarin ár og sagði hún þau vera samnefnara með niðurstöðum skýrslunnar en þar myndu foreldrar verja tímanum með börnum sínum í heilbrigðu umhverfi. Helga Guðrún hvatti þátttakendur málþings- ins til að koma á Unglingalandsmót og kynna sér hvað þar væri í boði. Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík, sagði í ávarpi sínu niðurstöð- urnar afar áhugaverðar og gagnlegar og hann ætlaði að kynna þær í borgarráði. Ólafur Rafnsson, forseti ISÍ, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi, voru öll sammála um að niðurstöður skýrslunn- ar væru afar áhugaverðar og skilaboð um heilbrigt líferni. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags fslands 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.