Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.05.2008, Blaðsíða 23
Gísli Páll Pálsson, formaður HSK: Unglingalandsmótin Kafa slegið í gegn „Undirbúningur hefur í alla staði gengið mjög vel og það er óhætt að segja að íþróttaaðstaðan í Þorlákshöfn verður ein sú glæsilegasta á landinu. Byggður hefur verið alvörukeppnisvöllur og öll umgjörð- in í kringum hann er í einu orði sagt stór- kostleg. Það hefur verið frábær tími að standa í þessum undirbúningi og heima- menn í Þorlákshöfn hafa staðið sig frábær- lega,“ sagði Gísli Páll Pálsson, formaður HSK, í spjalli við Skinfaxa en héraðssam- bandið er framkvæmdaaðili mótsins. Gisli Páll sagði að HSK hefði áður sótt um að halda Unglingalandsmót en ekki fengið fyrr en núna. Hann sagði þetta mikla áskorun og að allir hefðu lagst á eitt að vinna vel að málum og gera mót- ið hið glæsilegasta. „Þó að HSK komi að undirbúningi og framkvæmd mótsins þá er þáttur heima- manna hvað stærstur í þessu ferli öllu saman. Þeir hafa staðið sig eins hetjur og hafa lagt mikinn metnað í alla fram- kvæmdina." Gísli Páll sagði að í sínum huga væru Unglingalandsmótin skynsamlegasta og skemmtilegasta fjölskylduhátíð sem hægt væri að hugsa sér um verslunarmanna- helgi. „Unglingalandsmótin eru ein af stærstu rósum í hnappagati UMFl’. Það er í raun stórkostlegt að geta boðið upp á þessi mót og það skuli takast að halda áfengis- og vímuefnum frá mótunum. Ég hef verið á fjórum mótum í röð og skemmt mér konunglega. Unglingalands- mótin hafa slegið í gegn og að taka upp að halda þau á hverju ári var mikið gæfu- spor fyrir hreyfinguna. Krakkarnir eru ekkert að spá í það hverjir vinna heldur hefur mér sýnst þetta snúast miklu frekar um það að taka þátt og vera með fjölskyldu sinni og félögum. Við getum sagt fullum fetum að mótin séu fjölskyldu- og forvarnahátíð. Það að for- Gísli Páll Pálsson, formaður HSK. eldrar fái þarna tækifæri til að vera með börnunum sínum hefur svo mikið for- varnagildi," sagði Gísli Páll. Gísli Páll sagði að uppbygging íþrótta- mannvirkja samhliða þessum mótum gríðarlega mikilvæga. Ágætt dæmi um það eru aðstæður sem nú eru til staðar eftir mótið sem haldið var í Vík 2005. „Íþróttahátíð HSK var t.d. í fyrsta skiptið haldin utan sambandssvæðisins í fyrra f Vík enda frjálsíþróttaaðstaðan þar alveg fyrsta flokks. Mótin skilja eftir sig mikið af góðum mannvirkjum sem nýtast fólkinu á staðnum um ókomna tíð. Vakning fyrir frjálsum íþróttum í dag er töluverð og það er ekki síst að þakka uppbyggingunni samhliða Ungl- ingalandsmótunum,“ sagði Gísli Páll. „Það verður gaman að vera í Þorláks- höfn um verslunarmannahelgina og enginn verður svikinn af að koma þangað. Ég hvet fólk til koma og ég veit að flestir, sem hafa verið á mótum áður, koma aftur og aftur. Það er bara staðfest- ing á því hvað rnótin eru skemmtileg," sagði Gísli Páll Pálsson, formaður HSK. Ásvélar ehf Jarðvinnuverktaki SÆRÖST U2 EINN EINN TVEIR Fjallabyggð Finnur. m fflHT rftf. Amcnn MmítolnM GG LAGNIRehf PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Almenna verkf ræðistofan frA m Ú T U N '“•OMAMMVIRKI V SUÐURVERK HF. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.